Vikan


Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 38

Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 38
Stjörnuspá Hruturinn 21. mars 20. april Þér finnst eins og vinur þinn hafi beitt þig miklu óréttlæti án þess aö þú ættir þaö skilið. Getur ekki verið aö þú eigir einhverja sök á því hvernig komið er? Stundaöu sjálfsgagn- rýni. Krabbinn 22. júni - 23. júli Þú ert dulítiö hræddur um aö verkefni, sem þú hefur veriö aö vinna aö undanfarið, heppnist ekki nógu vel. Láttu slíkar áhyggjur lönd og leið og skemmtu þér í faömi fjölskyldunnar um næstu helgi. Vogin 24. sept. - 23. okt. Næsta vika er upp- lögð til viöskipta og þú munt taka ákvöröun sem skilar góöum arði. Ef þú hefur í huga aö skipta um atvinnu ættir þú aö láta þaö biöa um stund. Rétta stundin rennur upp von bráðar. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Þú ert mjög ánægöur meö lífið um þessar mundir. Þér finnst þó eins og eitthvaö sé ekki í lagi. Úr því rætist von bráöar og þú átt eftir aö fá gott tækifæri til aö sýna hvaö í þér býr. Fimm mínútur með Willy Breinho/st Nautið 21. april 21.mai Þú Iætur utanaðkomandi aðstæður eins og veður og tíöarandann í þjóðfélaginu fara allt of mikið í taugarnar á þér. Reyndu aö njóta lífs- ' ins og allra þeirra góöu hluta sem þú átt. Ljónið 24. júli - 24. ágúst Þú þarft aö gera dálítið sem er þér mjög á móti skapi. Þaö er samt betra aö veröa viö þessari bón því þér hættir til aö notfæra þér fólk án þess að nokkuð komi á móti frá þér sjálfum. Tviburarnir 22. mai-21. júni Seinni hluti vikunnar gæti oröiö nokkuö minnisstæöur ef þú lætur til leiöast að fara í örlítið feröalag. Þaö eru einhver veikindi í fjölskyld- unni en ekkert til þess aö hafa áhyggjur af. Mevjan 24. ágúst - 23. sept. Þú kynnist manni í gegnum ákveöiö tómstundastarf sem er ykkur sameigin- legt. Þessi vinátta á eftir að gefa þér ánægjulegar stundir. Þú mátt búast viö breytingum á högum þínum á næstunni. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Líf þitt hefur lengi veriö í mjög föstum skoröum. Ef þú grípur tækifæri sem gefst er mjög líklegt aö miklar breytingar séu í vændum. Þú átt eftir aö veröa mjög ánægöur ef þú lætur til leiðast. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Þú hefur skilað þinni vinnu mjög sóma- samlega en þér finnst þú ekki fá þaö hrós sem þú átt skilið. Ef þú lætur þetta fara í taugarnar á þér er sjálfsánægja þín farin aö keyra um þverbak. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Fyrri hluti vikunnar hefur ekki verið nægilega skemmti- legur og þú lætur þaö fara í taugarnar á þér. Þér hættir til að gleyma öllu þessu ánægjulega sem er aö gerast í kringum þig- Fiskarnir 20. febr. — 20. mars Þú neyöist til aö biöja ákveöna mann- eskju afsökunar á því aö þú hafðir hana fyrir rangri sök. Eftir því sem þú dregur þaö lengur því erfiðara veröur fyrir þig aö gera þaö. Maðurinn með kveikjarann í meira en 25 ár hafði Simon- sen verið vélgæslumaður frá- gangsvélarinnar hjá stórfyrirtæk- inu og unnið það starf óaðfinn- anlega. Það var aldrei neitt út á vinnu hans að setja, en hún var í því fólgin að stinga smurkönn- unni inn í gat hjá spindillokinu á hálftíma fresti. Þetta hljómar nú ekkert sérlega spennandi og var það áreiðanlega ekki heldur. Samt sem áður er hægt að skrifa smásögu um Simonsen, en það er vegna þess að gáfnaljósin í rekstrar- og áætlanadeildinni hjá þessu stóra fyrirtæki komust að þeirri niðurstöðu að spara mætti 70.000 annars glataðar vinnu- stundir árlega ef verkafólkið fengi leyfi til að reykja í vinnu- tímanum svo að það þyrfti ekki að laumast fram á klósett, sýknt og heilagt til að næla sér í ,,smók”. Simonsen var ákafúr pípureyk- ingamaður og þess vegna komu þessar smálagfæringar honum vel. I hvert sinn sem hann var búinn að smyrja kveikti hann sér í pípu og lét fara vel um sig þangað til hann þurfti að seilast í smurkönnuna á nýjan leik. Svona gekk þetta fyrir sig, frá degi til dags, án þess að nokkuð markvert eða skelfilegt gerðist. Það er að segja þar til verkstjór- inn nam staðar dag nokkurn hjá Simonsen til að róta í vösunum eftir eldspýtum. — Æi, Simonsen, sagði hann og kom svolítið nær, — áttu ekki eld handa mér? Simonsen náði mjög fúslega í kveikjarann sinn í vasann og kveikti á honum, álíka fús. Verk- stjórinn stakk vindilstubbnum í logann og náði upp glóð. Síðan varð hann skyndilega formfastur á nýjan leik, rétti úr sér og starði hneykslaður á kveikjarann hans Simonsens. — Hvers konar fyrirbæri er þetta nú? — Þettaerkveikjari. — Kveikjari! endurtók verk- stjórinn. Hann gæti ekki hafa orðið mikið hneykslaðri þó Sim- onsen hefði verið með atóm- sprengju í hendinni. Hann greip kveikjarann af Simonsen með snöggu handtaki og bað Simon- sen að koma með sér. Þeir fóru inn til rekstrarstjór- ans sem kúrði yfir nokkrum teikningum af nýrri vélasam- stæðu. Verkstjórinn dró kveikjar- ann gætilega upp úr vasanum og rétti honum. Rekstrarstjórinn þaut upp frá skrifborðinu eins og eldibrandur. — Hvaðan kemur þetta fyrir- bæri? öskraði hann á verkstjór- ann sem hopaði nokkur skref til baka, dauðskelfdur. — Einn af mönnunum okkar hafði þetta undir höndum. Hann dró þetta upp úr vasanum, án þess að blikna, til að gefa mér eld þegar ég ætlaði að fá mér morgunvindilinn minn. Ég er með þennan mann hér. Verkstjórinn ýtti Simonsen fram að skrifborðinu. Rekstrar- stjórinn sökk dýpra í stólinn sinn 38 Víkan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.