Vikan


Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 17

Vikan - 10.02.1983, Blaðsíða 17
Kátu ekkjunni meö miskunnar- lausum undirleik sinfóníuhljóm- sveitar með þrefaldri strengja- sveit. Bylgjandi messósópran- röddin virtist flæöa niður úr loft- inu eins og straumhörö á og mynda tónahringiðu. Ekki var meö nokkru móti hægt að láta sér detta í hug að svona plata væri sett á fóninn annars hugar og henni síðan gleymt. Tvær skýringar voru möguleg- ar. Önnur var sú aö hann hefði sett plötuna á og síðan farið inn á bað- herbergið en tafist eitthvað og hin að hann heföi þurft að fara burt. Hvort heldur sem væri hefði hann varla sett á langa plötu ef hann ætlaði sér aö vera meira en nokkr- ar mínútur í burtu. Hún ákvað að gefa honum tíu mínútur. Þegar ellefu voru liönar fór hún hikandi út á stigapallinn. Hljóðbylgjurnar hrönnuöust niöur stigann. Þessi hluti hússins var útbygging með fimm einstaklingsíbúðum hverri fyrir ofan aðra og stigahúsi. Eftir því sem Lindy vissi best var leigjand- inn á þriðju hæð oftast í burtu í dularfullum erindagjörðum. I augnablikinu var efsta hæðin óleigð. Ekki var því mikill mögu- leiki á að finna bandamann. Eig- andi Maxie á jarðhæðinni hafði ekki talað um að hún yrði fyrir neinum óþægindum og Lindy haföi enga löngun til að draga hana inn í málið. Hún gerði sér ljósa grein fyrir því að hún stóð ein. Hún steig upp í fyrstu tröppuna en hikaði síðan. Eina mínútu til. Stóri vísirinn á úrinu hennar silaðist einn hring, tvo, tvo og hálf- an. Um leið og hún gekk upp stigann reyndi hún að slaka á vöðvunum bæði í höndum og andliti. Anda reglulega. Röddin yrði aö vera eðlileg, óþvinguð, vingjarnleg í samkeppni við hljómstyrk and- stæðingsins. A stigapallinum á annarri hæð stansaði hún og horföi með forvitnislegri óbeit á dyrnar númer 26. Loks neyddi hún sjálfa sig áfram og teygði höndina aö bjöllu- hnappnum. Og sem hún gerði það datt allt í dúnalogn. 3. KAFLI „Þaö kemur frá næstu íbúð,” sagöi Maureen og lakkaði nöglina á löngutöng hægri handar. „Stanslaust?” „Nei, ekki stanslaust. Geta liöið nokkrir dagar og svo allt í einu kemur nýjasta platan með Hanky Harris alveg á fullu hálfa nóttina, maður heyrir ekki í sjálfum sér, hvað þá að maður geti sofið. Hryllingur.” „Hvað kemur þetta oft fyrir?” spurði Lindy. „Öðru hvoru.” Maureen byrjaði á næsta fingri. „Hafið þið kvartað? ” „Pabbi lemur stundum í vegg- inn. Þau kippa sér ekki upp við LEIKSOPPUR þaö ef þau þá heyra það. En þetta er ekki svo slæmt. Venjulega eru þau engum til ama.” „Það er nú einmitt það. Oftast er nágranni minn það ekki heldur.” Lindy horföi áhugalaus á ostasamlokuna í plastumbúðun- um. „Eg heyri sjaldan umgang. Þaðerbara. . .” „Heppin ertu,” sagði Maureen og skoðaöi naglalakkið. „Strákur sem ég þekki og býr í herbergi í gömlu húsi við Priorygötu heyrir slyttislegt fótatak yfir sér stans- laust og líka pípið í vatnskassan- um þegar hann fyllist. Þetta er aö gera hann brjálaðan. Þú ert þó laus við það.” „Maður gerir kröfu til aö vera laus við það í Ralph Court hverf- inu. Og gerir jafnframt kröfur til tillitssemi nágrannanna. ’ ’ „Sennilega fattar hann þetta ekki.” „Hann hlýtur aö gera það. Eg er búin að tala um það. ” „Og breytir þaö engu? ” „Það er kannski of mikiö sagt. Hann spilar ekki lengur tvo tíma samfleytt. Núna er þaö þannig að það byrjar þegar ég síst á von á og stendur hér um bil tíu mínútur eða þangaö til ég er alveg að springa og finnst ég veröa að fara upp og kvarta... og þá, rétt í því að ég er að drífa mig af stað, slekkur hann. Það er óhugnanlegt. Rétt eins og hann viti aö ég er á leiðinni.” „Kannski veit hann það.” „Hvernig gæti hann það?” „Gegnum bréfalúguna.” „Þaðer asnalegt.” Það var enginn sannfæringar- kraftur í röddinni og það fannst henni miður. Hún beit áhugalaust í of þykkt brauðið með mögrum osti. Hún hafði veriö að flýta sér í morgun og hafði ekki sofið vel. „Eg veit ráð,” sagði Maureen og gekk frá naglalakkinu og veifaði hendinni til þerris. „Hvernig væri að hringja í þennan náunga? I hvert skipti sem hann byrjar skaltu hring. . .” „Hann er ekki í símaskránni.” „Mér finnst hann heldur skuggalegur.” Lindy brosti dauflega. „Eg ligg honum ekki á hálsi fyrir að svindla svolítiö á Pósti og síma. Eg kæri mig bara ekki um að taka þátt í tónlistariðkunum hans. ’ ’ „Þú virðist ekki hafa um marga kosti að velja ef þú ætlar ekki að láta þetta buga þig.” Seinna þennan sama dag kallaði herra Barker Lindy yfir til sín. „Eg held að þú hafir mistalið þetta.” „Gerði ég það?” Hún gægðist yfir öxlina á honum. „Nítján orö, er það útkoman hjá þér?” „Já. Ekki tuttugu og fjögur eins oghjá þér.” Hún leit sljólega á útreikninginn sem hann sýndi henni. „Þetta var klaufalegt hjá mér. Hvernig gat ég gert þetta?” „Það er einmitt það sem við- skiptavinurinn hefði spurt um. Við sendum henni endurgreiðslu,” sagði hann vingjarnlega. „Þú skalt breyta þessu í bókunum hjá þér. Þetta er ekki þér líkt, Lindy. Venjulega ertu nákvæmnin upp- máluð.” „Vonandi bara þetta eina skipti.” „Þrisvar,” sagði hann og leit á hana. Hún lét hann sýna sér tvenn fyrri mistökin og hristi höfuðiö rugluð. „Eg get ekki hugsaö skýrt. Eg svaf frekar lítið í nótt. ’ ’ Ahugaglampi kom í svip hans. „Er nokkuðað?” „Líklega bara meltingartrufl- un.” Hún hló holum hlátri. Hann horfði rannsakandi á hana og hún bætti við. „Það gengur ekki hávaðalaust heima hjá mér. ” „Ekki þó sá meö grísku tónlist- ina aftur?” „Eg er hrædd um það. Nú virðist hann aldrei sofa. ” „Þaðer slæmt.” Yfirmaöur hennar tók málið svo föstum tökum og alvarlegum að hún fékk kjark til að bæta við: „Eg var að segja Maureen frá þessu í hádeginu. Nú er hann byrjaöur að spila plötur um miðjar nætur. Það heldur vöku fyrirmér.” „Þú getur kært hann fyrir það,” sagði auglýsingastjórinn ákveð- inn, „fyrir rétti.” „En þetta er ekki alltaf,” út- skýröi hún fljótt. „I gærkveldi til dæmis var það um miðnætti og bara í nokkrar mínútur. Síðan ekkert fyrr en ég var að borða morgunverð.” „En nóg til að eyðileggja nætur- svefninn?” „Já, í rauninni var það þannig. Kjánalegt af mér, en ég réð ekki viöþað.” Hann sneri stólnum sínum að henni. „Hvers vegna bjóstu við framhaldi? Hefur þetta komið fyriráður?” „Öðru hvoru,” sagöi hún hikandi. „I nokkrarvikur.” „Oft?” „Nei. Það er varla hægt að segja það. Og ekki á neinum reglu- legum tímum.” „Svo þú veist aldrei hvenær þú áttvonáþessu?” „Það eru bara undanfarnar næt- ur sem hafa verið reglulega ónæðissamar. En auðvitað, þegar maður fer að hugsa um það... ” „I þínum sporum myndi ég tala alvarlega við hann um þetta. Hann hefur engan rétt á að trufla næturfriðfólks.” Utan við sig setti Lindy óþægan hárlokk aftur fyrir vinstra eyrað. „Ef þetta stæöi lengur í hvert skipti... Eg veit ekki. Það virðist svo mikið átak að vera með uppi- stand út af tilviljanakenndum gauragangi.” „Það eru skiptar skoðanir um það,” sagði herra Barker þunglega. Það sem eftir var dagsins lagði Lindy sig fram viö að einbeita sér. Atakiö dró úr henni allan mátt. A milli vinnuskorpanna braut hún heilann um hvers vegna hún hafði sleppt því að segja herra Barker frá höggunum. Hann var tilbúinn að hlusta, virtist hafa áhuga. Hvað hélt aftur af henni? Hræðsla kannski. Skelfing yfir að vera tal- in taugaveikluð? FRA RETTARHÖLDUNUM. PIPAR- JOMFRU MEÐ OFSOKNAR- OTTA. Hún hafði lesið um slíkt. Kvaldar sálir sem ímynduðu sér hefndarhug liggja að baki sér- hverri venjulegri athöfn annars aðila og gripu að lokum til vit- firringslegra hefndarráðstafana.. . hún mætti ekki verða þannig. Auk þess var hún ekki piparjóm- frú. Hún var einhleyp stúlka, bjó í einstaklingsíbúð og ef smávegis truflun á lífsvenjum hennar yröi til þess að koma henni úr jafn- vægi... Samt sem áður hvarflaði hugur- inn að höggunum, en rólega og yfirvegað. Þegar klukkan vantaði tvær mínútur í fimm fór hún hálft í hvoru að gæla við þá hugmynd að bjóða Maureen í kvöldmat. Fyrri reynsla hennar í þessa átt var ekki uppörvandi. Vinsældum Maureen virtust engin takmörk sett og mestmegnis voru það einmana karlar sem styttu henni stundirn- ar. En þar sem Lindy vissi að slest 6. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.