Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 31

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 31
Opnuplakat átaka- eöa æsitónlist en ljúf og áheyrileg fyrir eyru hvernig sem þau eru á sig komin eöa af guði gerð. Vettvangur Hálft í hvoru hefur eðlilega verið hér á landi. Áöur var getið mikilla ferðalaga um landiö. Kannski man hka einhver eftir flutningi hópsins í skemmti- þætti í sjónvarpi um hvítasunnuna síðustu. Raunar er synd aö á þeim vettvangi skuli hann ekki hafa veriö meira áberandi.' Þar á áhugaleysi innan stofnunarinnar mesta sök, í fyrrahaust mun sjón- varpið hafa fengið myndband sem tekið var á tónleikum. Spólan var aldrei skoöuð, hvernig sem á því stóð. Nú um mánaðamót júlí-ágúst kom Hálft í hvoru fram á mikilli vörusýningu sem haldin var í bæn- um Piteá í Norður-Svíþjóö. Þetta er ein stærsta vörusýning sem haldin er í Svíþjóð. Ein af ástæðunum fyrir boðinu er sú aö Gísli Helgason er nokkuð þekktur í Svíaríki síðan hann dvaldi þar þrjú sumur við tónlistarflutning ásamt Hanne Juul og Guðmundi Ámasyni. Þrenningin sú fékk reyndar eitt sinn 1. verðlaun á stórri, sænskri þjóölagahátíð. Þama á vörusýningunni kom Hálft í hvoru margsinnis fram á þeim þrem dögum sem hópurinn var ráðinn til að skemmta. Hann hafði sérstakan söngpall sem vildi svo til að var við hliðina á „Volvo ski-show” sýningarhópnum. Af þeirri sambúð nutu íslendingarnir að sjálfsögðu góðs og því líka að tónlistarhópar frá hinum Norður- kollulöndunum létu allir að mestu nægja að leika á hljóðfæri en Hálft í hvoru kirjaði sína íslensku söngva af raust þrátt fyrir 25 stiga hita og sól, pallurinn var nefnilega úti. Auk þessa pallsöngs kom sveitin sérstaklega fram við opnunarhá- tíö sýningarinnar og á norrænum degi sem einnig tengdist sýning- unni. Á útleiðinni var komið við í Stokkhólmi og haldnir stuttir kvöldtónleikar á Musebakken sem er einn þekktasti vísnavinastaöur- inn í þeirri borg. Viðtökur þar voru geysigóðar. Nú þegar eru hafnar athuganir á möguleikum varðandi næstu utanlandsför. Þar hafa frændur vorir Færeyingar víst mikla möguleika. Hálft í hvoru hefur allan sinn aldur starfað sem 6 manna flokk- ur en nú er orðin þar breyting á. Bergþóra Ámadóttir hefur haldið út á sólóbrautina fyrir alvöru og fer sannarlega ekki af stað með rykkjum eins og þeir vita sem hafa hlustað á nýju plötuna henn- ar, Bergmál. Annars er Bergþóra löngu kunn í tónlistarlífinu, bæði ein og sér og sem liðsmaður í Hálft í hvoru. Henni verða án efa allir vegir færir. Nú hefur þannig fækkað um einn og karlveldið orðiö algjört, hversu lengi sem það stendur. Kannski fá þeir sér einhverja góða konu til að fylla í skarðið sem Bergþóra skildi eftir sig, en það verður varla auð- velt. Bergþóra er afar afkastamik- ill lagahöfundur auk þess að hafa sjarmerandi söngrödd en strákamir ættu þó varla að guggna því allir setja þeir saman lög. Fæstir eiga að vísu stórbrotinn tónlistarferil að baki en leyna þó á sér. Hér eru nokkrir dropar úr sjónum þeim: Gísli Helgason er sá eini sem hefur langa og mikla tónlistarsögu að baki þó hann standi aðeins á þrítugu. Sú saga er flestum kunn. Sem dæmi um hversu lengi Gísli er búinn að vera í þessu er lítil saga úr ferð Hálft í hvoru til Nes- kaupstaðar í fyrra. Þar var gist á hóteli staðarins og eins og lög gera ráð fyrir skrifað í gestabók. Gísli hafði orð á því að þennan stað hefði hann áður gist og var fariö að kanna máliö í bókinni. í ljós kom að nákvæmlega 14 árum áður, upp á dag, höfðu þeir bræður Gísli og Arnþór gist á hótelinu. Það var í landsreisunni miklu þeg- ar þeir fóru staö úr staö og skemmtu fólki með flautu- og orgelleik. í fyrra kom út plata þeirra, I bróðemi. Ingi byrjaði sem „gospel-söngv- ari” og söng trúarlega söngva með félaga sínum, Oddi Alberts- syni. Þeir fóru meöal annars út um land á vegum æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og frömdu músík í kirkjum, elliheimilum og skólum. Þetta var árin 1976 og 1977. Ári seinna voru þeir hættir en Ingi fór í amerísku sveitatónlistina þegar Texastríóið fæddist. Örvar er skáti að uppruna og al- gjör skáti í eðli og athöfn eins og sagt er um hann. Hann er tvíburi og með bróður sínum og öðrum bræðrum, þó ekki tvíburum, stofn- aði hann hljómsveitina Bræðra- bandið. Það starfaði aðallega í Snekkjunni í Hafnarfirði og innan skátahreyfingarinnar. Örvar fór beint úr Bræðrabandinu yfir í Texastríóið þegar það var stofnað. Eyjólfur er sennilega þekktast- ur hjá þeim sem hann hefur stuð- að upp úr skíðaskónum í Kerlingarfjöllum! Þarhefurhann starfað sem skíðakennari í fjölda- mörg ár en á kvöldin, þegar skíðin eru komin í geymslu, grípur hann gítarinn og stjórnar Kerlingar- fjallasöng af miklum móð. Aöal- stuðkarl Kerlingarfjalla, segja sumir. Aðalsteinn Ásberg er frægastur fyrir að vera eitt af nútíma- skáldunum okkar. Hann hefur gef- ið út nokkrar ljóðabækur og á einnig allmarga lagatexta á hljómplötum. í tónlistinni byrjaði hann árið 1977 og var þá að vísu búinn að vera nokkurn tíma í Vísnavinum. Þetta ár var haldið vísnakvöld í Tónabæ þar sem voru færri áhorfendur en flytjendur. í salnum var fólk sem var að leita að söngvara í „Light nights”, sumarleikhúsið sem heldur úti sýningum á ensku fyrir ferða- menn. Aðalsteinn fékk starfið og lék og söng um sumarið ásamt tveim öðrum. Þau þrjú komu auk þess fram utan leikhússins sem 4ra manna tríóið Nema hvað. Aðalsteinn stofnaði síðan Tríó tú- kall með Gísla og Bergþóru. í vetur ætlar Hálft í hvoru aö starfa af fullum krafti. Fyrir ligg- ur að fara á Norðurland um mánaðamótin september-október og koma eftir það fram í skólum, á árshátíðum, þorrablótum og öðr- um mannfagnaði eftir því sem fólk vill. Á næsta ári er stefnt að gerð nýrrar plötu og einhverjar hugmyndir munu vera að fæðast um stóra og mikla landsreisu í ná- inni framtíð. 37. tbl. VIKan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.