Vikan


Vikan - 10.02.1983, Síða 13

Vikan - 10.02.1983, Síða 13
Martin Russell Fyrsti hluti 1. KAFLI Drunumar heyröust aftur þegar hún var að taka til morgunmatinn. Hún hugsaöi fýlulega meö sér að víst væri hægt aö lýsa þessum hraunstraumi tóna og hálftóna á mildari hátt en sú lýsing yrði svo sannarlega ekki nákvæm. Hún reyndi að halda áfram að afhýða baunimar og láta þetta sem vind um eyrun þjóta, rétt eins og bænd- urnir sem búa viö rætur eldfjalls- ins. Þetta var bara hljóð. Ekki var hætta á aö það ryddist gegnum loftið og umlykti hana. Engin ástæða til að æsa sig upp út af tón- um tengdum saman á sérstakan hátt. — Eða kannski ekki svo sér- stakan. Varla gætu þeir rofið gat á loftið. Þó gætu þeir þrengt sér inn í þúsund milljónir mólekúla áður en þeir sameinuðust inni í dagstof- unni hennar af jafnmikilli fyllingu og styrkleik og þegar þeir hljóm- uöu úr stereohátölurunum tveim- ur — eða voru þeir fjórir? Tækni- atriöi eins og magnarar og hátal- arar voru ofar hennar skilningi. Hún brosti í kampinn. — Víst var um það. Hér var kannski lausnin. — Brosa — hvað sem fyrir kynni að koma, bara halda ró sinni. Ekk- ert varir endalaust. Hljóðið sem heyröist þegar hún spýtti baununum úr hýðinu fór að fara í taugamar á henni. Það var ekki í takt við tónana. Þetta var undarlegt. Venjulega var þetta ró- andi hljóð. Hún ákvaö að nú væri komið nóg. Hún hafði misst áhug- ann á matnum. A virkum dögum fékk hún sér brauðbita á skrifstof- unni. Ef herra Parker hefði ekki gefið henni baunirnar úr eigin garði, sem hann var stoltur af, hefði hún farið út og fengið sér bita. En hefði hún látið þessi rækt- uöu meistarastykki hans frjósa í ísskápnum hefði það virst yfir- lætislegt og kjánalegt. Sú ákvörðun hennar aö halda sig heima viö og elda fjölskrúðugan málsverð gerði hana reglulegt dyggðablóö. Svo kom þetta. Hálf klukkustund. Þetta mundi svo sannarlega reyna á þolrifin í hverri venjulegri manneskju. Og þegar þar viö bættust fjörutíu mínúturnar í gærkvöldi og af og til dagana þar áður, svo ekki sé minnst á heila klukkustund fyrri sunnudag, var þetta komið á svo hátt stig aö jafnvel þætti talsvert í verksmiðjusal hvað þá í íbúða- hverfi sem taldist hafa væröar- kennt yfirbragö, svo sem hæfði þessum eftirsótta stað. Þolinmæði gæti snúist í sinnuleysi. En jafnframt var hún hrædd við að gera of mikið úr þessu. Hún gekk yfir eldhúsgólfið og fyllti pott með vatni, gerði tals- verðan skarkala, skellti hlemmn- um á og síðan pottinum á plötuna. Það var ekki tilraun til að gjalda líku líkt. Allt og sumt sem hún vildi sanna sjálfri sér var að hún gæti, ef hún kærði sig um, gert nógan hávaða til að yfirgnæfa hávaðann að ofan. Hún setti fullan straum á, reif upp ísskápshurðina, krækti sér í disk með lambalifur og nýrum sem hún hafði keypt í kjörbúðinni. Þetta setti hún á steikarpönnuna, skellti henni á plötuna við hliðina á pottinum og sneri síðan athyglinni aö kartöflunum. Þegar hún var hálfnuð að flysja seinni kartöfluna hætti hún snögglega. Þetta gekk ekki. Sama hvað hún reyndi gat hún ekki útilokað drunumar aö of- an. Milliveggir og loft virtust ekki gagna neitt. Hún leit á úrið. Tutt- uguogsjömínútur. Meö tómleikatilfinningu í mag- anum, sem ekki stafaöi af hungri, þreif hún af sér svuntuna og kast- aði henni á stólbak. Hún lét líða nærri heila mínútu eftir fyrstu hringinguna áöur en hún ýtti aftur á bjölluna. Miðað viö hávaöann inni heyröist víst ekki mikiö í bjöll- unni. A stigapallinum þar sem hún stóö var djöfulgangurinn hvorki meiri né minni en inni hjá henni. Þaö var engu líkara en að hátölur- unum hefði verið komiö fyrir á hinum ýmsu stöðum í þessum hluta hússins til að tryggja jafnan styrkleika. Það var grískur blær á söngl- andi röddunum, jafnvel austur- lenskur. Hinn þrungni ásláttur, sem hefði eflaust verið magnaður í mánaskini á fjarlægri sjávar- strönd, fól í sér bergmál hins frumstæöa. Hún herti sig upp og ýtti í þriðja sinn á ferkantaöa bjölluna og þrýsti lengi. Að innan heyrðist hljóð svo sem einn hlutur rækist á annan. Hún hafði gert sér heigulslegar vonir um að þreföld hringing væri í sjálfu sér nóg til að skilja mætti tilganginn og var um það bil að læðast niður til sín aftur þegar dyrnar opnuöust. Hún sá aö for- stofan var eins og hennar eigin. Öðruvísi veggfóöur að vísu. — Brosa — minnti hún sjálfa sig á, vera afslöppuð, góðvildin uppmál- uö. „Halló,” sagði hún. „Eg er Be- linda Craig og bý í íbúðinni hér beint fyrir neðan. Við höfum víst ekki hist, eða hvað? Þaö var ekki meiningin að eyðileggja ánægjuna á nokkum hátt en mér datt í hug aðbiðja. . .” Henni til skelfingar kom hann fram á stigapallinn og stóð óþægi- lega nálægt henni. Hún horfði niður á hann. Það var ekki oft sem hún gnæfði yfir nokkum mann þar sem hún var tæplega 159 cm. Henni varö meira um þetta en honum að því er virtist. Erfitt var aö sjá hvort hann horfði á hana. Þykkur hárlubbi laföi niður í augu og gerði hann óræðan á svipinn. Annað munnvikið vísaði niður. „Hvað?” sagðihann. Obeislaður, titrandi hávaöinn frá hátölurunum þrumaði. Hún hækkaöi röddina. „Eg bý hérna beint fyrir neðan þig og mér finnst hljómtækin full- hátt stillt er ég hrædd um. Gætirðu ef til vill stillt örlítið lægra ? ’ ’ Hann stóð hreyfingarlaus. Henni leið eins og stóru klunna- legu dýri í glerbúri. Hávaöinn hætti inni í íbúðinni og skyndilega hvíslaöi hún: „Vandræðin við þessa staði eru að gólfin eru frek- ar. . .” Endir setningarinnar drukknaöi í hávaðanum sem hófst að nýju, auðheyranlega afbrigði af sama stefinu. Höfuð mannsins kipptist til nokkrum sinnum eins og eitt- 6. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.