Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 41

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 41
Athygli vekur að Myriam kemur með performance eða gjöming á myndbandi og er það hluti sýningarinnar. „Vinnslan á þessum gjömingi tók mjög skamman tíma,” segir Myriam, „og það var aö mörgu leyti gaman að finna að maðurinn sem ég málaði fann sig veröa að einhverju nýju, verki, þegar ég hafði málað hann. Þó hafði hann aldrei áður veriö málaður.” I þessum gjörningi málar Myriam beint á sjálfa sig eftir að hafa málað aöra manneskju. Hugsunin er sú aö allt, menn og hlutir, verði hluti af verkinu. „Mig langar til að verða verk mín því það eru þau sem lifa eftir að ég dey. Og þegar ég dey vil ég láta mála mig svona.” Myriam er ein af þeim fyrstu sem nýttu gjöminginn sem list- form, um 1965. „Seinna varð það tíska,” segir hún og brosir við. „Eg hef alltaf haldið mig viö mál- verkið, ekki farið út í concept eöa hugmyndalist, en ég mála bæði málverk ein í mínu horni og svo lifi ég lífinu út á við með því að fremja gjörninga, mála bæði fólk oghluti.” Áberandi þáttur í gjörningum Myriam er að tengja eina listgrein við aöra, en það getur veriö vand- kvæðum bundið. „Yfirleitt verð ég að hugsa hugmyndina ein frá grunni, en þó kemur fyrir að mér finnst heppilegt að vinna með öðrum að ákveðnu verki. Ég málaöi flautuleikara, konu, eitt sinn og hún túlkaði litina sem ég málaði í tónlist sinni, spilaði, beitti röddinni og líkamanum í tónum, dansi og orðum. Þegar ég málaöi gult, þá túlkaði hún sólskinið og ég málaöi bæði hana og bambusflautuna hennar, en hún samdi síðan og spilaði út frá mínu verki. Það var gaman aö vinna með þessari konu og sjald- gæft aö hitta fólk sem maður nær svo góðu sambandi við. Við eigum þennan performance ekki á videobandi en það er von til að við gerum eitthvað saman í framtíðinni sem við getum tekið upp. Hver performance er eitt- hvað nýtt og ég vinn í skorpum, stundum einbeiti ég mér að því að mála ein míns liös en þess á milli aðgjömingum. Ég byrjaöi snemma í listaskóla. Mamma sendi mig 10 ára gamla í fyrsta listaháskólann í ísrael, en þar er ég alin upp. Við vorum tvö á sama aldri sem fengum inngöngu þá, fyrstu bömin sem tekin voru í skólann. Síðan lá leiðin í herinn og svo til annarra landa. I frekara listnám. Ég bý nú í París, hún er ekki lengur Mekka listarinnar eins og áður, New York hefur tekið þar við, en ég tilheyri París frekar. Það var orðið þrúgandi að búa í Israel og taka ekki harða afstöðu í list sinni. Ég er draum- lynd, en ef maður ætlar að þrífast í ísrael sem listamaður verður maður að vera pólitískur eða þjóðemislegur. Það er lúxus að vera listamaður í ísrael á þessum tímum sem nú eru. Mér fannst ég vera hálfsek að búa í listum og hugmyndum. Það er frelsi að koma til íslands. Hér eru engin landamæri. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að það eru 12 kílómetrar milli sjávar og vesturbakkans þar sem styst er í Israel. Sumir þrífast best í sveitinni, ég þarf á hjartaslögum menning- arinnar að halda. Þau er vissu- lega að finna í París. 300 leikhús! Og Pompidou-safnið þar sem alltaf er eitthvað að gerast. Það skiptir mig meira máli en sólin í trjánum í sveitinni. Samt vil ég ekki verða þræll tækn- innar.” Eitt af því besta í París að mati Myriam er þó komið vegna þess að menn hafa kunnað aö nýta sér tæknina. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég flutti aftur til Parísar er út- varpið. Þar eru kúltúrprógrömm og klassísk tónlist sem ég held mikið upp á og ég hef útvarpið alltaf á þegar ég er að vinna. Ég get varla lifaö án þess. Hins vegar er ég ekki hrifin af sjónvarpinu, það er andlegt fóður sem mér líkar ekki.” Það hefur komið glöggt fram hjá Myriam að hana skiptir miklu máli að vera kona í list sinni. „Ekki endilega kona, reyndar, heldur líka móðir,” bætir hún við. „Dóttir mín var óskabarn og mín list breyttist viö að eiga hana. Ég fæði af mér listaverk rétt eins og barn. Sjáum til dæmis Simone de Beauvoir, hún er góður höfundur, en hún er karlhöfundur frekar en kvenhöfundur. Líklega vegna þess að hún á ekki barn. Svo hins vegar kona eins og Anais Nin, ég er mjög hrifin af verkum hennar og þegar ég las þau sendi ég útgefanda hennar upplýsingar um mín verk og sagðist hafa áhuga á að gera myndir við verk Anais Nin, en hún skrifaði mér til baka sjálf og þá kom í ljós að hún þekkti mín verk og hafði fundið sig í þeim eins og ég í hennar verkum. Við skrifuðumst síöan mikiö á þangað til hún dó, 75 ára gömul, fyrir nokkrum árum. Hún var eiginlega móðir avant-garde-bók- menntanna og hefur orðið þekkt- ari fyrir eigin verk á seinni árum. Lengi vel var hún frekar í sviðs- ljósinu sem vinkona Henry Millers. Þaö er merkjanlegur munur á kvenlegum verkum og karlmann- legum (allir karlar hafa kvengen og allar konur karlgen) og aðstað- an er svo ólík. Annað er ekki betra en hitt, aðeins ólíkt, og ég er hrifin af því sem Erró og Dieter Roth eru að gera. En ég myndi ekki gera neitt í líkingu við það sjálf því þeirra verk eru miklu huglæg- ari en mín, fremur eitthvað sem ég el af mér sem kona.” 43. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.