Vikan


Vikan - 10.02.1983, Side 40

Vikan - 10.02.1983, Side 40
Rís þú unga Islands rokk Ungar hljómsveitir skýra frá lífsrej I undirdjúpum Reykjavíkur- borgar eru miklar hræringar. Æska borgarinnar hefur vaknaö af værum diskóblundi og uppgötv- að rokk. I árdaga, löngu áður en pönkið olli jarðlífsbyltingu, þekkt- ist það að ungt fólk greip hljóöfæri og stofnaði hljómsveitir. Þá var enginn maöur með mönnum nema vera bítill eöa stælgæi með gítar í hendi og axlasítt hár. Þetta var á árunum fyrir og kringum 1970, en síðan dó þessi hreyfing út og féll í gleymsku. Einstakir atvinnurisar gnæfðu yfir tónlistaröræfum landsins allan áratuginn 1970— 1980. Segja má að íslenskir unglingar hafi uppgötvað rokkið á ný eftir 1980. Lítið samhengi er á milli kynslóða. Deyföin á 8. áratugnum var svo algjör aö óbrúandi bil myndaðist. Fyrirmyndir þeirra sem nú spila rokktónlist eru fyrst og fremst pönkhljómsveitir eins og Clash og Sex Pistols, Joy Division og Public Image Ltd. Þó bregður fyrir tónlist sem minnir á Deep Purple eða Pink Floyd, en munurinn er sá að nú er algjör nauðsyn að hafa eigið efni. Sú hljómsveit sem spilar útlend lög á ekki möguleika á markaðnum. Gróskan er ótrúleg. Fróðir menn telja að meira en 100 hljómsveitir starfi á höfuðborgar- svæðinu og töluverður fjöldi úti á landi. Aðeins lítill hluti þessara hljómsveita er þekktur eða gefur út hljómplötur. A tónlistartilraun- um SATT í Tónabæ fyrir áramót fengu þó 30 nýjar hljómsveitir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Meðal þessara hljómsveita voru DRON, Trúðurinn, Singultus, Medium, Utrás og Centaur. Eg náði tali af þeim á einu kvöldinu í Tónabæ. Sem heild gefa þær góðan þverskurð af því sem er aö gerast í unglingatónlistinni. DRON DRON, Danshljómsveit Reykja- víkur og nágrennis, sigraöi í keppninni og fær að launum 20 stúdíótíma. Hún spilar létt og skemmtilegt dansrokk. Það má greina reggae-áhrif, bluesáhrif, pönkáhrif — allt blandast þetta eigin stíl hljómsveitarinnar. Flestir meðlima hafa veriö í ýmsum pönkböndum í Kópavogi og má segja að hljómsveitin sé árangur Kópavogspönksins sem Fræbbblarnir hófu til vegs og virðingar. I DRON eru: Einar Þorvaldsson, 17 ára, gítarleikari, Björn Gunnarsson, 17 ára, bassa- leikari, Öskar Þorvaldsson, 15 ára, trommuleikari, Máni Svavarsson, 15 ára, hljómborös- leikari, og Bragi Ragnarsson, söngvari, 17 ára. Bragi er sá eini sem ekki kemur úr Kópavogs- pönkinu, hann söng í bítlagrúppu í Danmörku áður en hann „villtist á æfingu hjáDRON”. Einar gítarleikari segir frá upphafinu: — Helgina fyrir hæfileika- keppnina í Kópavogi sl. sumar ákvað ég að klína saman grúppu til að koma þar fram. Við töpuðum í keppninni, höfðum æft tvisvar og ákváðum að æfa betur fyrir næstu keppni. Það eru píanóleikarinn, gítarleikarinn og söngvarinn sem semja lögog texta. — Við spilum lögin eins og okkur finnst best að spila þau. Við reynum aö semja dansrokk því að okkur finnst stemmningin á hljómleikum vera of þung. Allir eru svo alvarlegir. Dansinn datt upp fyrir með pönkinu. — Við ætlum að halda áfram þar til viö verðum þreyttir hver á öðrum. Það er mikið stress að vera í hljómsveit, til dæmis fyrir keppni eins og Músíktilraunirnar, og þá verða menn leiðir og tauga- spenntir. Hafiði klíku? — Við höfum engan ákveðinn stuðningshóp, aðeins fólk sem fílar okkur og veit hvað við erum aðfara. Vikan óskar DRON til hamingju með sigurinn. Þetta er þrælgott band, árangur af mikilli vinnu, þótt sú vinna hafi ekki öll verið innan vébanda DRON. Trúðurinn Trúðurinn er undir meiri pönkáhrifum en DRON. Þetta er raunar gott pönkband með járn- hörðu og gljáandi sándi, ekki sú ruglingslega þvæla sem oft er nefnd pönk á þessum síðustu og verstu tímum. Hljómsveitin minnir meira á Killing Joke en til dæmis Cockney Rejects. 40 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.