Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 18

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 18
Fréttirnar /es Raanheiður Ásta Péturs Ragnheiöur Ásta Pétursdóttir er áreiðanlega með tíðari „gest- um" á heimilum landsmanna og eflaust finnst mðrgum þeir þekkja konuna sem færir þeim fréttirnar reglulega heim í stof- una. Vikan og Ragnheiður settust niður yfir kaffi og meðlæti fyrir skömmu, ef til vill að einhverju leyti vegna þess að Ragnheiður átti 20 ára starfsafmæli á síðasta ári. Þegar kaffið og meðlætið var komiö á borðið og allt tilbúiö fyrir spjall við þulinn varð blaðamaður að byrja á því að „slökkva á" Jóni eiginmanni Ragnheiðar þar sem hann var byrjaður á lestri 10- frétta þennan morgun, en Jón þessi er Jón Múli Árnason sem einnig færir fólki fréttir heim. Það er ekki orðum aukið að segja að útvarpið sé heimur Ragnheiðar. Hún segir sjálf: ,/Útvarpið er mikill þáttur í tilveru fólks og kannski ennþá frekar hjá mér vegna þess að þarna eru líka Jón og pabbi. Mér finnst ég stundum bera ábyrgð á þessu öllu og á það til að hringja á Skúlagötuna ef ég er heima og heyri að eitthvað er ekki eins og það á að vera." Já, það er ekki aðeins eiginmaður Ragnheiðar sem heldur til á útvarpinu. Fyrir þá sem ekki þekkja til skal þess hér með getið að faðir Ragn- heiðar er Pétur Pétursson þulur sem hefur „heimsótt" hlustendur heim í stofu síðan 1941k_ Ragnheiður á fjögur börn: Pétur, Eyþór, Birnu Guðrúnu og Sólveigu Önnu. Þaö má eiginlega segja aö ég sé uppalin í útvarpinu. Pabbi byrjaði aö vinna þar áöur en ég fæddist og ég kom oft þangað til hans þegar ég var lítil. Ég man þegar útvarpið var til húsa í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll hvaö mér fannst hátíölegt aö koma þangaö. Þaö var svo flott að koma inn í lyftuna, þar var voða fínn leðurbekkur og lyftuvöröur, mjög hátíðlegur blær yfir öllu. Stundum lá ég á bak viö útvarpið heima og fyllti öll göt með rúsínum því mér fannst pabbi vera þarna inni og vildi ekki aö hann væri svangur. Ég var sjö eða átta ára þegar ég las fyrst upp í útvarp. Þaö var í barnatíma hjá Hildi Kalman, Aravísur og kvæöiö um Ola eftir Stefán Jóns- son. Pabbi fór með mér. Hann var svo vand- virkur aö hann lét mig lesa þetta aftur og aftur. Þetta var líklega erfiðasti lesturinn minn í útvarpiö og er varðveittur á plötu í „chiffoniernum” hennar mömmu. Eg var mjög ánægö meö mig á eftir. Árin liðu, ég fór í menntaskóla og tók stúdentspróf. Ég var ófrísk að Eyþóri í stúdentsprófunum og haföi eignast Pétur þegar ég var í fimmta bekk. (Þess má geta að Eyþór er sá hinn sami og er í hljómsveitinni Mezzoforte.) Haustið eftir stúdentspróf fór ég í Háskólann í sögu og dönsku en það var erfitt meö tvö smábörn. Svo var þaö einu sinni aö ég, pabbi og mamma sátum yfir morgun- kaffinu í eldhúsinu og rákum augun í frásögn í til skiptis til aö fylgjast meö og læra af þeim. Það fyrsta sem ég svo las voru 10-fréttir að kvöldi. Ég man að móöursystir mín sagöist hafa orðið svo taugaóstyrk þegar hún heyröi sagt „Ragnheiður Ásta Pétursdóttir les frétt- irnar” að hún fór aö skjálfa í hnjánum og varö aö setjast. Ég skalf nú á beinum sjálf, en Jóhannes Arason og Jói magnaravörður og símastúlkan hjúkruðu mér, helltu í mig kaffi og töldu í mig kjark, en ég hef sjaldan út- varpsskrekk núorðið sem betur fer. Þú spyrö hvernig góður þulur eigi aö vera. Góður þulur þarf að vera áheyrilegur, vel læs, ekki bara frá orði til orös, heldur þarf hann að vera það sem kallað er góður lesari. Hann á að hafa næma málkennd, þykja vænt um móðurmálið og bera virðingu fyrir því, en má ekki vera málsóði. Mér finnst starfið skemmtilegt, ég vil gera vel og mér þykir vænt um starfið. Sumir halda að það sé leiðinlegt að lesa til- kynningar, en þaö er tóm vitleysa. Þetta er þjónusta og það hlýtur að vera hlustað á aug- lýsingarnar því að ekki eru kaupmenn og aðrir auglýsendur svo vitlausir að vera að auglýsa út í bláinn. Fólk vorkennir okkur þégar líður að jólum og segir: „Guð minn almáttugur hvað þetta hlýtur að vera leiðin- legt og þreytandi.” En það er það bara alls ekki. Við sefjum okkur í jólaauglýsingaskap og þetta verður eins og hvert annað jólaann- Eiginlega uppalin í útvarpinu. . . . fyllti stundum útvarpið með rúsínum svo að pabbi væri ekki svangur Alþýðublaðinu um aö það væri verið að reyna stúlkur í þularstarf. Ég sótti um, þetta var árið 1962, og við vorum 20 stúlkur sem reyndum okkur. Það var mikiö mál að komast að í útvarpinu þá. Við vorum þaul- prófaöar, þrjár komust að til reynslu. Eg var svo fastráðin 1. júní 1962 og hef verið í út- varpinu síðan. Var óskaplega taugaóstyrk í fyrsta fréttalestrinum Ég man ekki nákvæmlega þessa fyrstu daga mína í útvarpinu, en ég var hjá þulunum ríki. Hitt er annað mál aö ekki eru allar auglýsingar jafngeðfelldar. Fyrir nokkrum árum gekk ein sem ætlaði alveg að gera mig vitlausa. Hún var um sokkabuxur, ekki orö um að þær væru falleg- ar og þægilegar eða entust vel, heldur var reynt að telja okkur stelpum á öllum aldri og af öllum gerðum trú um að við yrðum bæði ungar og sætar ef við færum í þessar blessað- ar sokkabuxur. Loks kom að því að ég gat ekki stillt mig lengur og auglýsti sjálf undir dulnefni, notaði gamla gælunafnið mitt. Þegar sokkabuxna- auglýsingin kom næst las ég mína strax á eftir, hafði kúnstpásu á milli: 18 Vikan 33. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.