Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 25

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 25
1^1 W r I^H Myndir texti: (-*unnar E^ss°n Leikhús götunnar Við 42. stræti eru allar helstu klámbúllurnar á Manhattan. Við sjáum þennan náunga kíkja á einn slíkan glugga og honum þykir vissara að láta taka blóðþrýstinginn á eftir! En slíkar mælistöðvar eru mjög víða á Manhattan til að fólki gefist kostur á að sjá hversu taugaspennt það er. Það að koma til New York í fyrsta sinn er upplifun sem ekki er hægt að jafna viö neitt er maður hefur átt kost á aö upplifa áður. Fyrstu viðbrögð margra, er ég hef talaö við, eru að best væri að þjóta upp í næstu flugvél heim og koma aldrei þangað aftur. Víst eru viðbrögð þessi skiljanleg. Nöfn eins ’ og stein- steypuskógur, rotið epli og önnur slík hafa ekki að ástæðulausu veriö gefin þessari miklu borg við Hudson-fljót. Hér virðist við fyrstu sýn eins og skaparinn hafi gert meiriháttar mistök. Arkitektar og skipuleggj- endur með víðáttubrjálæði uppá- við hafi óvart allir safnast hér saman og í sameiningu hafi þeim tekist fyrirhafnarlítið að skapa eina allsherjar ringulreið, fjand- samlega öllu lífi. Það þarf heldur ekki langa dvöl á götum Manhattan til að sannfæra sjálfan sig um réttmæti slíkra fullyrðinga. En hér er fleira um að vera en viröist við fyrstu sýn. New York er borg engri annarri lík. Stundum er talað um hinar fjórar miklu borgir heimsins, þ.e. Tokíó, London, París og New York. Þessa staöreynd segja innfæddir hér með þó nokkru stolti. Röksemdin að baki þessara orða er eitthvað á þá leið að til þess að borg geti talist til hinna MIKLU (great) borga heimsins þurfi þar að vera hægt að gera allt og sjá allt sem hugurinn gimist, sama hverjar hugmyndir manns eru. Og víst er um það að þetta stenst hvað New York varðar. Spumingin er bara hvað mann langar til að gera. Hér eru frægustu leikhús heimsins, falleg- ustu og merkustu söfn verald- arinnar. Vísindi og bókmenntir eru hér stunduð á hærra plani en víðast hvar annars staðar, og svo mætti lengi telja. En það er önnur hlið á málunum. Og það er sú hlið sem hér er til umfjöllunar. Það er sú New York þar sem leikhús, söfn og vísindi götunnar eru hvaö ákaf- ast stunduð í veröldinni. Og þar þarf ekki að greiða aðgangseyri, einungis að ganga um með opin augu og allt blasir þetta við. En samt er það þannig með okkur mörg að það sem við sjáum og; telst ekki til hins vanalega í augum okkar Islendinga hreinlega stingur í augun og maður freistast til að líta undan. Það er sárt að horfa upp á margt sem í augum New Yorkbúans er blákaldur raunveruleikinn. Til New York kemur árlega mikill fjöldi manna til þess að „meika” það, eins og sagt er á vondu máli. Og þar sem sam- keppnin er harðari á flestum sviðum mannlegs lífs í New York en nokkurs staðar annars staðar í heiminum þá er sigurinn þar sæt- ari en ef hann væri unninn á ein- hverjum öðrum stað. Og það sem stingur í augun innan um allt hið fallega og fína á Manhattan eru þeir sem ekki „meikuðu” það. Og í þessu leikhúsi götunnar eru allir í aðal- hlutverki, hver fyrir sig. Hér gildir það að lifa af en farast ella. Segja má að það sé alls ekki réttlátt að birta myndir frá Manhattan eingöngu og kalla það New York. Því víst er um þaö að borgin sú er töluvert miklu meira. En ef ætti að gera öllu skil þá þyrfti meiri tíma í borginni og meira pláss í Vikunni. Hvorugt var fyrir hendi í þetta sinn, ef til vill síðar. Maöurinn með bláa háriö var að auglýsa söngleikinn Annie sem er eitt vinsælasta stykkið á Broadway um þessar mundir. 43. tbl. Vlkan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.