Vikan


Vikan - 10.02.1983, Page 23

Vikan - 10.02.1983, Page 23
andans um meöterð á öryggis- bindingunum og lítið eftir að vel fari um skíðin þegar þau eru flutt milli staða. Varist sértilboð Svigskíðabúnaður er alls ekki ódýr. Af þeim sökum bjóða sumir skíðasalar slíkan búnaö í einu lagi, skíöi, skíðaskó, bindingar og stafi. Takið ekki tilboðum þar sem skíðaskórnir eru með í pakkanum. Skórnir eru mikilvægastir og því þarftu að vera alveg viss um að fá þá skó sem passa allra best. Þeir eru sjaldnast í slíkum sölu- pökkum. Sértu að hugsa um aö leigja skíöi, gildir það sama — kauptu þér góða skó en leigðu hitt. Beinbrot má fyrir- byggja með nákvæmt stilltum bindingum Vestur-þýska neytendablaðiö Test lét nýverið fara fram könnun á afgreiðslu skíðaverslana á skíðabindingum. Athugað var hve nákvæmlega og hve rétt bindingarnar voru stilltar. Skíðabindingar hafa tekið fram- förum á undanförnum árum. Þessi mikilvæga tenging milli skíðanna og skónna getur skipt sköpum hvort bylta veldur meiðslum eður ei. Bindingarnar eiga að leysa skíðin frá skónum á nákvæmlega réttu augnabliki, alls ekki of seint. Aö öðrum kosti getur skíöamaðurinn vænst tognunar, sinaslita eða beinbrots. Bindingarnar mega heldur ekki losna of auðveldlega vegna þess að af því getur skíðamaðurinn hlotiö slæma byltu og jafnvel enn verri meiðsl en ef bindingarnar losna of seint. Nákvæmt skal það vera. Bindingarnar þarf aö stilla þannig að við ákveðið álag losi þær skíöin frá skíðamanninum. Það þarf að stilla táfestinguna (vegna snúningsbyltu), hælfestinguna (falli maður fram yfir sig), sóla- festinguna og spennuna sem þrýstir skónum fram í táfesting- una. Veikasti hlekkur tengslanna milli líkama og þessara löngu átaksarma sem nefnast skíði er sköflungurinn. Þetta bein hefur ákveðið sveigjuþol sem allar stillingar öryggisbindinga þurfa að miðast við. Alþjóðlega skíða- öryggisnefndin gaf árið 1980 út staðaltölur fyrir þetta sveigjuþol sköflungsbeinsins. Vestur-þýski skurðlæknirinn Ernst Asang sannaði fyrir réttum 15 árum að beint hlutfall er á milli átaksþols sköflungsins og ummáls efsta hluta sköflungsbeinsins (við hnéð). Sköflungskollinn er auðvelt að mæla á hverjum sem er. Staðaltölur fyrir stillinguna á skíðabindingunum miðast enn- fremur við aörar upplýsingar, svo Byrjandanum gengur best á sveigjanlegum skíðum sem eru i styttra lagi. Þau ættu að vera nokkuð jafnlöng skiðamanninum eða heldur styttri. sem aldur, kyn, kunnáttu og fleira. Könnun vestur-þýska blaðsins Test leiddi í ljós að þær 70 verslan- ir sem athugaðar voru vítt og breitt um allt landið stóðu sig all- vel í stykkinu. Nær allar búðir notuðu vélar til að stilla skíða- bindingarnar og náðu því góðum árangri á prófinu. En einn af þeim sem framkvæmdu prófið var með afbrigðilega mjóa sköflungskolla Reyndari skiðamenn ná meiri árangri á milligerð af skíðum. Þau eru allt að 20 sentimetrum lengri en hæð skíðamannsins segir til um. Þau hafa minni sveigjanleika en byrjendaskiði, kantarnir bíta betur og hefði því átt að fá lausari bindingar en raun varð á. Sama virðist uppi á teningnum með aðra skíöamenn sem hafa afbrigöilega sköflungskolla, til dæmis er hætta á að börn og unglingar fái bindingar ranglega stilltar. Aðgætið hvort bindingarnar eru of fastheldnar! Ennfremur ættu þeir sem brúka almennar gerðir af skíðum að kanna hvort þau eru of laust fest. Kunnáttumaðurinn velur sér skíði af fullri lengd. Á þeim er hægt að keyra enn hraðar en á venjulegum skíðum og fást mismunandi gerðir miðað við skiðaiðkun og skíðafæri. Þessi skiði gera miklar kröfur til skiðamannsins. Þau ættu að vera og þola meiri hraða. En notandinn 6. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.