Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 7
SIGLT Á NAUTHÓLSVÍK
í VESTANBLÆNUM
TEXTI: ÁRNI DANIEL MYNDIR: RAGNAR TH.
Tvíburarnir eru meö þetta í
blóðinu. Móðir þeirra, Ingibjörg
Árnadóttir, var besta skíðakona
Islands snemma á 6. áratugnum.
— Skíðaþjálfunin kemur sér
vel, segir Bárður. Hún hjálpar
manni aö halda jafnvægi sem er
nauösynlegt í seglbrettasigling-
um.
Bárður fór að æfa sig í vor, seint
í maí, og hefur náð töluverðri
leikni. Björk er enn að læra byrj-
unaratriðin. Hún hefur ekki farið
svo oft á seglbrettið til þessa. Ann-
ars eru siglingar á seglbrettum
ekki síöur kvennaíþrótt en karla
því að aðalatriðiö er að beita réttri
tækni og kraftar skipta engu máli.
LÍTIÐ MÁL AÐ LÆRA
Á SEGLBRETTI
Ég spyr Bárð hvort erfitt sé að
læra á seglbretti.
— Nei, það tekur ekki langan
tíma, styttri tíma en að læra á
skíði. Það er betra að hafa ein-
hvern til að leiðbeina sér í upphafi
þannig að maður læri undirstöðu-
atriðin rétt. Annars er hætta á því
að maður sitji fastur í einhverri
vitleysunni. Það kostar svona um
20.000 krónur að kaupa sér segl-
bretti og blautbúning þannig að
þetta er ekki dýrt sport, til dæmis
ef margir sameinast um eitt
bretti.
Er ekkert óþægilegt að blotna?
— Nei, nei. Blautbúningurinn er
þannig gerður að hann sýgur í sig
vatnið og síðan hitar líkaminn það
upp og heldur því heitu hve oft
sem maöur dettur í sjóinn. Þetta
er bara hressandi. Það er líka
hægt að fá þurrbúning og þá blotn-
ar maður ekki. En þeir eru dýrari.
— Við erum að hugsa um að
sigla til Akraness einhvern tím-
ann í sumar. Einnig væri gaman
að spreyta sig í öldunum við suð-
urströndina. Þar getur maður
stokkið. Sumir fara heljarstökk á
seglbretti. En það eru aðeins þeir
allra færustu og til þess þarf mikla
þjálfun.
Björk segir: — Þú mátt skjóta
því inn að við viljum fá heita læk-
inn hérna opnaðan aftur. Þaö er
alveg nauðsynlegt að komast í
heitt bað eftir volkið. Nauthólsvík-
in er heldur ekkert sérlega hrein-
leg. Það er hneyksli hvernig búið
er að fara meö hana.
Viö fylgdumst síðan með þessu
hressa fólki leika sér í vindinum
þarna á Nauthólsvíkinni og
Ragnar tók myndir. Þarna var
fleira fólk á seglbrettum, fólk sem
var á vegum seglbrettaskóla Rudi
Knapp. Rudi var sjálfur inni í skúr
á ströndinni og lék músík fyrir
nemendur sína á víkinni. Hann
segir að það taki tíu tíma að verða
fullnuma á seglbretti og að skóli
hans útvegi fyrir 1200 krónur segl-
bretti til aö læra á, kennslu og ann-
að sem til þarf. Svo er bara að
kaupa sér seglbretti og sigla og
sigla..... im