Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 38
Stjörnuspá
Fimm mínútur með Willy Breinholst
Hrúturinn 21. mars -20. april
Þú mátt til meö aö
koma þér út og fá
smávegis súrefni.
Veðrið skiptir engu
máli. Þú ert búinn aö
vinna of mikiö og
vera innilokaöur of
lengi og hætt er viö
að þú sjáir allt svart
ef þú breytir ekki til.
Krabbinn 22. júni - 23. júlí
Einhver kunningi
þinn biður þig um aö-
stoö og þú hikar viö.
Þú ættir að skamm-
ast til að hjálpa
honum því hann
hefur oft rétt þér
hjálparhönd. Ein-
hver veikindi veröa á
næstunni.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Þú hefur í höndunum
þó nokkra fjárhæö
sem þú hefur ekki
hugmynd um hvernig
þú átt aö ráðstafa.
Þaö er óráölegt aö
leggja út í mikla fjár-
festingu svo þú ættir
að reyna að geyma
þetta á öruggum stað.
Stemgeitm 22. des. 20. |an.
Þú ættir aö hafa góða
gát á skapi þínu
næstu daga því ein-
hver hefur hag af því
aö reita þig til reiöi.
Láttu bjartsýnina
ekki ýta burt
skynseminni eins og
þér hættir til.
Nautið 21. april - 21. mai
I þessari viku gefst
tækifæri til að fram-
kvæma dálítiö sem
þig hefur dreynt um
lengi. Geröu þér
dagamun um næstu
helgi, þig hefur lengi
langaö til þess og nú
er rétta tækifærið.
Ljónið 24. júli - 24. ágúst
Vertu varkár gagn-
vart fólki sem þú
ekki þekkir. Þú átt
mjög auðvelt meö aö
eignast vini en þeir
eru ekki alltaf vinir í
raun, eins og þú
hefur margoft rekiö
þig á.
Tviburarnir 22. mai-21. júni
Þú skalt hafa í huga
orðatiltækið: „viö
freistingum gæt þín”
næstu daga. Þér
hættir til aö gefa eftir
þó þú vitir innst inni
aö það sé ekki rétt.
Láttu leiðinlegan orö-
róm sem vind um
eyrun þjóta.
Taktu lífinu meö ró
um helgina. Þú færö
skemmtilega heim-
sókn og þér er alveg
óhætt að slaka vel á
því framundan er
annatími. Þú lendir í
útistööum viö ein-
hvern úr vinahópnum
en þaö gleymist.
Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv.
Svolítillar fómar
verður krafist af þér
á næstunni og þér
þykir erfitt aö sætta
þig viö þaö. Þú
veröur aö reyna aö
líta á björtu
hliðarnar og líta á
þetta sem hverja
aöra lífsreynslu.
Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr.
Gættu þess aö sýna
samstarfsmönnum
þínum ekki lítilsvirö-
ingu þó þeim famist
ekki eins vel og þér í
starfi. Þú hefur ekki
efni á aö líta niöur á
fólk og væri nær aö
reyna að hjálpa þeim
sem þurfa þess með.
Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des.
Þú hefur hugsaö
mjög vel um líkam-
ann síðustu mánuöi
og þess vegna ertu í
toppþjálfun núna. En
þú veröur aö halda
þér vel viö í þessu
sem öðru, annars er
hætta á aö þú lyppist
niöur á stuttum tíma.
Fiskarnir 20. febr. - 20. mars
Þú hefur unniö lengi
aö sama verkefninu
og ert orðinn hálf-
þreyttur á
tilbreytingarleysinu.
Þú mátt samt ekki
slaka á taumunum
því framtíö þín er
undir því komin aö
þú sinnir þessu._______
Hefndin
Um margra ára skeið
hafði fröken Kalla gegnt
starfi sínu í stóra vöruhús-
inu óaðfinnanlega. Hún sat
í litlum hringlaga klefa
merktum UPPLÝSINGAR,
sem var komið fyrir á
heppilegum stað í stór-
versluninni. Ef maður fann
ekki hnappadeildina,
koddaveradeildina, vind-
sængadeildina eða ein-
hverja aðra þeirra 117
deilda sem starfræktar
voru sneri maður sér til
fröken Köllu og hún upp-
lýsti viðskiptavininn með
bros á vör, í fáum en
greinargóðum setningum,
hvernig hann kæmist
stystu leið í nefnda deild.
Einhver varð að gera
það.
En svo gerðist það dag
einn að fröken Kalla fór til
deildarstjórans sem hún
heyrði undir
— Æi, herra Mortensen,
sagði hún, — má ég bregða
mér frá í tvo tíma eða svo.
Ég verð að fara á
Umferðarmiðstöðina og
taka á móti frænku minni
frá Homafirði.
Herra Mortensen leit upp
heldur myrkur á svip og
algjörlega skilningsvana.
— Núna, þegar einmitt
er mest að gera, fröken
Kalla? Nei, það kemur alls
ekkitilmála.
Þetta hefði hann ekki átt
að segja. Fröken Kalla fór
aftur í litla kringlótta klef-
ann sinn, afskaplega
móöguð. Hann skyldi fá að
sjá eftir að hafa sagt þetta!
Allt fyrirtækið fengi að
kenna á því! Þetta var í
fyrsta skiptið í þessi tólf ár
sem hún hafði unnið í stór-
versluninni sem hún hafði
beðið um frí.. .. og svo
fékk hún neitun!
38 Vlkan 43. tbl.