Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 45
Persónuleikapróf
13. Systir þín verður ástfangin af
manni sem hún vinnur með. Hún
uppgötvar að hún er ófrísk og þá
kemur í ljós að maðurinn er
giftur. Hvernig bregst þú við?
a) Ásakar manninn fyrir að hafa
farið illa með hana
b) Ásakar systur þína fyrir að
hafa ekki verið gætin
c) Lætur þér títt um hið ófædda
barn
14. Ef þú hefðir vald til að banna
einhverjar „veiðar” vegna þess
að þær væru grimmúðlegar,
myndir þú þá banna eitthvað af
eftirfarandi?
a) Refaveiðar á hestum (yfir-
stéttarsport í útlöndum)
b) Hreindýraveiðar
c) Fuglaveiðar
d) Nautaat
e) Stangaveiði
15. Þú gengur fram á gamlan
krepptan betlara. Hvernig
bregstu við?
a) Vorkennir honum og gefur
honum eins mikið og þú getur
b) Gefur honum eitthvað til að
friöa samviskuna
c) Tekur á þig krók
16. Margt fólk býr við fátækt,
jafnvel í ríku löndunum. Finnst
þér að...
a) það geti sjálfu sér um kennt?
b) þaö hafi verið óheppið?
c) þaö gæti vel reynt meira en
það gerir til að ná sér upp úr
baslinu?
17. Blindur maður þreifar sig
áfram með hvíta stafnum sínum.
Hann kemur að miklu umferðar-
horni og er mjög óöruggur. Hvað
gerir þú?
a) Ferð yfir götu til að hjálpa
honum
b) Hjálpar honum ef þú ert næsti
maður við hann
c) Lætur öðrum eftir að hjálpa
honum
18. Hvað finnst þér um eiturlyfja-
neytendur?
a) Vorkennir þeim
b) Vilt að þeir fái aöstoð
c) Vilt að þeir fái refsingu
Sjá stigagjöf
LAUSN.
Stigagjöf er sem hér segir:
1. a3, bl,c5.
2. a5, b3, cl.
3. a5,b3, cl.
4. a5, bl,c3.
5. a5, bl,c3.
6. a3, b5, cl.
7. a3,bl,c5.
8. a3, b5, cl.
9. a3, b5, cl.
10. al,b5, c3.
11. a5,b3,cl.
12. al,b3, c5.
13. a3, bl,c5.
14. al,bl,cl.
15. a5, b3cl.
16. al,b5, c3.
17. a5,b3,cl.
18. a5, b3, cl.
Leggðu saman stigin. Ef þú ert
með:
Minna en 35 stig: Enginn getur
sagt um þig að þú sért of indæl
mannvera. Þú ert svo sem ekki
alltaf óvingjarnlegur, aö minnsta
kosti ekki viljandi en þú hefur fyrst
og fremst áhuga á einu — þinni
eigin persónu — og þú gætir þess
vel aö enginn misnoti sér góðsemi
þína. Þér finnst aö þeir sem ekki
hafa átt velgengni aö fagna í lífinu
geti bara sjálfum sér um kennt. Ef
þeir leggja hart að sér við vinnu
(eins og þú) og gæta að peningun-
um sínum (eins og þú) muni þeim
líka vegna vel (eins og þér).
36—53: Þú virðist kannski vera
tilfinningalaus og haröbrjósta á
yfirborðinu, eða það finnst
ókunnugum ef til vill. En þeir sem
standa þér næst og eru þér kærast-
ir þekkja þig sem aðra mann-
eskju. Þeir vita að þú getur verið
indæll og fullur samúðar, örlátur
og hjálpsamur, en bara af og til.
Þú ert svo upptekinn við eigin mál
þess á milli að þú tekur kannski
ekki eftir því að aðrir eru hjálpar
þurfi eða þurfa á hughreystingu
og athygli að halda. Reyndu að
hugsa meira um aðra.
54—72: Hjá þér er athyglin álíka
mikil á sjálfum þér og öðrum og
jafnvægi ríkjandi þar. Þú ert of
tilfinningaríkur til að geta fórnað
þér fyrir það sem þér geðjast ekki
að en þú getur lagt þig mjög fram
við að hjálpa vini í neyð. Auðvitað
reyna einhverjir aö misnota sér
góðsemi þína — og tekst það
stundum — en láttu það ekki
hindra þig í að vera áfram
skilningsríkur, hjálpsamur og
örlátur í eðli þínu.
73 eða meira: Þú ert allt of indæll,
of fullur samúðar í annarra garð
og of ákafur aö hjálpa öðrum.
Fólk getur misnotað góðsemi þína
og gerir það næstum alltaf. Þú
tekur ekki eftir því. Ekki er svo að
skilja aö það sé ekki allt í lagi að
vera góður í sér en þú ættir að
reyna að skilja kjarnann frá hism-
inu og vera vandlátur i i Wt
vinavali. L-J
43. tbl. Vikati 45