Vikan


Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 20
mistökin orðið banvæn. Líf annarra var í húfi. Þeir voru búnir að yfirfara þetta aftur og aftur. Að lokum myndi Smith láta það ráða sem hann teldi að væri föðurlandi sínu fyrir bestu. Cox vissi það. Smith vissi það. Smith var búinn að eyða ævinni í þjónustu föðurlandsins og trúði enn ástríðufullt á það sem hann var aö gera. Ef hann neyddist stundum til að vera miskunnarlaus, til að bægja burt efasemdum þar sem engar voru fyrir við eyðileggingu þess sem hann trúði að rétt væri að verja, gerði þaö hann ekki ómannlegan. Duncan var líkt og hár á sigti leyniskyttu og hann varð að fjarlægja ef miðið átti ekki aðspillast. Þetta tilvik var ekki alveg jafn- ópersónulegt. Smith hafði komist að ýmsu um Duncan hjá Cox og hann var farinn að dást hlutlægt að honum. Maðurinn var hug- rakkur og hafði til að bera einsýni sem Smith reyndi að kenna undir- mönnum sínum. Hann horfði upp á fánana. Hann sneri sér hægt viö. ,,Við eigum baráttu fram- undan.” Hann hikaði fáein andar- tök enn, yppti öxlum. „Líklega er þetta ástæðan fyrir því að ég er með hærra kaup en þið, strákar; ég verð að taka ákvarðanir sem eru endanlegar fyrir hina og þessa. ” Hann lagaði jakkann sinn, horföi beint í augun á Cox. „I gang meö það. Losið ykkur við Ðuncan. Stúlkuna líka ef einhverjir erfið- leikar verða. En eitt annað. Ekki láta „vini” okkar vita af því. Lítiö áberandi aðgerðir alla leið.” 12. KAFLI „Við getum ekki annað en beðið.” Boronov stóð innarlega í herberginu og ódýrt rúmið studdi aftan á fætur hans. Hann lét sjón- aukann síga. „Komstu með nætur- kíkinn?” Kunavin sat á hækjum sér á rúminu og rétti honum sjónauk- ann. Hann var enn aö taka upp úr töskunni. Hann leit í kringiun sig í stóru herberginu, á hátt loftið og dymar inn í næsta herbergi. „Úrkynjun hefur sína kosti. Það er ekki þröngt um okkur.” „Húsgögnin eru viðbjóðsleg. Það er fýla af þeim.” Boronov hafði ekki litið af húsinu handan götunnar. „Kapítalískt bragð til að pína meira fé úr leigjendunum meö því að kalla þetta búið húsgögnum.” „Þeir geta áfrýjað nú á dögum.” „Og verið fleygt á dyr síöar.” Kunavin brosti að baki Boron- ovs. Það var auðvelt að espa félaga hans. Uppáhaldsaðferðin var að benda honum á Nelson á Trafalgar Square. Og Boronov hélt enn einn fyrirlesturinn um Nelson og konunginn af Napólí. Það brást aldrei. Þeir áttu langa bið fyrir höndum, þó gátu þeir ekki slakað á. Tækifæri var lykil- orðið. Þeir urðu einhvern veginn að ná stúlkunni hávaðalaust. Það væri nærri því öruggt að hún átti að hverfa síðar. Þannig var yfir- leitt farið að; Kunavin var ónæmur fyrir aðförunum. Svo ónæmur, ef satt skal segja, aö hann var fyrir löngu búinn að endurheimta meðfædda kímni- gáfu sína. Boronov var harður í gegn. Hann gat ekki drepiö nema meö alvörusvip. Þeir skiptust á að vera við gluggann en aldrei of nærri. Þeir voru tilneyddir að standa vegna sjónarhornsins og kvörtuðu ekki yfir því. Þegar Boronov var ekki á vakt hitaði hann te í litla eld- húsinu. Þeir höfðu haft samloku- hlaða meðferðis og svolítið af nýjum ávöxtum. Þeir stóðu og horfðu og drukku og borðuðu. Sá sem ekki var á vakt lá yfirleitt endilangur á rúminu til að hvíla fæturna eftir áreynsluna við að standa of lengi uppréttur. Þegar rökkvaði hafði Boronov samband við flokkinn sinn gegn- um talstöðina. Kunavin greip nætursjónaukann þegar of dimmt var orðiö. Meö honum sá hann allt sem hann þurfti. Hann stirðnaöi upp og tók að gefa skýrslu. „Þau eru ekki enn farin að kveikja. Það er óvenjulegt. Ég greini mann fyrir innan gluggatjöldin. Hann stendur á stól eða í stiga.” Kunavin hikaði. „Ég held aö hann sé að negla eitthvað í karminn.” Og svo: „Ég er búinn að átta mig á þessu. Hann hlýtur að vera að negla í hann til að ekki sé hægt að smeygja gluggakrókunum frá.” Boronov settist upp þegar hann heyrði þetta. Opinn samlokupakki var við hliðina á honum á rúminu og það skrjáfaði í bréfinu þegar hann hreyföi sig. „Þau ætla þá að vera kyrr.” „Ef til vill. Ef þau gera það getum við hvílt okkur.” „Ef þau gera það eigum viö í erfiðleikum á morgun.” „Við getum brotist inn.” „Nei. Það væri of mikill hávaði. Ef hann festir gluggana hefur hann líka tryggt dymar. Við verðumaðbíða.” „Þetta þýðir að hann býst viö okkur. Ég kann ekki viö það.” „Kemur það þér á óvart eftir að m mmssmmm HwfunWu/: Otanr við hræddum þau í gærkvöldi? En hann veit sitthvað um öryggi.” „Það breytir engu. Nú er búið að kveikja. Hann hlýtur aö vera búinn. Þau eru að draga þykku tjöldin fyrir.” Kunavin lét ólina bera þungann af sjónaukanum. Hann liðkaði finguma. Boronov lagðist aftur niöur með greipar spenntar fyrir aftan hnakka. Þetta var versti tíminn. Nóttin. Hvorugt svaf mikið. Þau kúrðu í rúminu, töluðu stundum, hugsuðu stundum. Einu sinni elskuðust þau; kvíöi einkenndi atlot þeirra en þau urðu aö fá huggun með líkamlegri nærveru. Árla um morguninn, þegar óttinn náði há- marki, sagðiTammy: „Getumvið ekki bara hætt viö? Þaö skelfir mig að þaö sé fylgst meö okkur.” Það hvarflaði ekki að henni aö hann væri ekki vakandi. „Við getum ekki gefið neina yfirlýsingu þess efnis. Það er orðið of seint. Við skutum þeim skelk í bringu. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Faðir minn hefur ýmislegt á sinni könnu.” Þau dottuöu og sofnuöu fastar um þær mundir sem þau hefðu annars verið að vakna. Skyndi- lega vaknaöi Duncan með þeirri hugljómun sem myrkrið færir stundum. „Ég ætla að hitta Russell.” Tammy heyrði til hans og settist upp. Hún spurði ekki af hverju, tók það gott og gilt að hann yrði að taka eitthvað til bragös. Hann sagði: „Best að ég hugsi mér til hreyfings.” Hann greip báðum höndum um andlit hennar. „Ég þarf að draga út nagla. Þú verður að negla hann aftur í. Og ekki fara héðan.” Boronov sagði: „Það er tími til kominn að aðgæta þetta betur. Vertu héma með sjónaukann.” Hann f ór niður og út á götu án þess að líta í átt til hins hússins. Hann fór öfuga leið við þá sem Duncan hafði farið áður. Þegar hann kom loks fyrir húshomið heyröi hann bankað. Hann leit upp án þess aö snúa höfðinu. Einhver var aftur byrjaður að negla fyrir innan gluggatjöldin. Annar nagli. Þegar hann var aftur kominn í herbergið sagði hann við Kunavin: „Við verðum að reyna núna. Það var verið að negla í gluggakarminn þegar ég gekk framhjá. Karl- maður neglir ákveðið, þetta var lauslegt bank. Hendumar virtust vera kvenhendur. Hitt sást ekki fyrirstórísnum.” Kunavin lyfti kíkinum. „Þau hefðu ekki skilið einn glugga eftir þangaðtilnúna.” „Nei. Og það er ólíklegt að stúlkan noti hamarinn meðan maðurinn er hjá henni.” Kunavin leit úr sjónaukanum. „Heldurðu að hann hafi komist út umgluggann?” „Ég veit það ekki. Ef svo er verðum við að flýta okkur áöur en hann kemur til baka.” Þeir flýttu sér að spenna á sig byssurnar, skrúfuðu hljóðdeyfana á, tóku litla tösku sem minnti á læknistösku. Þeir læstu og fóru út á götu, aftur í öfuga átt. Eftir nokkra stund sneru þeir við. Núna voru böm á leið í skólann. Fullorðnir á leið til vinnu. Klukk- an var hálfníu. Tvær stúlkur, sem bjuggu fyrir ofan Tammy, höfðu skilið útidymar eftir opnar þegar þær flýttu sér á skrifstofuna. Það skipti raunar ekki máli en flýtti fyrir. Boronov opnaði töskuna og tók upp hlustunarpípu þegar þeir voru komnir að íbúðardyrunum. Kuna- vin stóð við stigann svo hann gæti gert aðvart ef fólk kæmi inn eða gengi niður stigann. Boronov lagði hlustunarpípuna við dymar. Hann fór sér hægt, gaf Kunavin homauga þar til hann heyrði hljóð. Matarílát. Vatnsniður í fjarska. Voru þau í eldhúsinu? Hann miðaði við verstu aðstæöur, að Duncan væri heima. Þegar hann var loks orðinn ánægður hófst hann handa við lás- inn. Hann var enn að eiga við hann þegar Kunavin flýtti sér að gefa merki. Hann þreif hlustunarpíp- una úr eyrunum og þeir Kunavin földu sig bak við stigann. Það var einhver á leiðinni niður. Karl- maður. Öllum lá á um þetta leyti morguns. Þeir héldu áfram þegar eluieikur 20 Vikan 43- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.