Vikan


Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 18

Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 18
FRA MHALDSSA GA haföi upp á vinskapinn með henni og Frank, nýjasta vinningshafan- um, var rétt aðeins möguleiki aö hún væri ekki upptekin eitt kvöld eða svo og hefði ekki á móti ókeyp- is máltíð og svolitlu kvennatali. Þegar Lindy hafði komist að þess- ari niðurstöðu var Maureen að ganga út úr skrifstofunni meö töskuna á öxlinni og glaöklakka- legum kveðjuorðum yfir hópinn. Þá náði það ekki lengra. Hún hafði ekki hug á að bjóða öðrum. Brenda var of klunnaleg, of út- hverf, yfirþyrmandi í litlum húsa- kynnum. Það væri eins og að elda mat í fornaldarskrímsli. Gillian hefði kannski þegið boðið en hún var svo litlaus. Auk þess var sambandi Lindy ekki þannig háttað við neina þeirra að hún gæti sagt: „Komdu í mat heima hjá mér og við getum hlustað á plötur.” Sumir gátu talaö svona. Hjá öðrum hljómaði þaö sem innantóm misnotkun orða, sem það og var. Hún teygði sig eftir golftreyjunni sinni og fann um leið til léttis yfir að þessi skyndihugdetta hennar hafði runnið út í sandinn. Þessi tilfinning skaut henni skelk í bringu. Var það ekki ein- mitt með þessu sem fólk varð önugt og uppþornað um aldur fram? Sérstaklega kvenfólk. Þeg- ar sérhver tilhugsun um sam- skipti virtist of fyrirhafnarmikil, bindandi og flókin. Hún mátti ekki, mátti ekki leyfa þess háttar tilfinningum að fá yfirhöndina. Meö haustinu skyldi hún taka kvöldskólana til alvarlegrar íhug- unar. Það var þungt loft í dagstofunni. Hún opnaði gluggann og horföi yfir nýslegna grasflötina yfir að bílskúraröðinni, en hinum megin við hana höfðu nýlega skotiö upp kollinum tvær húsaraðir á vegum borgarinnar. Hún hafði gert sér ferð þangað þegar þær voru full- gerðar til að skoða verkið. Þrjú svefnherbergi. Bað. Stofur. Þannig voru upplýsingar umboðs- mannsins. Rúmgóð setustofa með rennihurð út á pallinn, mið- stöðvarhitun. Þessar gulleitu múrsteinsbyggingar borgarinnar báru keim af hinum staðnaða byggingarstíl verkamannabústað- anna nálægt heimili foreldra hennar í Liverpool, nema hvað í þeim húsum var greinilega búið og lifað en þessi voru eins og vél- ræn maskínuhús. Og hvað hafði hún að gera við þrjú svefnherbergi? Þegar hún sneri frá glugganum buldi við þrumuhögg. Núna hlaut hann að hafa misst niður aö minnsta kosti ryksuguna. Eða velt um skáp. Henni var brugðið og hún gekk hljóðum skrefum að eldhúsinu, lokaði varlega á eftir sér eins og til aö gefa gott fordæmi. Hverjum? spurði hún sjálfa sig og opnaði dós með reyktu svínakjöti. Enginn gat fylgt henni með augunum gegnum steingólfið. Ekki meöan steypan var á milli. Hún hristi kjötiö úr dósinni á disk. Það var of mikið af soðhlaupi fannst henni. Tómatar? Nei, ferskja. Hún sneri aftur inn í stofu til að ná í ferskju. Að ofan heyrðist fótatak — og fótatakiö virtist fylgja nákvæmlega hennar eigin ferðum. Eftir smáhlé buldi aftur við brest- ur — á bakaleiðinni. I þetta skipti náði hann hámarki í þrumugný en á eftir kom hurðarskellur. Hún hélt niöri í sér andanum og hélt báðum höndum í sófabakið. Hvað er orðið af kímnigáfunni? spurði hún sjálfa sig. Þetta hafði sínar spaugilegu hliöar. Hvers Nú kreistum viðalltúr krónunm og bjóðum þér splunkunýjan SKODA á hlægilega lágu verði, eða frá 89.520.- kr. Um þetta þarf ekki fleiri orð! Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 JÖFUR HF 18 Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.