Vikan - 18.08.1983, Side 14
Skilnaður
en hvað um börnin?
Skilnaður og sambúðarslit verða æ algeng-
ari á Islandi. Talið er að u.þ.b. fimmta hver
sambúð endi með skilnaði. Þannig fjölgar
þeim börnum stöðugt sem um tíma eða mest-
allan uppvöxt sinn búa með einstæöu foreldri
eða með stjúpforeldrum vegna nýrrar sam-
búðar foreldra þeirra. Á hverri dagvistar-
deild og skólabekk eru mörg skilnaðarbörn.
Það er ekki sjaldgæft lengur.
Viðbrögð barna
í skilnaði
Skilnaðarbörn hafa oftast lengi verið áhorf-
endur að ósamlyndi og vanlíðan foreldra
sinna. Börn komast ekki hjá því að vera þátt-
takendur. Þau finna alltaf á sér ef eitthvað er
að hjá foreldrunum og bregðast við á sinn
hátt:
Sum börn verða kvíðin og einræn. Þau loka
sig af gagnvart öðrum og vilja ekki tala um
það sem að er. Oft fá þau ýmis streituein-
kenni, svo sem maga- eða höfuðverk, og eiga
erfitt með svefn. Önnur eru hrædd við að vera
ein, þora ekki að skilja við foreldra sína og
vakta þau á heimilinu. Mörg börn reyna að
draga að sér athygli foreldra sinna og reyna
þannig að stöðva ósamlyndi og deilur þeirra.
Algeng viðbrögð eru árásargirni og mikil
innri togstreita sem kemur fram í sam-
skiptum við félaga og foreldrana. Barn sem
áður var hvers manns hugljúfi er allt í einu
orðið áflogaseggur og grætur af minnsta til-
efni. Mörg þessara einkenna geta farið saman
hjá einu og sama barninu. Viðbrögðin fara
eftir aldri þess og þroska en einnig eftir skap-
gerð þess og framkomu foreldra við það
meöan erfiðleikatímabilið stendur yfir.
Að undirbúa barnið
Sérhverri fjölskyldu er það mikilvægt að
vernda börnin sín. Foreldrar eru yfirleitt
sammála um að gera skilnaðinn eins sárs-
aukalítinn fyrir börnin og þeim er frekast
unnt. Þeir hafa oftast miklar áhyggjur af því
álagi sem skilnaðurinn er fyrir börn. Þó svo-
að engir tveir skilnaðir séu eins er hægt að
benda á ákveöin atriði sem hjálpa barni gegn-
um skilnað.
Segið barninu
eins og er
Algengt er að skilnaðurinn sjálfur komi eins
og þruma úr heiðskíru lofti fyrir barnið. Allt í
einu flytur mamma eða pabbi að heiman. Þó
svo að aðdragandi skilnaðarins hafi verið
langur að mati foreldra hefur tímabilið ef til
vill einkennst af þögn og fjarlægö og barnið
hefur ekki órað fyrir að skilnaöur yrði lausn-
in. Það er því mikilvægt að barninu sé gefin
skýring á atburðunum. En það er jafnmikil-
vægt að fara ekki út í „smáatriði” skilnaðar-
ins, þ.e. að segja barninu frá atvikum,
óréttlæti og ósætti. Það sem skiptir máli er að
segja barninu frá ákvörðuninni sem tekin
hefur verið, skýra stutt frá því ósamlyndi sem
það þekkir sjálft og fullvissa barnið um aö
þetta sé ákvörðun þeirra fullorðnu, en að þeir
séu jafnmiklir foreldrar þess eftir sem áöur.
Æskilegt er að báðir for-
eidrar tali við barnið
Ef mögulegt er ættu báðir foreldrar að út-
skýra skilnað fyrir barninu. Þetta á jafnt viö
þó svo að þeir séu ekki sammála um skiln-
aðinn. Með því að setjast saman hjá börnun-
um eru þeir að sýna þeim að þeir hafi tekiö
ákvörðun sem þeir standi við og gefa börnun-
um tækifæri til aö spyrja. En þaö er ein-
mitt þetta sem er börnunum nauösynlegt, að
foreldrar haldi eigin tilfinningauppgjöri fyrir
sig, blandi ekki börnunum í það, en komi fram
við þau eins og þeir foreldrar sem þeir hafa
alltaf verið. Það gefur börnunum öryggi mitt í
öryggisleysinu.
Börn halda oft að
skilnaðurinn sé þeim að
kenna
Þaö er mikilvægt að sjálfstraust barna
skaddist ekki við skilnað. Það gerist oft ef þau
halda að foreldrarnir hafi skilið vegna þess að
þeim þyki ekki nógu vænt um þau til aö vera
saman lengur. Börnum finnst langt fram eftir
aldri að allt snúist um þeirra litlu persónu og
það sem gerist sé á einhvern hátt þeim
sjálfum að þakka eða kenna. Þess vegna
finnst þeim gjarnan að ósamlyndi foreldra
um uppeldi þeirra og að þau hafi verið óþekk
hafi orsakaö skilnað. Með því að útskýra
skilnaðinn sem ákvörðun þeirra fullorönu
vegna innbyrðis sambands þeirra sjálfra eru
foreldrar að hjálpa barninu og varna því að
það verði sjálft að finna einhverja skýringu.
Barnið þarf að vita um
framtíðina
Börn þurfa að fá skýrar línur um fram-
tíöina, hvernig allt á að vera framvegis. Þau
þurfa að vita hvar þau eiga aö búa, hvort þau
eigi að vera í sama skóla og hvað breytist hjá
foreldrunum. Það er flestum börnum mikil-
vægt að ekki verði of mikil röskun á lífi þeirra
eftir skilnaðinn. Þaö foreldri sem flytur að
heiman þarf helst að gefa skýr svör um hvar
það búi og gjarnan gefa barninu yfirlit um
hvar það sé að finna, á vinnustað og í síma.
Eins fljótt og auðið er ætti barnið að fá að sjá
heimili þess foreldris þannig að það geti stað-
sett pabba eða mömmu í huga sér þegar það
býr ekki heima lengur.
Barnið þarf stuðning
frá öðrum
Enda þótt foreldrar vilji skilja er tímabilið
um og eftir skilnaðinn alltaf erfitt. Foreldrar
þurfa oft að gera mikið átak vegna aðstæðna
og eigin vanlíðunar. Sumir fá þunglyndis- og
14 Vikan 33. tbl.