Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 39

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 39
Þýðandi: Anna Þótt undarlegt megi virðast fór allt að ganga á afturfótunum hjá Hagvöru- verðsmarkaðnum strax þennan dag. Veltan minnk- aði með hverri vikunni, hverjum mánuðinum. I fyrstu var ekki tekið neitt sérstaklega eftir því að veltan minnkaði, það var talið að um tímabundið ástand hlyti að vera að ræða. En svo fór þetta að verða grunsamlegt. Reynt var að lækka vöruverðið svolítið, en það breytti engu, og þá var reynt að hækka það dulítið en það gagnaði heldur ekki. Framkvæmdastjórinn klóraði sér hugsi í hausn- um, hnyklaði brýmar og braut heilann. Það hlaut að vera eitthvað aö hjá starfsfólkinu. — Starfsmenn verða að vera vingjarnlegri við viðskiptavinina, hjálp- samari og liðlegri. Við verðum að taka upp bros, afgreiðslufólk sem kinkar kolli og keppni um hverjir séu almennilegastir við kúnnann! hrópaði hann, og allir deildarstjórarnir og starfsmannastjórarnir brostu og kinkuðu kolli. Allt starfsfólkið var sent á hraðnámskeið í vingjam- leika. Það dugði engan veginn. Veltan varð sífellt minni. — Þetta gengur fjanda- kornið engan veginn, hana nú! drundi í framkvæmda- stjóranum sem barði í borðið svo allir deildar- stjórarnir stukku upp. — Frá og með deginum í dag tek ég málin í mínar eigin hendur. Ég skal nokk kom- ast að hvar skórinn kreppir. Svo vísaöi hann öllum þessum gagnslausu sam- starfsmönnum á dyr og lét senda sér falskt yfirvara- skegg og nef úr pappa úr grímubúningadeildinni. Hann setti upp skeggið og nefið og gat nú farið um verslunina án þess að starfsfólkið bæri kennsl á hann. Hann laumaðist um allar deildirnar og hafði vakandi auga með starfsfólkinu, hann fylgdist með afgreiðslufólkinu og öllu hjálparfólkinu en allir virtust leggja sig í líma aö gera viðskiptavinunum til geðs. Hann kom sér líka fyrir í grennd við litla kringlótta klefann hennar fröken Köllu dag nokkurn. Kona nokkur kom og spuröi hvar útsaumsdeildin væri niðurkomin. — Þessa leið niöur að kassa 4, frú, sagöi fröken Kalla vingjarnlega og benti í áttina, síðan fariö þér til hægri, haldið áfram í gegn- um smávörudeildina, farið gegnum dyrnar við enda hennar, síðan gegnum fyrstu dyr á vinstri hönd og síðan skuluð þér spyrjast fyrir aftur. Þér finnið það áreiðanlega, frú! Konan þakkaði fyrir sig og fröken Kalla brosti vingjarnlega. Varla var unnt að svara spurningu konunnar vingjarnlegar en til öryggis var fram- kvæmdastjórinn þarna nokkra stund í viðbót. Fullorðinn maður kom, tók ofan og spurði hvar skyrtuhnappadeildin væri. — Þessa leið niður að kassa 4, herra! Síðan farið þér til hægri, haldið áfram gegnum smávörudeildina, farið gegnum dyrnar við enda hennar, síðan gegnum fyrstu dyr á vinstri hönd og síðan skuluð þér spyrjast fyrir aftur. Þér finnið það áreiðanlega, herra minn! Maðurinn tók aftur ofan hattinn og hvarf í átt að kassa 4. Framkvæmda- stjórinn lagaði pappanefið aðeins til á andlitinu. Honum fannst eitthvað bogið við leiðbeiningar fröken Köllu. Ef maður ætlaði í skyrtuhnappadeild- ina hlaut að vera miklu einfaldara að fara gegnum hanskadeildina. Framkvæmdastjórinn ákvað að fara á eftir mann- inum og hann fór sem leið lá að kassa 4, beygði til hægri, eins og honum hafði verið sagt að gera, síðan gegnum smávörudeildina, síðan fór hann gegnum dyrnar, eins og fyrir hafði verið lagt, — og þá stóð hann, sér til mikillar furðu, úti á götu — hann beygði til vinstri, eins og fröken Kalla hafði sagt, hélt áfram eftir gangstéttinni þar til hann kom aö fyrstu dyrum á vinstri hönd, fór inn um þær og. . . . síðan sendi hann fröken Köllu óblíðar kveðjur í huganum, tók af sér nef og skegg og fleygði í bræöi sinni á gólfið. Hannvar staddur í Vöru- kaupvangnum. . . . hjá versta keppinaut , _ sínum. i u Áttþú einn með hemlana í ólagi? Ef svo er getum viö bætt strax úr vandræðunum. Eigum fyrirliggjandi hemlavarahluti í ameríska og evrópska bílaámjöghagstæðuverði. STlXiXilSTG hf. Skeifunni 11. Símar 31340 og 82740. j 43. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.