Vikan - 10.02.1983, Qupperneq 21
Búnaður fyrirslríA ----------
ixxsr
''"»" wv> ''“ V""m„
„Engin
ástæða til að
fara um
emjandi. . ."
Svigskíði:
Skíði, skór og bindingar
Ekki þurfa allir að stefna að
ballett á svigskíðum en flestir
geta skemmt sér vel í viðeigandi
brekkum. Málið er að gera sér
grein fyrir takmörkunum sínum
og hafa þær á bak viö eyrað þegar
maður velur sér skíðabúnaöinn.
Þaö sem hentar færum skíða-
mönnum vel getur verið stór-
hættulegt fyrir viðvaninginn.
Skíðabúnaðurinn þarf sem sé að
hæfa notandanum og ekki síöur
þurfa skíði og skíðaskór aö eiga
saman. Til dæmis kallast það ekki
góð samsetning að kaupa skíðaskó
fyrir byrjendur og með þeim sér-
hönnuð keppnisskíði. Bindingarn-
ar eru sérdeilis mikilvægar, þær
eiga að passa notandanum og best
að velja þær í samráði við sam-
viskusaman kunnáttumann. Ella
getur skíðaferðinni lokiö í sjúkra-
rúmi.
Mikilvægast er að velja rétta
skíðaskó, þá bindingar og loks
skíðin. Munum við fjalla um þessi
atriöi — það sem er veigamest í
hverjutilviki.
Skórnir
Svigskíöaskóm má skipta í þrjá
flokka, — byrjendaskó, skó fyrir
almenna skíðamenn og loks skó
fyrir færa skíðamenn. Það gefur
augaleið að byrjandinn hefur
hvorki góöa stjórn á kroppnum né
á skíöunum þegar hann bögglast
upp og niður fyrstu brekkurnar á
sinni skíðamannsævi. Af þessum
sökum þarf byrjandinn skó sem
gefa eftir, það er að segja skó sem
færa ekki allar hreyfingar beint
yfir á skíöin, slíkt gæti valdiö
óþarfa mistökum sem lyktar oft
meö óþægilegum byltum.
Skór byrjandans mega ekki
vera of háir. Þeir eiga að vera
sem lægstir og ennfremur mjúkir.
Með því móti hafa þeir svigrúm til
að fanga vitlausar hreyfingar
skíöamannsins. Þá þarf framhall-
inn á skónum aö vera sem
minnstur. Mjög framhallandi skór
eru þreytandi fyrir byrjandann og
erfitt að ganga í þeim.
Skíðamaðurinn sem kominn er í
sæmilega þjálfun hefur vald yfir
meginatriðum svigskíðaferöa.
Hann kann að stýra hreyfingum
og skíðum. Hann vill hafa meira
vald yfir skíðunum og þarf þess
vegna stífari skíðaskó. Þeir eiga
að falla betur að fótunum,
skóbolurinn þarf að halla fram,
klæöningin þarf að vera þéttari til
að stjórnhreyfingarnar leiði sem
best frá fótum til skíöa.
Færir skíðamenn gera enn
meiri kröfur til skónna, sem þurfa
að vera stífir og falla þétt aö fæti.
Skórnir eiga aö vera svo gott sem
mótaðir fyrir fótinn, minnstu
hreyfingar eiga að leiöa beint yfir
á skíðin, — sem minnst svigrúm
milli fóta og skíöa.
6. tbl. Vikan 21