Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 14
Guðfinna Eydal
Stríðsleikir og
stríðsleikföng
Af hverju vilja börn leika
stríðsleiki?
Af hverju hafa þau ánægju
af stríðsleikföngum?
Af hverju er gaman að
skjóta vinina og látast vera
dauður?
Hvað eru eiginlega stríðs-
leikir?
Hvað eru eiginlega stríðs-
leikföng?
Það mætti halda áfram að
spyrja endalaust.
Og reyna að svara.
Hér verður tæpt á nokkrum
atriðum sem tengjast þessu
fyrirbrigði.
Börn hafa mest gaman
af stríðsleikjum
á ákveðnum aldri
Lítil börn hafa yfirleitt ekki
áhuga á stríðsleikjum. Böm á for-
skólaaldri (0—5) hafa oft heldur
engan sérstakan áhuga á stríðs-
leikjum. Það er oftast á aldrinum
frá sex til sjö ára og næstu þrjú
fjögur árin þar á eftir að þessir
leikir eru í algleymingi. Á
unglingsárum er ekki algengt að
þessi tegund leikja hafi aðdráttar-
afl.
Stríðsleikir eru
mismunandi
1 stórum dráttum er hægt að
greina á milli tveggja tegunda
stríðsleikja.
I fyrsta lagi eru það stríðsleikir
þar sem börnin búa sjálf til
leikföngin; trébyssur, bogar,
pílur, skutlur og fleira úr alls kyns
efni sem völ er á. Þessir leikir eru
mótaöir af því sem gerist í huga
barnsins og þar sem ímyndunar-
aflið tengist gjarnan ævintýrum,
sögum og öðru sem bamið hefur
heyrt eða reynt. Slíkir leikir eru
án aðkeyptra hluta og ganga út á
alls konar ping-pang og ra, da, da
hljóð. Einnig er fjallað um dauð-
ann á þann hátt að viðkomandi er
gjaman skotinn en lifnar við aftur
og verður gjaldgengur á ný eftir
að búið er að telja upp að vissu
marki. Bófaleikir, indíánaleikir
og þjófaleikir tilheyra þessum
leikjum.
I öðru lagi eru það stríðsleikir
sem einkennast af keyptum
hlutum. Byssur, hermenn og alls
kyns flókin drápstæki og tækni
tilheyra þessum leikjum. Þeim
mun flóknari og líkari raunveru-
leikanum sem þessi leikföng eru
því meira aödráttarafl hafa þau.
Þegar böm nota fyrri tegund
leikfanganna — gjaman heima-
tilbúin leikföng — leika þau sér oft
í hópum og úti. Hópur gegn hópi,
bófalið gegn bófaliði. Hér reynir
mikið á líkamann og bömin eru
virk, hlaupa, klifra og fela sig. í
hinni tegund leikja — þar sem
aðkeypt stríðsleikföng ráöa
ferðinni, er yfirleitt um innileiki
að ræða. Bömin eru heima eða
inni hjá vinum og þau leika sér
annaðhvort ein eöa fleiri saman.
Þau eru ekki mjög líkamlega virk,
kannski hávaöasöm, en nú er aðal-
virkni bamanna færð yfir á
leikföngin sjálf en ekki bömin eins
ogífyrra dæminu.
Báðar þessar tegundir leikja
eru stríðsleikir en innihald þeirra
og tilgangur eru gjörólík.
Hvaðan fá börn hug-
myndir um stríðsleiki?
Hugmyndimar fá þau úr ýms-
um áttum. Margar koma úr bók-
um, ævintýrum og þvíumlíku.
Teiknimyndasögur fjalla einnig
oft um stríðsleiki og stríðstæki. í
kvikmyndahúsum er mikið af
myndum sem hægt er að fá hug-
myndir úr, svo að ekki sé minnst á
sjónvarp og video. Böm verða líka
fyrir áhrifum af umræðuefnum
fulloröinna, því sem blöð fjalla um
og því sem þau heyra um stríð og
ofbeldi í fréttum. Ýmiss konar
stríðsleikir ganga líka í „erfðir”.
Það eru margar tegundir leikja,
sem eru endurteknar kynslóð eftir
kynslóð og eru ýmiss konar
stríðsleikir, bófa- og hasarleikir
dæmi um slíka. Ekki var t.d.
óalgengt að kjálkar og þvíumlíkt
væri notað sem byssur hér á árum
áður. Böm hafa gjaman notað
ýmiss konar hluti í byssuleiki,
sem gátu skipt um hlutverk og
verið eitt í dag og annað á
morgun. Imyndunaraflið var
notað til að finna upp ný og ný
leikform fyrir hlutina.
Strákar eru mest
í stríðsleikjum
Það eru nær eingöngu strákar
sem vilja leika stríðsleiki. Stelpur
geta tekið þátt í þessum leikjum
en strákar hafa yfirleitt frum-
kvæðiö og stjóma feröinni.
Ásókn stráka í stríösleiki
tengist hugmyndum þjóðfélagsins
um karlmennsku. Það hafa lengi
verið uppi hugmyndir um að
karlmenn eigi að vera kaldir
karlar, bjóða heiminum byrginn,
vera stórir og sterkir. Karlmenn
eiga ekki aö vera hræddir né
veikgeðja, þeir eiga hvorki aö ótt-
14 Vlkan 43. tbl.