Vikan


Vikan - 10.02.1983, Síða 30

Vikan - 10.02.1983, Síða 30
Óska/ög fyrir geimfara Gunnþór situr vid ruslaralegt bord á ritstjórn Vikunnar og les í rússn- esku bladi. Á borðinu er kassi með neðri hluta af volgri pizzu og í lokinu grillir í tómatleðju og torkennilega hrœru: efri hluta pizzunnar. Gunnþór lyftir móskulitu blaðinu og hrópar: Vá! þetta er eins og hjá nasistum, og bend- ir á myndir máli sínu til stuðnings. — Annars langar mig til Rússlands. Það er alls konar lið þarna. Maður sá það á myndun- um úr ferðinni hjá Bjögga og kó. — Einn eða tveir pönkarar. . .skýtur Árni Daníel inn í. 6-laga-45-snúninga-12-tommu plata, skorin og pressuð úti, plötuumslag hannað af Ellý en prentað úti. Hvað frekar um þessa plötu að segja ? — Grammið og Q4U gefa hana út í samein- ingu. Kjúið borgar stúdíókostnað og Grammið rest. Það er góð tilhögun, þá get- um við verið eins lengi og við viljum og eig- um það bara við okkur sjálf. Það er betra að fara tíu þúsund framyflr áætlun í kostn- aði og vera tíu sinnum ánægðari en að vera bundinn af ákveðnum skammti af stúdíó- tímum. — Við fórum með lögin á kassettu á Öðal fyrir jólin til að fagna upptökulokum! Það er Ellý sem hannar útlit hljóm- sveitarinnar. Danni kemur í þessu, óhannaður að sjá, með barn við hönd, segist hafa fundið það í rúminu hjá sér og þótt öruggara að hafa það með sér. Barnið er varla meir en 5 ára og fleiri var ekki að finna í nefndu rúmi. Eftir nokkrar símhringingar kemst barnið til móður sinnar og sleppur þar með við að fara upp að Rauðavatni í leit að sjó og auðn með Q4U. Dagur- inn er hrikalega kaldur svo barnið má prísa sig sœlt. Ellý er ókomin og þar sem Danni er enn óhannaður fer hann að sœkja Ellý og um leið í eftirlit hjá henni. — Hún ein er ábyrg fyrir útliti hljóm- sveitarinnar — hvað hún lítur vel — eða illa út. Ellý er brjálæðingurinn, Árni Daníel hugsuðurinn, Danni reddarinn og Gunnþór 1 kg stress — brjálað stress! Brátt koma Ellý og Danni aftur í fullum herklœðum og mannskapurinn heldur út í hjarnið á tveim bílum í leit að íslenskri auðn. Upp til fjalla og inn til heiða í borg Davíðs er hana að finna. Það er ótœkt að grilli í lífsmark á borð við kirkjugarð, áburðarverk- smiðju eða Grafarvog svo fyrrverandi verðandi byggðarsvœði eru sótt heim. Stríðsminjar sjást að vísu á þessu sprengjusvœði Reylcjavíkur, en það er tœplega til annars en að undirstrika auðnina. Q4U er rekin út í kuldann og teknar plakatmyndir hér og þar, aðal- lega þar. Hjarnið virðist mannhelt svo þau hœtta sér út í auðnina og fyrr en varir skín skammdegissólin seinustu geislunum þann daginn milli axlanna á ungu hjónunum Ellý og Gunnþóri. — Rokk í Reykjavík fllmaði brúðkaupið og geymir svo fllmurnar þangað til við verð- um fræg! Á eftir er ekið sem leið liggur, ýmist beint í viðtal niður á Viku eða með viðkomu í ríkisverslun. Ekki pó/itík! Hvernig er með ástand og horfur í hljómsveitinni um þessar mundir? — Aldrei betri! Þau eru á einu máli um það Dg þar með er það útrætt. Á nýju plötunni er lag sem heitir P.L.O. og því liggur beint við að spyrja hvort Q4Uséá kafi ípólitík. — Þetta lag er ekki pólitík. Það er bara um það hvað er að ske og hvað okkur finnst. Hlustið bara á textann. Þetta er um þá sem halda að heimurinn sé fyrir sig. Springur yfír Betlehem lítil Adolf bomba bomban þín og bomban mín bomba allra barna. Þeir halda að heimurinn sé fyrir sig og skilja ekkert annað en ég um mér um mig , ,Halelúja’ ’ þeir syngja svo um sig En vita ekki af hverju guð bjó þá til. Með vopn sín í höndonum / þeir skríða á mögonum vita ekkert af hverju er stríð Sexarma stjörnu á ennonum og hatur í hugonum guðsútvalda þjóð hún vill frið. Hvað heldurðu að þeir drepi fyrir þig? Hundrað milljón manns sem þér kemur ekkert við svo væla allir ,,Ö guð gef oss frið” en gera ekkert annað en að hreinsa til. Hin útvalda í líkkistum Dvelja á himnonum PLO de var bio/Kill them all. Springur yfir Betlehem. . .átti plat- an kannski að koma út fyrir jólin ? — Jólaboðskapur Q4U kemur eftir jól. Gunnþór: Þegar fólk situr með ístruna fram á herðar. Árni Daníel: Fólk er svo upptekið að kýla magann. . Gunnþór: . . .og konuna! Árni Daníel: Ef þú ætlar að gefa út plötu sem fær fólk til að hugsa þá gefurðu hana ekki út fyrir jólin. Eruþau hrœdd viðpeningahliðina? Ellý: Já!! Árni Daníel: Þetta reddast allt! Gunnþór: Auðvitað er maður hræddur en það reddast. . .! Danni:. . .þetta er ekki svo dýrt. Hvernig er músíkin ? — Framsækin, óskalög fyrir geimfara. Gunnþór: Alla vega eina platan sem E.T. mynditakameðsérheim. . . ÁrniDaníel:. . .fráíslandi. . . Danni:. . .Norðurlöndum. Hvað hefur breyst frá því Q4U lék í Rokki íReykjavík? — Við erum öll komin á þrítugsaldur. — ... .höfum tekið okkur góðan tíma. Sagt um píanóið á sínum tíma — Það hefur tekið okkur tvö ár að búa til okkar sánd. — Og alveg rosalega vinnu. Minnsta málið er að spila. Það eru allar reddingarnar í sambandi við hljómsveitina. Við erum öll rótarar — nema Gunnþór, hann fékk nóg þegar hann var rótari hjá Utangarðsmönn- um. — Fólk verður hissa þegar það heyrir hvað Q4U er að gera í dag. Árni Daníel: Bullshit að það sé ekki hægt að fá tilfínningu út úr synthesizerum. Það sama hefur sjálfsagt verið sagt um píanóið á sínum tíma. — Það er langt síðan við reyndum að fá synthesizer í hljómsveitina. — Og einhvern sem kynni að spila á hann. — Við vorum reyndar með synthesizer í fyrstu gerð hljómsveitarinnar. Danni: Og ég lék á hann. Ég á spólu frá því þá! __ Ha!!!!!????? — Þú verður að koma með hana. — Q4U varð til úr þrotabúi Utangarðs- manna. . . 30 Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.