Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 46
Diana Petre
Ferðalangar
Allt var svo friðsælt — eng-
inn hafði séð storminn fyr-
ir.
au sátu andspænis hvort öðru í
litlu svissnesku lestinni og voru á
heimleið. Á fimmtu stöð áttu þau
að hlaupa yfir teinana og skipta
yfir í hraðlest.
Tom var alltaf að líta á
klukkuna. „Áfram, áfram,”
tautaðihann, „áframmeð þig.”
Þetta var í fyrsta skipti sem þau
höföu ferðast eitthvað saman.
Starf Toms hafði komið í veg fyrir
öll ferðalög, eins og yfirleitt allt
skemmtilegt í lífinu. Sue vissi
núna, þegar það var um seinan, að
þaö haföi verið misskilningur að
krefjast þess aö hann tæki enga
vinnu með sér. Hann hafði lagt sig
allan fram til að sýna ekki hvað
hann saknaði vinnunnar en hún
vissi og fann hvað honum
hrútleiddist. Tom hafði varað
hana viö þessu svo að það var
henni aö kenna.
„Viö skulum fara í ferðalag um
leið og ég kemst,” sagði hann, „en
þú getur ekki kallað það brúð-
kaupsferð nema þú viljir dæma
ferðalagið dautt fyrirfram,” og
svo bætti hann viö og hermdi ill-
girnislega eftir föður hennar:
„Það er ekki eins og pabbi konii
með okkur.”
Faðir Sue var verðbréfasali frá
Weybridge. Hann átti stórt hús
með sundlaug, tennisvelli og öllu
öðru sem gerði það að verkum að
Tom og gáfumennirnir, vinir
hans, hæddust aö honum. Það var
faðir Sue sem haföi gefið þeim
ávísun svo að þau gætu farið í síð-
búna brúðkaupsferð.
Þau höfðu gift sig hjá fógeta
fyrir tæpu ári. Hún hafði ekki
verið í hvítum kjól — og hún hafði
misst af þessum stórkostlega degi
sem henni haföi verið kennt að
yrði mikilvægasti dagurinn í lífi
hennar — hún hafði ekki farið í
brúðkaupsferð og engar brúð-
argjafir fengið því að enginn
vissi að þau voru að gifta sig,
þeirra beið ekki nýtt hús og
brúðarfylgjan var engin.
Sue hafði einfaldlega flutt inn í
einstaklingsíbúðina hans þar sem
þau höfðu elskast í sex mánuði.
Tom fannst þetta allt sjálfsagt og
eðlilegt en Sue minnti það helst á
stöðuga baráttu sem hún var
alltaf aötapa.
Stundum benti Sue Tom á að
hann væri eins og klipptur út úr
skrýtlublaði, það var þegar henni
fannst hann ganga of langt í hæðn-
inni; hann var skeggjaður eðlis-
fræðingur sem gekk í sandölum og
var með gleraugu. Hann gat ekki
opnað niðursuöudós eða komið
heim í öllu því sem hann fór í út,
ekki ekið bíl með góðu móti eða
komist einn út úr poka, þó að úr
pappír væri. Stundum hefði Sue
getað kyrkt móður hans fyrir aö
ala hann svona upp og gera hann
alls ófæran um aö bjarga sér, en
móðir hans var látin svo aö það
var borin von.
Það voru önnur vandamál. Sue
kunni ekki að elda mat og steiktur
fiskur og kínverskur matur var
dýr til lengdar, enda var engin
hella í einstaklingsíbúðinni svo að
hún gæti æft sig á matargerð. Tom
lifði á svörtu kaffi og samlokum;
rúmið var alltaf fullt af brauð-
molum. Hann minnti á horaðan
spörfugl og hnjákollarnir voru svo
skarpir að hún átti von á að þeir
brytust út úr gallabuxunum.
Nokkrum vikum eftir giftinguna
fékk hann styrk og faöir Sue lét sig
og gaf dóttur sinni mánaðarlega
peninga. Þau fluttu inn í tveggja
herbergja íbúð í Camden Town.
Fyrsta kvöldið keyptu þau sér vín-
flösku til að halda þetta hátíðlegt
og Tom tókst að troöa tappanum
ofan í flöskuna.
Daginn eftir hringdi Sue til
mömmu sinnar: „Hann er eins og
smábam. Hann getur ekki einu
sinni tekið tappa úr flösku.”
„Allir karlmenn eru börn, vina
mín.”
„Ég vil ekki eiga barnamann.
Pabbi getur tekið tappa úr flösku.
Pabbi getur gert allt mögulegt.”
„Er það? Eins og hvað? Mig
langar til að vita þaö? Ég viður-
kenni þó aö hann getur tekið
tappa úr flösku.”
Sue hafði farið út meö háskóla-
nemum sem gáfu henni blóm,
sóttu hana í sportbílum og fóru
með hana á dýr veitingahús áður
en hún hitti Tom og vissi að hún
myndi deyja ef hann giftist henni
ekki. Tom gerði ekkert slíkt — og
hann hló að fötunum hennar. Hann
hló svo mikið að henni að einu
sinni spuröi hún hann hvers vegna
hann væri eiginlega aö burðast
með sig.
„Af því að þú ert svo vitlaus og
af því að ég vil eignast fullt af
börnum og þú hefur frábæra
grind.”
Hann tók hana aldrei alvarlega
en hún fann í rúminu að hann
elskaði hana á sinn eigingjarna
hátt. Hann var veitull og frjór
elskhugi og einbeitti sér algjör-
lega að sameiningu líkama þeirra,
en hún vissi að starfið gekk fyrir
öllu og hann færi að vinna strax
eftir jarðarförina ef hún dytti
niður á morgun. Hann myndi
aldrei breytast.
Hann sá hana ekki ef eitthvað
gekk úrskeiðis á rannsóknar-
stofunni. Hann var ekki eins og
annað fólk, eins og þaö er kallað:
Allt frá bernsku hafði verið áber-
andi að heili hans var stærri eða
sterkari eða fínni eða eitthvað
svoleiðis en í öðru fólki. Hann var
orðinn tuttugu og fjögurra ára og
því kominn yfir þann aldur sem
snilligáfan þreytir annað fólk.
„Svisslendingar myndu aldrei
leyfa sér annað eins og láta þessa
litlu sveitalest missa af hraðlest-
inni,”sagðihún.
Hún óskaöi þess að hann nyti
þessarar rólegu ferðar milli
snæviþakinna mjallhvítra tinda
sem voru á báðar hendur. Þetta
var ekki skíðasvæði en af og til
sást einn og einn skíðamaður í
fjarlægð. Hún vissi að landslag
skipti hann litlu máli og hann
hafði engan áhuga á hugleiðingum
skíðamannsins sem hvarf eins og
örlítill depill milli skaflanna. Tom
hafði óvenju lítinn áhuga á hugs-
unum og hugleiöingum annarra.
Hann var ekki einn um það að
vilja komast til London. Sue hélt
að hún væri barnshafandi. Hún
ætlaði að tala við lækninn sinn á
morgun. Hún hafði sagt Tom þetta
fyrir tveim dögum. Hann leit upp
úr bókinni, sagði „gott” og hélt
áframað lesa.
Eftir það virtist hann hafa stein-
gleymt þessum merku fréttum.
Hann hagaði sér aldrei eins og
annað fólk sem hún þekkti. Pabbi
hefði faðmað hana að sér, opnað
kampavínsflösku og náð tapp-
anum úr með lagni og mátulegum
hvelli og sennilega keypt eitthvað
handa henni, dýrmætan skartgrip.
Sue var enn að venjast lífinu
með Tom. Hún sagði við sjálfa sig,
þegar hún var langt niðri, og það
var hún oft, að það væri ekki rétt
að hún yrði aö laga sig að honum.
Tom hélt áfram að lifa eins og
hann hafði alltaf gert, nema hvað
nú kom hann heim í mat — ef mat
skyldi kalla — og hann þurfti ekki
lengur að hafa áhyggjur af fata-
þvotti.
Það komu líka þær stundir — og
þær voru fleiri — sem Sue skildi
ekki hvemig hún hafði haldið
Weybridge út öll þessi ár, alltaf
stundvís í matinn vegna þess aö
hún óttaðist að angra þjónana,
alltaf að halda kokkteilboð eða
fara í þau án þess að hafa
hugmynd um það sem geröist í
víðri veröld — þangað til að Tom
hafði komið og sprengt þennan
heim hennar í loft upp.
46 Vikan 43. tbl.