Vikan - 16.09.1982, Síða 62
POSTIKIW
Þetta sem
maður notar í
stað dömubinda
Elsku besti Póstur.
Mig langar til ad frœdast
um... œ, ég er búin ad
gleyma hvaö þad heitir. Þad
er þaö sem maður notar í
stad dömubinda. Viltu svara
þessu fyrir mig.
1. Hvaöa tegund er best?
2. Hve lengi má hafa einn
tappa í einu ?
3. Má synda rneö hann ?
4. Er œskilegt fyrir mig, 15
ára, aö nota tappa ?
5. Hvernig losar madur sig
vidhann, t.d. ískóla?
Virdingarfyllst,
17567
„Þetta sem maður notar
í stað dömubinda” kallast
tampoon á ensku og
tampon á Norðurlandamál-
unum og eru þau orð stund-
um notuö hér á landi.
Margir kalla þetta „tappa”
eða „túrtappa” og er hvort
tveggja ágætis orð. Bóm-
ullartappar þessir eru
þægilegir í notkun. Þeir eru
settir inn í leggöngin og
sést þá ekkert utan á. Þeir
eru því sérlega heppilegir
þegar konur klæðast mjög
létt eins og til dæmis við
sund eða aðrar íþróttaiðk-
anir. Ef tapparnir eru not-
aðir í sundi þarf að skipta
um strax og komið er upp
úr. Pósturinn mælir aldrei
með einni vörutegund
öðrum fremur en bendir
þér á aö nota litla tappa,
eða svokallaða míni-tappa,
á meöan þú ert svona ung.
Tappanotkunin er ekki
alveg gallalaus. Þar sem
þeir drekka í sig raka úr
leggöngum geta þeir þurrk-
að þau upp ef þeir eru not-
aöir oft. Ef leggöngin þorna
um of er meiri hætta á
sveppagróðri og útferö frá
leggöngum. Einnig eru
gegndrepa túrtappar
gróðrarstía fyrir sýkla og
geta þeir valdið sýkingu.
Því er nauðsynlegt aö
skipta oft um tappa. Þegar
blæöingarnar eru mestar
verða tapparnir fljótlega
gegndrepa og því þarf að
fylgjast vel meö til þess að
ekki fari allt á flot. Ágætt
er aö nota bindi meö töpp-
unum þegar flóðið er sem
mest. Einnig ættu konur
aldrei að sofa með tappa en
nota heldur bindi yfir nótt-
ina til þess að koma í veg
fyrir áðurnefnda ofþurrkun
og sýkingu.
Á öllum kvennaklósett-
um eiga skilyrðislaust aö
vera ruslakörfur fyrir bindi
og tappa. Það hlýtur aö
vera í skólanum þínum
líka. Sumir setja bómullar-
tappana í klósettið og á það
að vera í lagi í nýrri húsum
þar sem frárennslispípur
eru víöar og lítil hætta á
stíflun. En að öllu jöfnu
ættu konur frekar að venja
sig á að fleygja töppunum í
ruslakörfur. Dömubindi
má hins vegar aldrei setja í
klósettin.
Athugasemd
Póstinum hefur borist
mjög mikiö af bréfum í
sumar sem eru einungis
merkt með dulnefnum og
svoleiðis bréfum svarar
Pósturinn ekki. Mörg þess-
ara bréfa eru hin áhuga-
verðustu en eitt skal yfir
alla ganga og þeim því ekki
svaraö. Pósturinn vill að
honum sé sýnt traust og
biður fólk því aö skrifa nafn
sitt og heimilisfang á
bréfin. Enginn kemst í
bréfin nema Pósturinn
sjálfur og hann hefur ævin-
lega varðveitt öll nöfn eins
og hernaöarleyndarmál.
Sumsé — fullt nafn og
heimilisfang á bréfin.
Hann er í Bodies
(ekki lengur)
Kceri Póstur.
Þakka geggjad blaö.
Eg er hér med vandamál
handa þér aö leysa.
Eg er svo hryllilega hrifin
af strák sem er í hljómsveit-
inni Bodies, ég er ekki viss
hvaö hann er gamall né hvaö
LUKKUPLATAN
Um nokkurt árabil hefur hún glatt
hjörtu manna með sinni fallegu
rödd og lögum við Ijóð islenskra
skálda. Hún söng með sönghópn-
um HÁLFT í HVORU, á ættir að
rekja austur fyrir fjall og heit-
ir. . .?
Skrifið nafn hennar hér fyrir neð-
an og ..eistið þess að vinna nýj-
ustu plötuna hennar.
Myndin sýnir _____________________________________
Sendandi er:______________________________________
Heimiii __________________________________________
Póstnúmer____________________Póststöð_____________
Utanáskriftin er: VIKAIM, lukkuplatan '82 — 37
PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK.
Lukkuplatan 31
Vinningshafar
Hljómsveitir sem myndin var af er Úlvarnir.
Dagný Erlendsdóttir, Birkivöllum 30, 800 Selfossi.
Björg Guðmundsdóttir, Furugrund 74, 200 Kópavogi.
Ásgrímur Hinriksson, Eyrarbraut 22, 825 Stokkseyri.
hann heitir.
Ég á plakat med þeim. Ég
62 Vikan 37. tbl.