Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 15

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 15
Fjölskyldumál ast sársauka né dauöa til aö vera menn með mönnum. Karlmenn eru oft álitnir meiri karlmenn ef þeir eru herskáir, harðir af sér og jafnvel árásargjarnir. Strákar sem eru óöruggir meö sig og hafa lélega mynd af sjálfum sér (sjálfsmynd) sækja oft mikiö í alls kyns stríðsleiki. Karlmanna- fyrirmyndir drengja, þ.e.a.s. feöur þeirra, hafa áhrif á hvaða sjálfsmynd drengir fá og hvemig drengir upplifa sig. Margir drengir hér á landi hafa lítiö af feörum sínum aö segja, bæði vegna beinna fjarvista af heimili og afskiptaleysis inni á heimili. Þaö er spuming hvort íslenskir drengir sæki kannski meira í ýmiss konar stríösleikföng og leiki til aö reyna að styrkja karlmennsku sína og karlímynd vegna þess aö þeir fá of lítiö af beinum tengslum viö feður. Hreyfi- og útrásarþörf barna Böm hafa ótrúlega þörf fyrir virkni og að hlaupa, klifra, hamast, hreyfa sig. Þessu er lítið sinnt í umhverfinu. Alls staðar eru boö og bönn. Það má ekki hlaupa í garöinum, ekki á stóra græna svæðinu fyrir utan húsiö, ekki má leika í stigaganginum, ekki á gangstéttinni fyrir utan húsið. Gatan er hættuleg, bQamir ganga fyrir o.s.frv. o.s.frv. Hvar á aö fá útrás? Sumir geta fundiö upp á einhverju utan húss þrátt fyrir boö og bönn. Aðrir láta sér nægja aö finna upp á einhverju innan dyra og fá meöal annars út- rás fyrir hreyfiþörfina í byssuleikjum og leikjum með stríösleikföng. Á að banna stríðsleikföng? Komið hefur fram sú hugmynd opinberlega aö banna skuli sölu á stríðsleikföngum. Hugmyndin er komin fram m.a. vegna þess að stríösleikföng eru álitin óæskilegur þáttur í uppeldi bama og hugsanlegur hvati þess að böm líti á byssur og manndráp sem eðlilega hluti sem grípa beri til þegar eitthvað ber út af í mannlegum samskiptum. Máliö er margslungið eins og reynt hefur verið að varpa ljósi á í ofangreindu. Þaö tengist einnig mörgum öðrum hlutum en því hvort böm læri að líta á stríö og stríðsleikföng sem eðlilega hluti. Eitt er einnig stór spuming þegar þessi leikföng eru annars vegar, eins og reyndar gildir um marga aöra hluti, sem fólk telur óæskilega og ef til vill hneykslanlega, — þaö er hvort eigi aö banna hlutina. Er yfirleitt hægt að leysa málin meö boöi og bönnum? Og er það skynsamleg lausn? Þýðir t.d. aö banna hluti sem ekki hafa fengið langa og alvarlega umræðu? Hvemig lærir uppvaxandi kynslóö um hættur og óæskilega hluti, eins og t.d. vín, eiturlyf og stríösleikföng, ef leysa á vandamál tengd þeim meö boði og bönnum? Mun æskulýður landsins nokkum tíma veröa uppi- skroppa með vín aftur um hvíta- sunnuna ef fjármálaráöherra dytti í hug aö banna vínsölu nokkrum dögum áður? Margir keyptu vín í tíma fyrir verslunar- mannahelgina. Er yfirleitt hægt aö ímynda sér að hægt sé aö banna stríðsleikföng einhliða, en leyfa allt annað sem kemur inn á þessa hluti, t.d. í fjölmiðlum? Ef fullorðnir leyfa allar stríðsmyndir og allt það ofbeldi sem gjarnan birtist í fjölmiðlum en banna hin svokölluðu stríðsleikföng einhliöa, er þá ekki um að ræða tvöfalt siðgæði? Eru stríðsleikföng hættuleg börnum? Þessari spumingu er ekki hægt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Þau eru sennilega óæskileg fyrir sum böm og geta verið þeim beinlínis hættuleg, t.d. bömum sem fá ýmsum þörfum fullnægt í gegnum stríðsleiki — þörfum sem ætti að fullnægja á annan hátt, slíkt getur haft lang- varandi áhrif. En mörg böm sem taka þátt í þessum leikjum á vissu aldursskeiði skaddast sennilega ekki af því og verða ekki ofbeldis- hneigðari en þau sem snerta þetta aldrei. Það reynir á márga aðra þætti þegar þetta er annars vegar. Umræðan þyrfti kannski að snúast meira um þarfir barna og hvemig komið er til móts við þær. Þar er af nógu að taka — mikið af vanræktum bömum — sem sennilega eiga eftir að sýna af sér ofbeldi í einni eða annarri i 'W mynd. ^ \» Frjálst, óháð dagblað SMA- AUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 * * * * AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA33 SÍMI 27022 43. tbl. Vlkan XS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.