Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 2

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 2
í þessari Viku 6. tbl. — 45. árg. 10. febrúar 1983. — Verð kr. 55. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 Með eigin bíl til Evrópu — og lúxussigling í báða enda. 20 „Engin ástæða til að fara um emjandi...” — skíðaleiðbeiningar. 26 Bardot — fórnardýr frægðarinnar? 29 Dagur í lífi Q4U — viðtal við hljómsveitarmeðlimi. 40 Rís þú unga íslands rokk — rokkþáttur. SDGUR: 12 Leiksoppur — ný framhaldssaga. 38 Jaröarförin í Black Fork — Willy Breinholst. 42 Snjóflóð — framhaldssagan, sögulok. ÝMISLEGT: 8 Einfaldir grímubúningar. 25 Hildur — sjónvarpskynning. 32 PLAKAT — Q4U. 36 Handavinna: Trúðatískan á litlu krílin. 49 Eldhús Vikunnar piparsósu. lambamedalíur með 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Olafs- dóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón Asgeir Sigurðsson, Jón Baldvin Halldórsson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknari: Sigurbjörn Jónsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 23. simi 27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, simi 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, sími 27022, pósthólf 533. Verð í lausasölu 55 kr. Áskriftarverð 180 kr. á mánuði, 540 kr. 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1.080 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Askrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist manaðarlega. Um málefni neytenda er fjallað i samráði viö Neytendasamtökin. Forsíðan: Á myndinni er þaulvanur göngu- skiðakappi, Ágúst Björnsson. í blaðinu fjöllum við um val og kaup á skiðabúnaði. Hvernig skó? Hvernig bindingar? Hvaða skiði? Skiptir máli hvort maður er vanur? Öllum þessum spurningum svörum við í blaðinu. Verslunin Sportval lánaði okkur fötin sem Ágúst íklœðist á forsíðunni. Ljósmynd: Ragnar Th. Bleiki pardusinn snýr aftur aftur tp*' Þegar Peter Sellers lést, áriö 1980, töldu menn að þar meö væri lokiö kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Clouseau lögreglu- mann, því eins og segir í tíma- ritinu Movies & Video voru þeir Peter Sellers og Clouseau „jafnóaðskiljanlegir og egg og beikon, Gög og Gokke, þrumur og eldingar”. En þrátt fyrir allt hefur ný mynd um Bleika pardusinn nú litið dagsins ljós og með hlutverk Clouseau leynilögregluforingja fer enginn annar en Peter Sellers sjálfur. Ekki gat hann þó komið að handan, blessaður karlinn, þótt fjölhæfur væri. Myndin saman- stendur af gömlum upptökum frá því verið var aö gera fyrri myndir um Bleika pardusinn, en þá varð að fórna mörgum góðum atriðum tímans vegna. Blake Edwards, sem gert hefur fyrri myndirnar, og sonur hans, Geoffrey, fengu hugmyndina aö því aö tengja bútana saman með einhverjum þræði og fá nýja kvikmynd. Myndin hlaut heitiö The Trail Of The Pink Panther og er sjötta myndin um Bleika pardusinn. Myndin segir frá því aö Clouseau rannsakar hvarf demantsins Bleika pardusins sem hefur verið stolið, enn einu sinni. Clouseau hverfur síðan sjálfur. Frönsk sjón- varpsfréttakona vinnur að þætti um líf hins óviðjafnanlega leyni- lögreglumanns og tekur í því sambandi viðtal við ýmsa þá sem höfðu mikið af honum að segja. Mafían vill alls ekki aö Clouseau finnist og lætur því fylgjast með fréttamanninum. Þrátt fyrir hótanir mafíunnar lætur hún sér ekki segjast og loks hefur hún uppi á föður Clouseau sem getur sagt henni óborganlegar sögur af syni sínum. Faðirinn er leikinn af Richard Mulligan sem er betur þekktur sem Burt í Löðri. The Trail Of The Pink Panther hefur ekki fengið góða dóma í erlendum blöðum. Atriðin með Sellers sjálfum þykja skemmtileg og mörg hver mjög fyndin en í heild þykir myndin sundurlaus. Peter Sellers var aldrei ánægður með það sem hann gerði fyrr en það var orðið óaðfinnanlegt. Því telja sumir hann myndu snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvað væri aö gerast. Margir meina þó að þáttur Sellers í myndinni sé fallegur virðingarvottur við hinn látna leikara, en það hefði mátt gera beturí styttri heimildarkvik- mynd fyrir sjónvarp. En aðdáendur Peter Sellers láta sig örugglega ekki vanta á myndina og þótt menn hlæi dátt er ekki laust við aö kökkur komi í hálsinn við tilhugsunina um að þetta er örugglega síðasta mynd Peter Sellers. 2 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.