Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 42

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 42
!S***M»»88* Einu sinni var hljómsveit sem hét Fleetwood Mac. Hljómsveitin var bresk og hafði á að skipa ein- vala liði hljóðfæraleikara. I hljóm- sveitinni voru upphaflega (árið 1967) gítarsnillingarnir Peter Green og Jeremy Spencer, bassa- leikarinn John McVie og trommu- leikarinn Mick Fleetwood, en nafn hljómsveitarinnar er einmitt sam- sett úr nöfnum tveggja þeirra síð- astnefndu. Peter Green hafði ásamt John McVie áður verið í hinni virtu blús-hljómsveit John Mayall og var vel þekktur á sínu sviði. Hljómsveitin Fleetwood Mac eignaðist fljótlega stóran að- dáendahóp og var hyllt sem for- ystuær bresku blúshreyfingarinn- ar. Áriö 1968 bættist síðan þriðji gítarleikarinn í hópinn, Danny Kirwan, þá 18 ára. Þrír gítarleik- arar voru ákaflega sérstæö liðs- skipan og ekki síður fyrir þá sök að allir voru þeir færir, sjálfstæðir ogsömdutónlist. Fyrsta smáplata hljómsveitar- innar (sem þá gekk undir nafninu Peter Green’s Fleetwood Mac) kom út í ágúst 1967 en snemma árs 1968 kom fyrsta stóra platan út og bar nafn sveitarinnar. Skömmu seinna kom út í lítilli plötu lagið Black Magic Woman sem síöar varð mjög vinsælt með Santana. Önnur breiðskífan nefndist Mr Wonderful. Lagið Albatross varö fyrsta lag Fleetwood Mac sem náði að komast í efsta sæti breska vin- sældalistans. Hljómsveitin hafði þá að nokkru horfið frá blúsrokk- stílum. Árið 1969 sendi Fleetwood Mac síðan frá sér litla plötu með einu frægasta lagi sínu, Oh Well eftir Green. Þrátt fyrir mikla velgengni heima fyrir gekk hljómsveitinni illa að ná athygli Bandaríkja- manna. Á fyrsta hljómleikaferða- lagi sínu um Bar.daríkin varð hún að sætta sig við að hita upp fyrir Jethro Tull og Joe Cocker. Það var mikið áfall fyrir meðlimi Fleetwood Mac þegar Peter Green tilkynnti úrsögn sína. Hann var þá orðinn mjög trúaður maður og vera hans í Fleetwood Mac samræmdist ekki lífsskoðunum hans. Hinir sátu eftir bókstaflega eins og vængbrotnir fuglar. Hljómsveitin hélt upp í sveit og dvaldi á setri sínu í marga mán- uði. Árangur þessa varð platan Kiln House (nafn sveitasetursins). Þar reyndu Spencer og Kirwan að fylla skarð Green með litlum árangri. Á þessari plötu leikur hljómborðsleikarinn Christine Perfect nokkuð stórt hlutverk. Hún hafði áður leikiö undir í nokkrum lögum á fyrri plötum Fleetwood Mac en gekk ekki form- lega til liös við sveitina fyrr en með næstu breiðskífu, Future Games. Þá hafði hún tekið sér nafn eiginmanns síns, McVie. Fleetwood Mac myndir Kiln House var dræmlega tekiö í Bretlandi en þótt undarlegt kunni að virðast var það þessi plata sem varð upphaf vinsælda Fleetwood Mac í Bandaríkjunum. Erfiðleikar hljómsveitarinnar voru þó ekki aö baki. Varla höfðu hljómsveitarmenn jafnað sig eftir brottför Peter Green að Jeremy Spencer hvarf í Los Angeles og var týndur í marga daga. Hans var leitað af lögreglu og fannst loks í höfuðstöðvum Guðsbarna- hreyfingarinnar. Þessi einstaki gítarleikari hafði líka hrifist af boðskap kristinboöa götunnar og snúið baki við fyrra lífemi. Söngvarinn og gítarleikarinn 42 Vlkan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.