Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 48
Smásaga
þú sért að gera? Við höfum aðeins
mínútu til stefnu. Við missum af
lestinni!”
Hann hafði snúið sér frá henni
og virtist ætla að stökkva af stað
aö lestinni sem beið þeirra en við
teinana stóðu töskumar tvær hlið
viðhlið. „Komdu!”
Hún leit á töskumar. Hann
ætlaðist til að hún bæri þær báðar.
Það varð mikil breyting á henni
þegar hún skildi sannleikann.
Þetta var annað og meira en sér-
viska, þetta var ógeð.
Það er sagt að drukknandi
maður sjái liðna ævi fyrir sér á
sekúndubroti. Hún sá fyrir sér allt
það sem hafði angrað hana frá
upphafi. Omerkilegan giftingar-
daginn, korktappann fljótandi í
flöskunni, skítugar tærnar í sand-
ölunum, týndu fötin, þögn dögum
saman, skort á mannasiðum og
leiðindaframkomu við hana
sjálfa. Átti hún ekki von á barni?
Jú, kannski.
Allt þetta og margt annað sá
hún fyrir sér á svipstundu og nú
gerði hún uppreisn. Það gat ekk-
ert fengið hana til að snerta
töskurnar við fætur sér.
„Þú getur borið þær,” sagði hún
með ískulda. Fram að því hafði
hún staðið kyrr líkt og í draumi.
Nú tók hún sér stöðu, ógnandi á
svip, hún stóð gleitt og studdi
höndum á mjaðmir og augnaráðið
var ófagurt.
Breytingin á eiginmanni hennar
varð jafnmikil. Hann trúði ekki
eigin eyrum. Andartaki áöur hafði
hann verið ákafur og áhyggjufull-
ur ungur maður. Nú titraði grann-
ur líkaminn af hneykslun, gler-
augun og rytjulegt skeggiö virtist
rafmagnað og hann minnti mest á
hvæsandi kött. Hann gat ekki einu
sinni staðið kyrr því að hann
hoppaði upp og niður.
„Ég geri það sem ég get!” æpti
hann. „Ég held á farseðlunum!”
Hann ýtti þeim að henni og veifaði
þeim eins og fána fyrir framan
hana til að sanna mál sitt.
Þau stóðu þama og horfðust í
augu eins og fornir fjendur. Það
var hægt að hlæja að þessum
orðum hans seinna. Núna var
annað og mikilvægara í veði. Sue
hafði aldrei fundist hún hafa jafn-
háleitt markmið að stefna að fyrr.
Hún hefði höggvið af sér hendum-
ar, skilið, aldrei séö hann aftur,
allt fremur en taka töskumar upp.
Hún bar höfuðið hátt og var ein-
beitt á svipinn og innst í brjóstinu,
þar sem uppreisnin hafði hafist,
jókst spennan sífellt.
Það haföi aðeins einn annar
farþegi farið af lestinni, gamall
maöur. Sue sá hann út undan sér á
leiðinni yfir teinana og hann var
einmitt að stíga upp á neðsta þrep
vagnsins þegar Sue sá manninn
sinn lyppast niður. Hún hafði
sigrað.
„Þú velur svei mér tímann til að
mótmæla,” tautaði hann, stakk
farseðlunum upp í sig, beit í þá og
tók töskurnar og stökk yfir tein-
ana.
Sue hafði haldið niðri í sér
andanum. Nú andaði hún frá sér.
Hún lagfærði axlartöskuna betur
og gekk tómhent mátulega hratt á
eftir honum. i mm
SMIÐJUVEGI 44D KOPAVOGI SIMI 75400 og 78660.
A
A SOLARHRING
Bílaleigan hf. býöur nú sérstakt haustverö á bílaleigubílum sínum sem
gildir frá 1. okt. til áramóta. Innifaliö í þessu fasta veröi er ótakmark-
aöur fjöldi ekinna km, tryggingar svo og söluskattur.
Verðskrá pr. sólarhring.
........................................
Toyota Starlet kr. 690
ToyotaTercel kr. 710
Toyota Corolla kr. 730
Toyota Corolla St. kr. 750
iiimnniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Erum einnig meö sérstök helgartilboö sem gilda frá kl. 16.00 á föstu-
degi til kl. 9.00 á mánudagsmorgni.
Verðskrá pr. helgi
Toyota Starlet kr. 1500
Toyota Tercel kr. 1540
Toyota Corolla kr. 1580
Toyota Corolla St. kr. 1620
Nú er hægt aö láta veröa af því aö heimsækja Jónu frænku á Húsavík
eöa hann Palla frænda í Þykkvabænum verösins vegna.
í H
Inllnl
J
48 VlKan 43. tbl.