Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 36
» r i CLttLi
IU II LLLv
Eyjaskreytingar
búlgarski
listamaðurinn
Christo
hefur orðið frægur
að endemum á undanförn-
um árum. Hann reisti til
dæmis 40 kílómetra langa
girðingu úr hvítu plasti þvert
yfir Norður-Kaliforníu. Það
verk tók fjögur ár og þurfti
400 manns í fulla vinnu til að
klára það, auk mikillar og
harðrar baráttu við skrif-
finnsku Kaliforníuríkis.
Christo segist sjálfur ekki
hafa neinn tilgang í huga
með þessum verkum sínum.
— Þetta eru bara lista-
verk, eingöngu listaverk, og
það er í sjálfu sér svo erfitt
fyrir marga að sætta sig við.
Það er kannski tilgangurinn.
Nýjasta listaverk Christos
eru þessar eyjaskreytingar
eða eyjaviðbætur. Þetta
verk er umhverfis 11 eyjar út
af borginni Miami á Flórída i
Bandaríkjunum. Christo
keypti nokkrar milljónir fer-
metra af bleikum poly-
propylen-dúk, réð tvo lög-
fræðinga, sjávarlíffræðing,
sjávarverkfræðing, bygging-
arverktaka og fjölda verka-
manna og að tveimur árum
liðnum var verkinu lokið.
Christo borgar allt sjálfur,
með tekjum sem hann hefur
af sölu vinnuteikninga og
samklippna. Auðvitað getur
hann ekki selt verkin. Hver
vill kaupa ellefu eyjar sem
búið er að umkringja með
plastdúk?!
36 Vikan 33. tbl.