Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 9
margar eru enn með þessa
skipan. Hún er orðin
klassísk. Ástæðan er sú að
hljóðfœrin í rokkhljómsveit
sjá fyrst og fremst um undir-
leik við söng og búa tii dans-
taktinn. Til þeirra hluta eru
bassi, trommur oggítarþað
besta sem enn hefur
f
f
Texti: Árni
Daníel
fundist. En þótt hljóðfæra-
skipanin væri sú sama urðu
miklar breytingar á tækja-
kosti hljómsveitanna.
Magnarar urðu æ öfíugri og
fullkomnari eftir því sem
hljómsveitírnar urðu
vinsælli og spiluðu fyrir fíeiri
i einu. Fram komu
svokallaðir effektar, t.d.
gítareffektar, sem breyttu
hljóði gítarsins á leið inn í
magnarann á ýmsan hátt.
Það var Jimi Hendrix sem
fyrstur notaði gitareffekta
að verulegu marki og sumir
segja að enginn muni geta
notað þá eins snii/darlega og
hann því að nú só úr allt of
miklu að velja. Jimi Hendrix
hafði nefnilega ekki nema
örfáa og frumstæða effekta
sem hann notaði hins vegar
tílhins ýtrasta.
H/jóðgervlar:
Synthesizerar eða
hljóðgervlar komu fyrst
fram í nothæfri mynd undir
lok 7. áratugarins. Það var
Robert Moog sem hannaði
fyrsta útbreidda hljóðgervil-
inn og setti á markað árið
1969. Hljóðgervill er tæki
sem myndar hljóm í raf-
magnsstýrðum hljóðgjafa
en ekki við loftsveiflur eins
og önnur hljóðfæri. Það er
rafmagnsstraumur sem
myndar hljóðsveiflurnar
sem fara siðan í gegnum
hvers konar siur og aðra
meðferð svo að úr verður
endanlegur tónn.
í hljóðgervli er hægt að
Hkja eftír fíestum hljóð-
færum sem tíl eru og búa
ti! óendanlega mörg ný
hljóð að auki. Hljóðgervill er
oftast í formi hljómborðs,
líkt og píanó eða orgel, en
er einnig tíl sem gítar eða
bassi. Eingöngu er unnt að
nota hljóðgervil efhonum er
stungið i samband við raf-
magn svo að hann er i raun
hið endanlega hljóðfæri
tæknialdar.
Það voru þeir Rick Wake-
man og Keith Emerson sem
fyrstir gerðu hljóðgervla
fræga. Hjá þeim var
hljóðgervill einungis eitt af
mörgum hljómborðum,
bættist við ^píanóið og
orgelið. En það var þýska
hljómsveitín í Kraftwerk
sem fyrst notaði eingöngu
hljóðgervla i tónlistar-
sköpun sinni. Hjá Kraftwerk
hefur hljóðgervillinn tekið
hlutverk bassans, gítarsins,
píanósins, strengjanna,
trommunnar og blásturs-
hljóðfæranna.
Þróunin i hljóðgervlum
hefur orðið með ólikindum
hröð síðustu S árin eða svo.
Þeir hafa t.d. fengið minni,
einnig er hægt að spila á
allar nótur i einu í stað
einnar áður og hafa þeir þvi
orðið á allan hátt mun
þægilegri í notkun en áður.
Einnig hafa verið búnir tíl
trommuheilar sem eru svo
fullkomnir að þeir koma að
nokkru i stað trommu-
leikara. Svokallaðir síkvens-
erar eru enn eitt undratækið
en þeir muna heilu tóna-
raðirnar, alltað 10.000 nótur,
alveg eins og þær eru spilað-
ar af hljóðgervli inn á þá.
Svo erýttá takka á síkvens-
ernum og hann spilar eins
og af segulbandi lagið sem
verið var að spila inn.
Líklega þyrftí sérstaka
grein tílað útskýra þróunina
í rafeindatækjum tengdum
tónlist. En við skulum hætta
hér og líta þess í stað á
tækjabúnað hljómsveitar
sem ætlar að halda stóra
hljómleika á Reykjavikur-
svæðinu. Við tökum sem
dæmi hljómsveit með gítar-
leikara, bassaleikara,
trommuleikara, hljómborðs-
leikara og söngvara. Við
tökum hvert hljóðfæri fyrir
sig og litum um leið á
þróunina i notkun þeirra
undanfarin ár.
Gítar/eikarinn
hefur rafmagnsgítarinn
sinn. Úr honum liggur snúra
í effektana, t.d. kórus, delay
og distortíon. Effektarnir
eru litlir kassar á stærð við
vindlakassa sem gítar-
leikarinn kveikir og slekkur
á með fætínum. Þaðan
Hggur önnur snúra i
magnarann. Magnarinn er
venjulega sambyggður há-
talara. Framan við há-
talarann er á stórum hljóm-
leikum hljóðnemi sem
tengist söngkerfinu.
Miklar breytingar hafa
orðið í notkun gítars í
rokktónlist siðan á dögum
Jimi Hendrix. Fyrir utan
þungarokkshljómsveitir,
sem enn hafa gítarleikinn
svipaðan og i kringum 1970,
eru nú fáar hljómsveitír sem
nota gítarsóló i hljómlist
sinni. fílú er i tísku að
gitarinn spili takt með
trommum og bassa og taki
síðan stuttar melódíur inn á
milli. Góð dæmi um þessa
tegund gítarleiks má heyra
hjá Echo €t the Bunnymen
og Siouxsie & the Banshees.
Bassa/eikarinn
hefur svipaðan útbúnað og
gítarleikarinn. Magnarinn er
þó oft skilinn frá hátalara-
boxinu vegna þess að það er
yfirieitt mikið og stórt um
sig. Bassaleikarar nota
heldur ekki eins mikið af
effektum og gítarieikarar.
Bassaleikur hefur líkt og
gitarieikur breyst mjög
mikið síðan á tímum
Bítíanna og Jimi Hendrix,
líklega þó meira en gítar-
leikurinn. Nú er bassinn
mun meira áberandi og
leikur stundum aðalhlut-
verkið i undirieiknum. Hann
er jafnvel farinn að spila
melódíurnar / lögunum.
Dæmi um þetta má heyra á
plötum Public Image Ltd. og
Joy Divison. Það er að
nokkru leyti fyrir áhrif frá
reggae-tónlist sem bassinn
hefur náð þessari stöðu.