Vikan


Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 36

Vikan - 16.09.1982, Blaðsíða 36
| IMg g i ■ Hve margir Islendingar skyldu hafa farið til Sikileyjar í fyrra? Áreiðanlega ekki margir. Ferða- lag þangaö var dýrt og fyrir- hafnarsamt. Odýrasti kosturinn að fara til nágrannalanda og kom- ast þar í hópferðir eða vera ungur og nota mánaöarmiöa í járn- brautarlestir (sem ekki eru loftkældar á Sikiley) og farfugla- heimili. I ár fara mörg hundruð íslend- ingar þangað. Sikiley er komin á hópferðakortið og vonandi veröur hún þar áfram. Á Sikiley er margt að sjá. Þar er hægt að finna það sama og á öðrum sólarströndum: sól, hita og sjó. Diskótek og önnur dans- og áthús. Nóg af nútíðinni og stutt í fortíðina, hvort sem er náin fortíð með hjarðmann úti í haga og handsnúna saumavél eða forn- eskju gamalla rústa, frá blóma- tímum grískrar menningar, áður en nokkur vissi að Kristur myndi fæðast. Og rómverskar rústir eru nánast hversdagslegar. Þaö er meira að segja hægt að horfa á nýjustu hátíðarkvikmynd- irnar í eldgömlu grísk-rómversku hringleikahúsi. Leikir mannanna hafa breyst en enn eru menn að horfa á aðra menn drepna af áhorfendapöllum. Munurinn sá einn að sá sem drepinn er á hvíta tjaldinu en ekki borinn út að leik loknum. Það er bara slökkt á honum. Hér eru nokkrar svipmyndir frá Sikiley austanverðri. Engin tæm- Mósaíkmynd af Mariu og barninu i Taormina-hliðinu á aðalgötu Taormina. Mósaikunnendur fara tæpast fýluför til Sikileyjar og í stærstu borginni, Palermo, er víst hætt við að þeir verði innlyksa. Á aðalgötu Taormina, Corso Umberto, er hægt að ná áttum eftir hliðunum. Nyrst er Messinahliðið eftir næstu stórborg i norðri, síðan staðarhliðið og loks Catania-hliðið eftir næstu stórborg í suðri, þeirri svörtu Catania, þar sem húsin eru svört og byggð úr hrauni Etnu og fleira svart því í einni götunni kvað vera hægt að panta stórrán á mönnum og fjármunum eða jafnvel eitthvað verra. Sænskur fararstjóri sá reyndar ástæðu til að segja löndum sinum nafnið á götunni. ... Horft af áhorfendapöllum á grisk-rómverska leikhúsinu i Taormina. Þetta ieikhús er næst-stærst slikra á Sikiley. Á 3. öld fyrir Krist horfðu Hellenar á gríska harmleiki eða gleðileiki af þessum pöllum, um það bil sem timatal okkar hefst er hér rómverskt leikhús með öllu sem því fylgir og enn er fólki boðið upp á „brauð og leiki" þvi allt sumarið er iðandi listalif i þessu leikhúsi. í júlílok ár hvert er til dæmis vegleg kvikmyndahátið, þrjár myndir sýndar á hverju kvöldi og i sumar mátti sjá Útlagann (II bandito) á hvita tjaldinu, höggva mann og annan, einhvern tíma eftir miðnætti. Þegar maður heyrir um goðsagnabrunn tekur maður það ekki svona bókstaflega. í Siracusa er goðsagnabrunnurinn hins vegar mjög jarð- neskur að sjá. Þjóðsagan segir að árguðinn Alfeus hafi verið yfir sig ást- fanginn af dísinni Arethusa. Artemis breytti henni í gosbrunn og þar náði elskhuginn að sameinast henni í árliki. Virgill, Pindar og Ovid ortu mikil Ijóð um þennan stað, en hann hefur breyst mikið síðan þeir heilluðust af staðnum . . . hann er þó enn fagur. Sefið í brunninum er papírus. Castel Mola er þorp i nær 700 metra hæð yfir sjó, á Monte Tauro ofan við Taormina. Þangað fara ferðalangar til að átta sig á staðháttum, dreypa á möndluvíni og Iíta á fallega gripi eins og þessa. andi úttekt á því sem þar er að sjá heldur einungis skoðun. Og auö- vitað skoðun eins ferðalangs. Aðrir kunna að hafa aðrar skoð- anir. Það er kannski það besta við ferðalög, enginn sér sama land sömuaugum. Þröngar og brattar göturnar i Taormina eru óendanlegt mynd- efni. Bærinn er gamall að sjá og timinn sýnist hafa staðið kyrr um leið og vikið er út af aðalgötunni þar sem tiskuverslanirnar koma upp um árið og árstíðina. Glottandi andlit eins og þetta er víða að sjá á þjóðminjasafninu. Þetta voru nokkurs konar verndar- vættir í skrímslaliki sem ef til vill áttu að halda illum öndum úti fyrir húsunum. Þjóðminjasafnið er svo fullt af fornminjum að fólk hefur varla við að trúa, svo notað sé orða- lag sem flestir þekkja. Þarna eru gamlir grískir vasar, furðu vel varð- veittir, styttur og myndir af öllu tagi — ofgnótt ef eitthvað er — og allt þó svo merkilega fallegt. 36 Vikan 37. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.