Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 15
kvíðaköst. Foreldrar í skilnaöi eiga því oft
erfitt með að taka tillit til þarfa barna vegna
eigin vanlíðunar. Þá geta fjölskylda, ættingj-
ar og vinir verið mikill stuöningur. Amma og
afi, sem hafa tengst barninu frá byrjun og
þekkja það vel, geta verið því mikilvæg á
þessum tíma og sama á við föður- og móður-
systkini sem geta fengið barniö til sín um
tíma og geta þannig minnkað álag á foreldri
en um leið gefið barninu góðar stundir þar
sem það getur slakað á og gleymt áhyggjum
sínum.
Fóstrur og kennarar þurfa einnig að vita
um breyttar aðstæður til að geta verið barn-
inu til aðstoðar ef þaö verður órólegt og á
erfitt meö að einbeita sér um tíma.
Tengsl við báða foreldra
eftir skilnað eru mikilvæg
Innra með sér hefur barnið mynd af sjálfu
sér sem persónu. Sú persóna er í djúpum
tengslum viö báða foreldra. Þó foreldrar
skilji og annað þeirra flytji að heiman breyt-
ast tilfinningatengsl barnsins við það for-
eldri ekki að sama skapi. Foreldriö er fyrir-
mynd bamsins eftir sem áður. Þess vegna þarf
barnið að geta umgengist það foreldri sem
flytur eins oft og eðlilega og hægt er. Þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið á skilnað-
arbörnum sýna aö þau börn sem samband
hafa við báða foreldra eftir skilnaö eru mun
fljótari að aölaga sig breyttum aðstæðum en
hin sem ekki njóta umgengni við foreldrið
sem flytur. En það er ekki sama hvernig um-
gengnin fer fram. Samvinna miili foreldra um
umgengni er oft ýmsum erfiðleikum háö.
Fyrst og fremst er um það að ræða að foreldr-
ar eru alls ekki búnir að gera upp sakirnar
hvort við annaö og börnin verða auðveldlega
bitbein þegar svo er. Oft geta foreldrar ekki
stillt sig um að spyrja barnið spjörunum úr
þegar það kemur úr heimsókn. Það vill t.d.
vita hvernig var hjá pabba, hvort einhverjir
komu í heimsókn, hvert þau fóru. Það foreldri
sem hefur forræði barns vill oft hafa áhrif á
hvernig heimsóknin verður og hverja barniö
heimsækir. Alverst er þó þegar foreldrar tala
illa um eða fordæma hvort annað í eyru
barns og blanda því í skilnaöaruppgjörið.
Barnið finnur þá hvernig togað er í það. Það
getur ekki veriö báðum foreldrum til hæfis
þegar þeir eru í innbyrðis stríði og það finnur
þetta stríð í sjálfu sér því það er einmitt
órjúfanlegur hluti af þessum báöum foreldr-
um.
Samvinna foreldra
Þeim tíma sem er varið til að reyna aö
koma á samvinnu er vel varið. Foreldrar
halda áfram að vera foreldrar barna sinna þó
svo að þeir skilji. Það eru ótal atvik og at-
burðir í lífi barns þar sem því er mikilvægt aö
foreldrar þess báðir samfagni því eða hugsi
um það í samvinnu, sem dæmi má nefna af-
mæli, kennarafundi, sjúkrahúsdvalir, ferm-
ingu og giftingu. Þegar skilnaðurinn stendur
yfir er hins vegar oft erfitt aö hafa yfirsýn og
gera það sem rétt er hverju sinni. Þess vegna
ættu foreldrar ekki að hika við að fá aðstoð og
ráðgjöf varðandi sjálfa sig og börnin.
33. tbl. Vikan 15