Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 18

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 18
uleikur „Hvað gengur að ykkur? Við stöndum frammi fyrir stórfenglegasta tækifæri síðustu þriggja áratuga og þið tiplið áfram eins og bjarndýr við hunangsdós sem er þakin vespum. Við skulum vera hreinskilnari. Setjum við hann í geymslu eða drepum hann?” Höfundur: Olivor Jacks Heidel kunni vel aö meta þessi jákvæðu fyrirmæli. Þaö var á svona stundum sem Muhlen hers- höföingi sýndi hæfni sína. Einfalt og blátt áfram, engar málaleng- ingar. Losiö ykkur viö alla hættu og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af henni framar. Eins og hershöfðinginn vildi af ásettu ráði grípa fram í fyrir honum bætti hann við: „Ég þarf að fá staðfest- ingu. Byrjaöu þegar að gera fyrir- spurnir en ég verð að fá staðfest- ingu á hinu. Þú getur búist við slíkri staðfestingu frá mér um fjögurleytið.” Hershöfðinginn notaði vindilinn sinn sem nokkurs konar merki til að Heidel skyldi nema staðar þegar hann hélt til dyra, reykurinn liðaöist upp í langa beina línu áður en hann byrjaði að hlykkjast; hann veifaði honum eins og fingri og reyklínan slitnaði. „Ég veit að þú hefur gefið Lond- on fyrirmæli í þessu sambandi en það er aldrei lögö of mikil áhersla á það. Það skiptir algjöru megin- máli að Bandaríkjamenn viti ekki aö við verndum Corbett. Um leið og þeir komast að því komast þeir aö öllu. Það er ekki mál sem þeir geta látið framhjá sér fara. Það verður að beita hvaða ráðum sem er til að leyna þá því. Ég vonaði, Heidel, að þeir myndu vinna verkið fyrir okkur en enn sem komið er hefur þeim ekki tekist of velupp.” „Við erum þegar búnir að skjóta Duncan skelk í bringu. Banda- ríkjamenn hljóta að halda áfram að sýna honum áhuga. Það er ekki síður þeim í vil en okkur. Ég hef trú á að við höfum þaggað niður í Duncan með góðum árangri. ” „Hefurðu trú á? Þú verður að vera viss um það.” Muhlen leit hugsandi yfir herbergið. „Það er til önnur leið til að Duncan þegi og sé bundinn að auki. Náið stúlk- unni. Núna.” Duncan átti þá hugmynd að hitta Cox á sama stað á Trafalgar Square og hann hafði hitt Russell. Cox fór með hann í Grill Room í Strand Comer House. Yfir steik- inni sagöi Cox: „Fimmtíu þús-' und.” Gaffall Duncans stöðvaðist á miðri leið til munnsins. Hann lét gaffalinn síga. „Fimmtíu þúsund hvað?” „Dollara.” Cox tuggði hægt, leitaði að réttum viðbrögðum. „Ég hlýt aö vera sljór, Marvin. Fyrir hvað?” „Þú ert ekki það sljór. Fyrir að láta karl fööur þinn í friði.” „Fyrir aö hitta hann ekki?” „Einmitt. Skattfrjálst. í reiðufé. I hvaða banka sem þú kýst. Hvar sem er.” Duncan tók upp kúlupenna, fékk lánað blað úr minnisbók Cox. „Um það bil tuttugu og tvö þúsund pund. Drottinn minn! ” „Það væri þess virði, ekki satt?” Duncan hallaði sér aftur. ,,Ég hef ekki lengur lyst á steikinni og það er langt síðan ég fékk steik.” „Með þessa fjárhæð gætirðu keypt allar steikur sem þig langar í.” „Því ætti ég að gera það ef ég hef ekki lyst á þeim, Marv? En þetta er f reistandi. ” „Þaðáaðveraþað.” „Hver skollinn er það við gamla karlinn sem er svona mikils virði?” „Það svarar þessu enginn. Ég skal þó segja þér eitt. Hann þarf að vera svolítið í friði núna. Okei?” ,,Er hann fús að greiða mér þetta eða ert það þú?” „Borðaðu steildna þína. Hann veit ekki að þú ert að leita að honum, þaö égbestveit.” „Það er þá verið að vernda hann.” „Ekkert svar. Ef þú lýkur ekki viö matinn geri ég það.” Duncan byrjaði aftur að borða. Hann sagði: „Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki kominn til Parísar er sú að ég á ekki fyrir helvítis fargjaldinu. Með þessa fjárhæð gæti ég keypt mér miöa fyrir allt tímabilið. ” „Við yrðum að fá tryggingu. ” „Ég er á sakaskrá. Hvemig gætuð þiö treyst. þjófi?” „Ég mynditreysta þér.” Duncan var snortinn; Cox meinti þetta. „Þú værir að gefa mér fimmtíu þúsund ástæður fyrir 1 því að hitta föður minn. Það gerði illt verra fyrir mig. Ég gæti ekki afborið það.” „Njóttu þess bara. Komdu undir þig fótunum einhvers staðar.” „Áttarðu þig á að ég gæti sagt blöðunum frá þessu? Þannig gæti ég fengið fé til Parísarferðar- innar.” „Gerðu það þá. Þú hefðir meira en sakaskrá aö glíma viö þar.” Hann var þegar búinn að tryggja sér aðstoð D15 til að beita þrýstingi við D-viðvörun. Duncan sá að Cox haföi engar áhyggjur. „Sextíu þúsund,” sagði Cox. „Þaðer lokaboð.” Duncan brosti. Hann var ringl- aður. Hann kæmi undir sig fótunum með þessari fjárhæð, eins og Cox hafði nefnt. Þau Tammy gætu gift sig án þess aö þurfa að hafa áhyggjur. Þau gætu opnað litlu fomgripaverslunina sem þau höfðu oft talað um. Á innbrotsdögunum hafði hann fræðst mikið um fomgripi og lista- verk. Og Tammy hafði mikla þekkingu úr bókum. Þau gætu keypt sér hús með því að fá veðlán og farið að líta í kringum sig eftir húsgögnunum sem þau vildu búa það. Þeim var boðið nýtt líf. Mikil gleði og engar áhyggjur í nánustu framtíð. Það skipti ekki máli, hann gat ekki borðað meira. Hann lagði hnífinn og gaffalinn hlið við hlið. Cox hafði fylgst með Duncan, skoðað hann. Hann hafði tapaö. Hann vissi það þegar dimmdi yfir svip Duncans. Augun voru dapur- leg en sterklegur munnsvipurinn hafði harðnað. Duncan hafði notið draumsins sins, séð í svip hamingju, fullkomlega óvænta framtíð. Og hann hafði fleygt henni frá sér. Cox var vonsvikinn. Um leið fann hann til aödáunar. Þetta hlaut að hafa verið mikið átak. Svo fann hann til ótta. „Mætti ég ræða við þig eins og sannur vinur? Öopinbert?” „Það breytirengu.” „Ég ætla að segja of margt og ég gæti lent í klípu fyrir það. Ég breyti þvert á allt sem ég ætti að gera. Taktu peningana, Jim, áður en vondu karlarnir koma og taka þig.” Duncan leit yfir boröið. Cox var fyllsta alvara. Meira en það; hann var mjög áhyggjufullur. Hann sagöi henni frá fénu og sá svip hennar breytast. Hann beið meðan hún upplif ði allar sömu til- finningar og hann hafði gert. Það væri grimmdariegt að grípa fram í; hún varð að komast að sömu niöurstöðu og hann. Hún tók þessu mun betur en hann hafði gert. Eftir að hún haföi skoðað sömu drauma og hann féll hún um hálsinn á honum og þrýsti sér að honum. ,,Ég er stolt af þér,” sagði hún loks meö ljómandi augu. „Stolt kemur þessu máli ekkert við, elskan. Ég er ekki falur. Og þetta gerir mig enn forvitriari. Stundum held ég að mig hafi dreymt þetta, að hann hafi aldrei boðið það.” Hann hélt henni blíð- lega frá sér. „Við verðum að skilja.” , ,V ið stöndum saman. ’ ’ „Næsta skref er ofbeldi. Og þá áttu ekki að vera neins staðar nálæg.” ,JJvert heldurðu að við getum farið?” „Égverðkyrr. Þúferð.” „Við erum á kúpunni, Jimbo. Ég fæ ekki næstu ávísunina fyrr enámánudag.” , ,Ekki haf a áhyggj ur. ” „Nei.” Henni féll ekki radd- hreimur hans. „Nóg til að þú getir falið þig í nokkrar nætur og ég komist til Parísarogheim.” X8 Vikan 43- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.