Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 19

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 19
Tíundi hiuti Framhaldssaga „Nei. 1 almáttugs bænum, nei. Um þetta snýst allt. Þess vegna fórum við að leita að foreldrum þínum. Til aö þú fengir frið í sálina, hættir að brjótast inn. Ef þú ferð á stúfana Jimbo, er öllu lokiðokkar ímilli.” Hann horfði angistarfullur á hana. „Þú veröur að fara héðan.” Hann benti á gluggatjöldin. , Jiefurðu tekið eftir því að það er allt í einu búið að flytja inn í tóma húsið á móti? Þeir fluttu inn í morgun. Menn með ferðatöskur. ” Tammy fitlaði við hring á fingri sér. „Ég get komist yfir peninga á morgun. Þá förum við bæði.” „Nei, það gerirðu ekki. Móöir þín átti þennan hring. Hvers konar drullusokkur heldurðu að ég sé? Ég tæki frekar fé frá Cox.” „Leyfðu mér aö vera héma, Jimbo. Gerðu það. Þangaö til á morgun, hvað sem öðru líður.” Og svo: „Andskotinn, þetta er mín íbúð. Ég fer ekki héðan án þín. ” Smith leit yfir borðið á Cox og félaga hans. „Ég er nýkominn hingað. Ég bjóst ekki við þessu. Ég verð kyrr hér í London í fáeina daga. Ég skal ekki hrifsa af þér völdin, Marvin. Það ert þú sem ræður hér, en Duncan er erfiður. Það segir ýmislegt um hann að hann skuli ekki vera falur. Af innbrotsþjófi að vera sýnir hann töluvert hreinlyndi. Hann hefur greinilega í hyggju að ná tali af Corbett. Það sannar að minnsta kosti að við höfum á réttu að standa með því að reyna að stööva hann. Enginn veit með vissu hvaö hann hefur í hyggju en það lítur ekki vel út.” Hann leit á þá til skiptis. „Möguleikamir,” staðhæfði hann, „eru fáir. Við erum í vin- veittu landi og það flækir þetta enn meir. Til að gera málið flókn- ara segist þið hafa frétt frá París að Maas fari til London 6. júlí. Herrar mínir, það er næsti þriðju- dagur. Við höfum fjóra daga.” Það var ekki oft sem Smith fann fyrir ábyrgðinni sem á honum hvíldi. Þetta varð starf eins og allt annað. Stundum ákaflega óþrifa- legt starf, sjaldan mjög þrifalegt. En þetta var annað mál. Þeir voru orðnir flæktir í mannlegt vanda- mál sem heyrði eiginlega ekki undir þá. Þeir stóðu andspænis manni og aðstandendum hans sem vom á engan hátt flæktir í stjórn- mál, að því er þeir fengu best séð. Þetta voru heldur ekki njósnarar eða bein ógnun við ríkið. Stundum hvarflaði það að honum aö þeir legðu óeðlilega mikla áherslu á þetta, gerðu úlfalda úr mýflugu hvað Duncan varðaði. Og svo hugsaði hann um Corbett og Maas og hina og um streituna og viðkvæmt jafnvægið þessa stundina og kom aftur að spumingunni sem hann lagði nú fyrir félagasína. „Eigum við að sleppa þessum Duncan lausum á pabba sinn eins og nú stendur á?” Hann þagði meðan þeir svöruðu. „Við vogum okkur ekki að taka áhættuna.” „Duncan er ekki venjulegur maöur. Hann hefur óvenjulegan feril aö baki, svo ekki sé meira sagt. Hann er staöráðinn og þrjóskur. Það veit ekki á gott. Það gæti verið uggvænleg ástæða fyrir því að hann vill hitta Corbett. Viö stæðum kannski uppi með eggja- slettur á andlitinu.” Cox þótti fyrir þessu mati sínu á aðstæöum. „Við stöðvum hann þá?” Smith hreytti þessu í þá. „Hvað getum við gert annað?” Enginn sagði neitt. „Þetta er eins og að fjarlægja skemmda tönn, herrar mínir. Ég dreg út brotin eitt af öðm. Við emm hérna til að komast að ein- hverri niðustöðu um hvaö á að gera. Hvaö gengur að ykkur? Við stöndum frammi fyrir stórfeng- legasta tækifæri síðustu þriggja áratuga og þið tipliö áfram eins og bjamdýr við hunangsdós sem er þakin vespum. Við skulum vera hreinskilnari. Setjum við hann í geymslu eða drepum við hann? ” , Jíf við geymum hann kemur hann einhvern tíma út aftur. Þá verður hann ekki síöur hættu- legur. Ef hann fer að fræða fólk á því sem fyrir hann hefur komið getum við alveg eins skotið Cor- bett.” Cox var tekinn að fyririíta s jálfan sig fyrir sérfræðimat sitt. „Hann virðist ekki vera náungi sem auðvelt er aö koma í geymslu. Ég er sammála Marv. Ef við setjum hann í geymslu rýkur af honum þegar hann sleppur út.” Feitu hendurnar voru kyrrar aldrei þessu vant. Smith andvarpaði. „Ég ætla ekki að gera mér upp ánægju. Mér geðjast hreint ekki aö þessu.” „Engum okkar geöjast að því. Þetta snertir verðmætamat okkar. Duncan gegn vömum ríkis- ins.” „Það er meira en svo, Marv. Allur hinn vestræni heimur kemur þessu máli viö. Það sem við bú- umst við að fá frá Maas og Scherer sprengir stór göt í KGB. Þetta er besta tækifæri sem við höf um nokkru sinni fengið. ” Smith reyndi að líta í augu hinna tveggja en þeir horfðu ekki lengur í átt til hans. Hann vissi hvernig þeim leið. Honum leið eins. Hann ýtti stólnum sínum aftur og reikaði inn stórt herbergið; framhjá langri stólaröðinni, glæsi- legu, skiptu mahóníboröinu. Hann nam staðar fyrir framan kross- lagða fánana í enda herbergisins, teygði fram höndina til að snerta þá. Cox, sem sat kyrr, skildi vel sálarkvalir Smiths og var því feg- inn að þegar öllu væri á botninn hvolft yrði það Smith sem neyddist til að taka ákvörðunina. Ef hann gat ekki gert upp hug sinn af mannúðlegum ástæðum gætu 43. tbl. Vlkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.