Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar
Vinnustaður: Sjallinn á Akureyri (Sjálfstæðishúsið)
Höfundur: Valmundur Árnason matreiðslumeistari
Umsjón: Jón Baldvin Halldórsson
Hreindýrasteik du
chef
1—1 1/2 kg hreindýrakjöt, t.d. læri
eða hryggur
salt — pipar
KRYDDSMJÖR:
2 msk. smjör
8—10 st. marin einiber
1 tsk. salvía
4 dl kjötsoð
SÓSA:
4 dl steikarsoð
2 dl rjómi
rifsberjahlaup
SMJÖRBOLLA:
2 msk. smjör og 2 msk. hveiti.
Hrærið einiberjunum og salvíunni
saman við smjörið. Kryddið kjötið
með salti og pipar. Smyrjið steikina
að ofan með kryddsmjörinu og setjið
síðan á grind ofan á skúffu í ofnin-
um.
Steikið kjötið við 250° fyrstu 8—10
mín. Hellið þá kjötsoðinu í skúffuna
og látið kjötið steikjast við 170° í
u.þ.b. 11/2 klst. (fer eftir þykkt
kjötsins).
Sigtið og mælið steikarsoðið í pott,
setjið rjómann saman við og látið
sjóða upp. Hrærið áður lagaða
smjörbolluna smátt og smátt saman
við og látið krauma á meðan. Sjóðið
áfram í 5—6 mín., bragðbætið sós-
una með salti og pipar ásamt svo-
litlu rifsberjahlaupi.
Berið fram með t.d. bökuðum
kartöflum og blómkáli.
Karrísúpa með
kræklingum
I laukur
25 g smjör
2—3 tsk. karrí
11/2 msk. hveiti
II kálfa- eða hænsnakjötsoð
1 dl rjómi
1 dós kræklingur
salt
Bræðið smjörið og látið karríið
krauma í smástund. Setjið síðan
saxaðan laukinn í pottinn og þykkið
með hveitinu. Hellið síðan kjöt- og
kræklingasoðinu varlega út í og
hrærið vel í uns súpan er farin að
sjóða, látið sjóða við vægan hita í ca
10 mín.
Hrærið rjómanum saman við og
síðan saltinu og e.t.v. karríi, því
næst eru kræklingamir settir í súp-
una og látnir hitna í gegn (má ekki
sjóða eftir að þeir eru komnir saman
við).
Bjóðið t.d. smjörristað (pönnu-
steikt) snittubrauð með súpunni.
Bláberja-
tartalettur
250 g bldber
25 g (2 msk.) sykur
DEIG:
125 g hveiti (2 dl')
25 g (2 msk.) sykur
1 /4 tsk. salt
50 g smjörlíki
1 eggjarauða
2 msk. sætt hvítvín
Skolið bláberin og hrærið þau með
sykrinum þar til það hefur blandast
vel. Kælið.
Blandið hveiti, sykur og salt.
Hnoðið smjörlíkinu saman við.
Blandið síðan egginu og hvítvíninu
saman við. Geymið deigið í 1 klst. í
kæli. Fletjið deigið þunnt út. Þekið
tartalettuform innan með deiginu og
stingið það með gaffli (svo það
bólgni ekki við bakstur). Bakið botn-
ana við 225° í 12—15 mín. Látið þá
kólna dálítiö áður en þeir eru losaðir
varlega úr mótunum. Setjið blá-
berjahræruna í botnana og berið
fram strax með þeyttum r jóma.
(Viö biðjum lesendur velvirdingar á að
hafa seinkaö birtingu uppskrifta frá Ara
De-Huynh þar til í nœsta blaði, 44. tölu-
blaði Vikunnar.)
50 Vlkan 43. tbl.