Vikan - 10.02.1983, Page 42
Hann krafsaði burt snjó við
dyrnar, opnaði þær síöan og ýtti
okkur inn fyrir. Svo skellti hann
aftur hurðinni, og við Bruno
vorum ein í köldum, daunillum og
dimmum kofanum.
Sautjándi kafli
Það var Bruno, sem hvatti mig
til að herða upp hugann. Hann
sleppti ekki hendi minni, og þar
sem honum var nú farið að líða
betur líkamlega, var hann aug-
ljóslega ákveðinn í að bera sig
karlmannlega.
— Eg er ekki myrkfælinn, sagöi
hann. — Ert þú myrkfælin, Kate?
— Ekki vitund, sagði ég meö
uppgeröar glaðværð. — Auk þess
er ekki svo dimmt hér, þegar aug-
un hafa vanist myrkrinu. Og það
er miklu notalegra að geta veriö í
þessum kofa heldur en aö sitja í
bílnum meö Ulrich, þeim leiðinda-
gaur. Finnst þér það ekki? Við
getum líka gert æfingar hér til að
halda á okkur hita. Geturðu ekki
kennt mér einhverjar æfingar?
Eg neitaði algjörlega að standa
á höndum, en okkur tókst að gera
býsna fjölbreyttar leikfimiæfing-
ar og fórum í alls konar hreyfi-
leiki. Þegar viö vorum oröin
þreytt, fórum við í spurningaleiki
og réðum gátur, þangað til kuld-
inn neyddi okkur til aö hreyfa
okkur á nýjan leik.
Fyrsta kastið hlustaði ég grannt
eftir umferð um veginn, en
árangurslaust. Oðru hverju kíkti
ég út um rifurnar á milli bjálk-
anna, en viö virtumst sannarlega
ein og yfirgefin í þessari hvítu
auðn. A bak viö kofann voru fáein
furutré á stangli, og upp af þeim
reis fjalliö og hvarf upp í skýin.
Framan við kofann lá vegurinn
eftir stalli í fjallinu og þar fyrir
framan var snarbratt niður.
Hvergi sást fólk á ferli. Við hefð-
um eins getað veriö stödd á Suður-
skautslandinu.
Orvæntingin var að ná tökum á
mér. Eg hafði verið svo vongóð
um, að Stephen gæti hjálpað, en
hvernig átti hann að vita, hvaö
orðið hafði af okkur, úr því hann
hafði ekki veitt okkur eftirför?
I hundraðasta skipti velti ég
fyrir mér, hvað Jon væri að gera.
Vafalaust væri hann að leita aö
syni sínum, en sennilega á Italíu.
Og jafnvel þótt Stephen hefði skil-
ið hjálparbeiöni mína og tekist að
koma skilaboðum rétta leið, voru
lítil líkindi til að Jon leitaði hér um
slóðir. Og ef hann gerði það. . .
Eg gægðist út á milli stafs og
hurðar. Þarna stóð bíllinn. Og þar
sat Ulrich. Eg sá, að hann hreyfði
sig og teygði sig til að sjá sem best
í kringum sig. Hann var vel á
verði, hann var vopnaður, og hann
mundi ekki svífast neins. Ef Jon
kæmi hingaö að leita okkar, yrði
hann skotinn.
Nei, vonandi kæmi hann ekki.
Það væsti ekki svo mjög um okkur
Bruno, við gátum vel beðið, hér
eða í hinum kofanum, þangað til
vel útbúinn leitarflokkur kæmi að
sækja okkur. Það er aö segja, ef
við lifðum svo lengi.
— Komdu nú, hrópaði ég með
uppgerðar kæti. — Nú er kominn
tími til að hoppa svolítiö, svo að
tærnar detti ekki af okkur. Gáum
nú, hvort okkar getur hoppað
hærra.
En Bruno var búinn að fá nóg.
Hann hallaði sér upp að veggnum
á bakhlið hússins, stakk höndun-
um í handarholin til að hlýja sér
og skaut neðri vörinni þrjóskulega
fram.—Nei, sagði hann,—ég er
þreyttur. Og mér er kalt, og ég er
hræðilega svangur, og ég vil fara
heim.
Eg gekk til hans. — Eg veit það,
Bruno minn, sagði ég þýölega. —
Eg veit, hvernig þér líður, vegna
þess að mér líður alveg eins. En
trúðu mér, þetta veröur allt í lagi.
Sloan gerir okkur ekkert mein.
Hann ætlar að flytja okkur í miklu
skárri kofa strax og hann kemur
aftur, og þá fáum við eitthvað að
borða. Og svo sækir pabbi þinn
okkur strax og hann getur. En
þetta getur orðið nokkuð löng bið,
og við verðum aö halda á okkur
hita. Við verðum að hreyfa okkur.
Komdu nú og hoppaðu með mér,
gerðu það, mér finnst svo asnalegt
aö gera þaö ein, og ég býst líka
við, aðégséasnaleg. . .
Bruno andmælti ekki. Hann
sneri sér bara frá mér og þrýsti
andlitinu upp að veggnum. En allt
í einu sá ég, að hann stirönaði upp.
— Einhver er að koma! sagði
hann. — Kate, komdu og sjáðu,
hann er á skíöum, sjáðu, þarna á
milli trjánna. Þetta er ekki Sloan,
þessi er með gleraugu.
Eg flýtti mér aö gægjast út.
Mikið rétt, þetta var ekki Sloan.
Hann nálgaðist kofann laumulega,
gætti þess að láta trén skýla sér,
varaöist að láta manninn í bílnum
sjá sig.
Hins vegar var hann heldur ekki
sá björgunarmaður, sem ég hafði
vonast eftir. Hann var ekki nógu
grannur til að geta verið Jon og
ekki nógu stór til að geta verið
Stephen Marsh.
Samt fannst mér ég kannast við
hann. Og allt í einu vissi ég, hver
hann var. Ég vissi ekki, hvað hann
hét, en ég þekkti dökk fötin, skíða-
gleraugun, stílinn. Þetta var
maöurinn, sem hafði komið brun-
andi niður Kirchwalder Alm, þeg-
ar við Stephen vorum á sleðan-
um. Þetta var sá, sem stökk yfir
sleðabrautina rétt við andlitið á
mér, svo að við Stephen hentumst
af sleðanum.
Hann renndi sér hljóðlega að
kofanum og stansaði rétt við vegg-
inn, þar sem við stóöum. Eg hélt
niðri í mér andanum og greip um
axlir Brunos. Ég bað þess í hljóði,
að hann yrði okkar ekki var.
Vandræði okkar voru nógu mikil,
þótt ekki bættist enn einn óvinur-
inn við.
En Bruno leit á hann sem bjarg-
vætt. Aður en ég haföi áttað mig,
kallaði hann lágt, en greinilega, út
um rifuna: — Halló, viö erum hér
inniíkofanum!
Eg reyndi að grípa fyrir munn
hans, en þaö var of seint. Maöur-
inn hafði heyrt þaö. Hann hrökk
við og greip þéttar um skíðastaf-
ina.
— Hver er þar? spurði hann á
þýsku. Og Bruno, sem ekki sá
neina þörf fyrir aðgát, ýtti hönd
minni hneykslaður til hliðar og
svaraöi: — Eg og Kate.
Þaö varð andartaksþögn. Svo
ýtti maðurinn skíðagleraugunum
upp á ennið og beindi í átt til okkar
sama hörkulega augnaráðinu,
sem hann hafði sent mér úti fyrir
fjallakránni, áður en hann læsti
mig inni í kofa föður síns.
— Kate Paterson? sagði Toni
Hammerl hægt.
— Já, sagði Bruno óþolinmóð-
ur. — Og ég er Bruno Becker, og
við viljum komast heim. En þú
þarft að vera varkár, þaö er mað-
ur í bílnum niðri á veginum. Hann
skýtur þig, ef hann sér þig vera aö
tala við okkur.
— Eg sá bílinn, sagöi Hammerl.
— Þess vegna fór ég svona laumu-
lega hingað. Hver er þessi maður,
Kate?
Eg var enn að velta fyrir mér,
hvernig Toni Hammerl kæmi inn í
myndina, svo að ég svaraði engu.
En Bruno lá ekki á upplýsing-
unum: — Hann heitir Ulrich.
Hann er vinur Sloans, og mér
finnst þeir báðir andstyggilegir.
Þeir svæfðu mig, og mér varð illt,
og nú ætla þeir að læsa okkur inni í
einhverjum kofa, þangað til pabbi
42 Vikan 6. tbl.