Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 17

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 17
URVALSLIÐ LEIKARA Hér til vinstri sjást þau Schulz og Gertrude, en þau lenda i ævin- týrum i næsta þætti. Að ofan sóst fljóðið Ijúfa, Bertha, sem Billie Whitelaw leikur. Hún hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn, og einnig lan Richard- son sem leikur Major Neuheim og sést hér til hægri munda skot- vopn eitt ógurlegt. Rithöfundurinn Jack Pulman er margfaldur verölaunahafi. Hann skrifaði sjónvarpshandrit aö The Golden Bowl, Portrait Of A Lady, War And Peace I (Stríð og friöur), Claudius (Ég Kládíus) Og Crime And Punishment Og kannast íslenskir sjónvarpsáhorfendur við marga þessara sjónvarpsþátta. Því miður entist honum ekki líf til að verða vitni að þeim undirtekt- um sem „Obreyttur Schulz” fékk, og þá ekki síst tvær aðalpersón- urnar, þeir Schulz og Neuheim. Þeir hafa veriö kallaðir hinir þýsku Laurel og Hardy, þó það sé ef til vill ekki réttnefni, því þeir hefðu getað klæðst hvaða ein- kennisbúningi sem er. Jack Pulman valdi sér ákveðinn atburð úr síðari heimsstyrjöld til að skrifa þennan þátt í kringum. Þar er átt við aðgerö þá er kallaö- ist „leyniaðgerðin Bernhard” og var það áætlun Þjóðverja um að eyöileggja efnahagskerfi Breta með því að dreifa fölskum pen- ingaseðlum um England. Schulz fær þann starfa að eyða milljónum punda í Englandi og eins og gefur að skilja gengur það nú svona upp og ofan. Eftir mislukkaöa Eng- landsdvöl er hann sendur til Júgó- slavíu til að kaupa vopn. Þar heill- ast hann af fegurð Gertrude Stein- er, einkaritara Neuheim, en sú hrifning á eftir að hafa afdrifarík- ar afleiðingar. Schulz heldur þaðan til Austur- ríkis, því peningana á nú aö nota til að fjármagna andspyrnuhreyf- inguna þar. En hrakfallabálkur- inn Schulz yfirgefur ekki Austur- ríki án þess að hafa klúðrað sendi- feröinni og veldur því að árlega leggja margir ferðamenn það á sig að skoða menjar umsvifa- mestu og skammarlegustu fölsun- araðgerðar styrjaldarinnar. En Schulz snýr niðurlútur aftur til Englands til aö leita að pening- unum sem hann gróf í jörðu og stuttu seinna mætir hann persónu sem á eftir að hafa áhrif á allt hans líf. Þaö er breski leikarinn Michael Elphick sem leikur Schulz og hefur hann fengið frábæra dóma fyrir hlutverkið. Það er svo sem ekkert nýtt að hann fái viðurkenn- ingu fyrir leik sinn, hann lék meðal annars í „The Elephant Man” (Fílamaðurinn) „Qua- drophenia”, „The Great Train Robbery” (Lestarránið mikla) og hefur einnig leikiö í Hamlet og hlotið góða dóma fyrir. Aðrir leikarar eru einnig vel þekktir, Ian Richardson, sem leikur Major Neuheim, vakti athygli í „Man Of La Mancha” og lék þar á móti Sophiu Loren og Peter O’Toole. Ennfremur lék hann á Broadway í „My Fair Lady” og í sjónvarpsþáttunum „Tinker, Tailor, Soldier, Spy”, sem sýndir voru í íslenska sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. Billie Whitelaw leikur Berthu Freyer, en Schulz er yfir sig ást- fanginn af henni í flestum þáttum. Hún er þekkt leikkona og hefur hlotið ófáar viðurkenningar fyrir leik í kvikmyndum, í sjónvarps- þáttum og á leiksviði. Meðal annars fyrir leik sinn í „The Omen”, en þar lék hún á móti Gregory Peck og David , _ Warner. Ij Umsjón: Hrafnhildur 43. tbl. Vikan X7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.