Vikan - 18.08.1983, Side 62
POSTIRIW
Pennavina-
klúbbar í
öðrum löndum
Kœra Vika.
Ég hef mikinn áhuga á
bréfaskiptum, sérstaklega
vid fólk í öðrum löndum.
Þess vegna þœtti mér vœnt
um að þið settuð í Vikuna
eða senduð mér bréf meö
nöfnum á pennavinaklúbb-
um eða blöðum í þessum
löndum: Danmörku, Sví-
þjóð, Noregi, Bretlandi,
Frakklandi, Tyrklandi og
Ástralíu.
Þökk fyrir.
SBF.
Því miður getur Póstur-
inn ekki orðið við öllum
þessum óskum en hér
koma nokkrar utanáskrift-
ir sem einn af lesendum
blaðsins var svo vinsam-
leguraðsenda.
IYS,
P.O. Box 125
SF-20101 Abo 10
Finland.
Bornebladet Junior
Brendstrupsvej 119
Arhus
Danmark.
Norsk Barneblad
Akersgata 7
Oslo
Norge.
Kameratposten
Sveováget 53
Stockholm
Sverige
Því miður hefur Póstur-
inn engin nöfn í Frakk-
landi, Bretlandi, Tyrklandi
og Ástralíu og biður lesend-
ur endilega um að senda
sér nöfn pennavinaklúbba í
þessum löndum, ef þeir
hafatöká.
2x2 = 4
Hœ, hœ, œðislegi Póstur!
Við erum hér 2 vinkonur
fyrir vestan og okkur langar
ofsalega til að spyrja þig að
svolitlu.
Ég er hrifin af strák sem á
heima langt frá mér. Hann
kemur eins oft og hann getur
heim til mín þannig að við
þekkjumst ágœtlega. En
vandamálið er að ég er svo
feimin að ég þori ekki að
spyrja hann hvort hann vilji
byrja með mér. Hvað á ég að
gera? Hann er 4 árum eldri,
en hann á afmœli svo seint á
árinu en ég svo snemma að
það má kalla það þrjú ár.
Og svo er það ég sem er
líka hrifin af strák sem er
svo sœtur. Hann er í sveit á
næsta bœ. Ég þekki hann
mjög vel en ég þori ekki að
segja honum frá því að ég sé
hrifin af honum. Hvað á ég
að gera? Hann er þremur ár-
um eldri en ég.
Tvœr í vanda.
P.S. Hvorugur strákurinn
veit að við erum hrifnar af
þeim.
Já. Ýmsar leiðir eru fær-
ar í þessu máli. Þið getið
unnið saman í málinu, fyrst
þið eruð tvær. Sú vinkonan
sem er skotin í stráknum á
næsta bæ getur sagt hinum
stráknum, þeim sem á
heima langt í burtu, að vin-
kona hennar sé skotin í hon-
um. Og sú sem er skotin í
þeim strák getur sagt
stráknum á næsta bæ að
vinkona hennar sé skotin í
honum. Síðan getið þið bor-
ið saman bækur ykkar um
viðbrögð strákanna, hvort
þeir fengu áfall eða hvort
þeir urðu yfir sig glaðir.
Síðan má vinna áfram að
málinu með því að bjóða
strákunum í ferðalag eða
útreiðatúr, nú eða fjall-
göngu og sjá hvað gerist.
Einnig er það til í málinu
að hvor um sig segi þeim
sem hún er skotin í að hún
sé skotin í honum. Til þess
þarf auðvitað að hrista af
sér feimnina, en eitthvað
verður jú að gera ef þið ætl-
ið ekki að bíða eftir því að
þeir byrji að reyna við ykk-
ur. Það getur samt alltaf
gerst og þá er jú málið
leyst, ekki satt?
62 Vikan 33. tbl.