Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 7

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 7
SIGLT Á NAUTHÓLSVÍK í VESTANBLÆNUM TEXTI: ÁRNI DANIEL MYNDIR: RAGNAR TH. Tvíburarnir eru meö þetta í blóðinu. Móðir þeirra, Ingibjörg Árnadóttir, var besta skíðakona Islands snemma á 6. áratugnum. — Skíðaþjálfunin kemur sér vel, segir Bárður. Hún hjálpar manni aö halda jafnvægi sem er nauösynlegt í seglbrettasigling- um. Bárður fór að æfa sig í vor, seint í maí, og hefur náð töluverðri leikni. Björk er enn að læra byrj- unaratriðin. Hún hefur ekki farið svo oft á seglbrettið til þessa. Ann- ars eru siglingar á seglbrettum ekki síöur kvennaíþrótt en karla því að aðalatriðiö er að beita réttri tækni og kraftar skipta engu máli. LÍTIÐ MÁL AÐ LÆRA Á SEGLBRETTI Ég spyr Bárð hvort erfitt sé að læra á seglbretti. — Nei, það tekur ekki langan tíma, styttri tíma en að læra á skíði. Það er betra að hafa ein- hvern til að leiðbeina sér í upphafi þannig að maður læri undirstöðu- atriðin rétt. Annars er hætta á því að maður sitji fastur í einhverri vitleysunni. Það kostar svona um 20.000 krónur að kaupa sér segl- bretti og blautbúning þannig að þetta er ekki dýrt sport, til dæmis ef margir sameinast um eitt bretti. Er ekkert óþægilegt að blotna? — Nei, nei. Blautbúningurinn er þannig gerður að hann sýgur í sig vatnið og síðan hitar líkaminn það upp og heldur því heitu hve oft sem maöur dettur í sjóinn. Þetta er bara hressandi. Það er líka hægt að fá þurrbúning og þá blotn- ar maður ekki. En þeir eru dýrari. — Við erum að hugsa um að sigla til Akraness einhvern tím- ann í sumar. Einnig væri gaman að spreyta sig í öldunum við suð- urströndina. Þar getur maður stokkið. Sumir fara heljarstökk á seglbretti. En það eru aðeins þeir allra færustu og til þess þarf mikla þjálfun. Björk segir: — Þú mátt skjóta því inn að við viljum fá heita læk- inn hérna opnaðan aftur. Þaö er alveg nauðsynlegt að komast í heitt bað eftir volkið. Nauthólsvík- in er heldur ekkert sérlega hrein- leg. Það er hneyksli hvernig búið er að fara meö hana. Viö fylgdumst síðan með þessu hressa fólki leika sér í vindinum þarna á Nauthólsvíkinni og Ragnar tók myndir. Þarna var fleira fólk á seglbrettum, fólk sem var á vegum seglbrettaskóla Rudi Knapp. Rudi var sjálfur inni í skúr á ströndinni og lék músík fyrir nemendur sína á víkinni. Hann segir að það taki tíu tíma að verða fullnuma á seglbretti og að skóli hans útvegi fyrir 1200 krónur segl- bretti til aö læra á, kennslu og ann- að sem til þarf. Svo er bara að kaupa sér seglbretti og sigla og sigla..... im
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.