Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 51
Hjól í fjöru
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi svo ein-
kennilegan og skrítinn
draum fyrir stuttu og mig
langar mikið til að fá ráðn-
ingu á honum svo ég leita
tilþín. Eg vona að þú getir
ráðið hann. En hér kemur
draumurinn: Mér fannst ég
vera í H þar sem vinkona
mín, G, á heima, en um-
hverfið var allt öðruvísi en
það er í alvörunni. Húsið
sem vinkona mín á heima i
var að ég held bara á einni
hæð en í alvörunni er það
tvær hæðir og íbúðin var að
öllu leyti öðruvísi en hún er
í rauninni og það var allt í
drasli.
Eyrst þegar ég kom að
húsinu og ætlaði að fara
inn þurfti ég að ganga
meðfram húsinu. Grasið
var alveg ofsalega grænt og
fallegt en samt var fullt af
drasli þar eins og annars
staðar. Stígurinn meðfram
húsinu var um það bil
1,5—2 metrar og síðan var
sjórinn þar fyrir neðan.
Hann var alveg tær. Ein-
hvern veginn vissi ég að
þegar flóð væri flæddi al-
veg upp að grasinu.
Allt í einu fannst mér ég
vera komin inn og allt var
auðvitað í drasli ('allt þetta
drasl var gamlir húsmunir
eða eitthvað í þá áttina).
Um leið og ég var komin
inn fór mamma vinkonu
minnar að reyna að taka til
og ég held vinkona mín
líka. Svo fannst mér alveg
eins og ég væri komin inn í
herbergi, langt og frekar
mjótt en stórt, sem hafði
alltaf verið lokað og ég
hafði aldrei vitað að væri
til. Og þær mæðgurnar
voru þar að reyna að laga
til, voða aumingjalegar því
þær skömmuðust sín fyrir
draslið. Eg man líka vel
eftir rúmgafli sem var uppv
við húsið á stígnum sem
maður þurfti að ganga til
að komast inn. Mamman
virtist einhvern veginn vera
í vandræðum með að koma
honum fyrir.
Eg var allt í einu komin
út og ég var fyrir framan
húsið. (Það var gengið inn í
húsið baka til.) Grasið var
mjög grænt og veðrið alveg
æðislega gott, alveg logn
og mjög bjart en samt bar
ekki mikið á sólinni. Svo sé
ég bryggju þarna (litla
bryggju) og ég fer út á hana
en samt finn ég svo mikið
gras í kringum mig og það
eru steinar t fjörunni,
ósköp venjulegri fjöru, en
þegar ég horfi niður í sjó-
inn, sem er alveg tær, þá sé
ég 3 barnavagna og 2 kerr-
ur sem hafði verið hent í
sjóinn. Einn vagninn var
sokkinn og lá á hliðinni,
hann var hvítur og byrjaður
að ryðga. Kerrurnar og hin-
ir vagnarnir sýndust heil-
legir og flutu næstum því.
Síðan sé ég fjöldann allan
af hjólum sem búið var að
henda í sjóinn og sum
höfðu verið hengd utan á
bryggjuna. Hjólin voru
ekkert ryðguð en mér
fannst afturhjólið á einu
hvítu hjóli þarna vera
bráðnað, felgan og brettið
líka. Mig langaði mjög
mikið íþetta hjól.
Það er ekki allt búið enn.
Síðan fannst mér ég sjá
mjög mikinn þaragróður í
tærum sjónum. Jæja, nú
labba ég aðeins af stað og
fer að tala við G en ég man
ekki eftir að hafa séð hana
og ég sagði henni að við
ættum endilega að taka
hvíta hjólið og eitthvert
annað hjól og láta nýtt
dekk á hvíta hjólið. Allt í
einu lít ég við og sé lítið en
æðislega fallegt hús spöl-
korn í burtu. Landslagið
var frekar hæðótt en fallegt
og það var ekkert drasl á
leiðinni að litla húsinu og t
kringum það. Eg fór ekki
þangað, horfði bara lengi á
það. Mér fannst endilega
að viti ætti að vera rétt hjá
litla húsinu og ég sá eitt-
hvað langt og mjótt standa
upp úr jörðinni en það var
of lítið til þess að vera viti.
Og nú var draumurinn bú-
inn.
Eg ætla að geta þess að
ég sá aldrei vinkonu mtna
eða mömmu hennar en
fann nálægð þeirra og ein-
hvern veginn fann hvernig
þeim leið þegar þær voru
að taka til. Að vísu sá ég
mannveru en hún var bara
svört, ég sá bara útlínurnar
og ég held hún hafi haldið
á rúmgaflinum. Eg vona að
þú hafir skilið þetta bréf og
getirráðið drauminn.
Bless,
Eröken draumgjörn.
Þessi draumur er þér fyr-
ir fjárhagslegum ávinningi
en ekki er allt sem sýnist og
ýmislegt fleira en peninga-
lán mun standa í sambandi
við þetta. Þú verður að taka
á til að bregðast rétt við og
munt þroskast mjög fyrir
bragðið. Draumatáknin
eru mjög á sömu leið en
greinilegt er að þetta er
ekkert einfalt mál, það er
hætta á misskilningi, ýmiss
konar flækjum og vanda-
málum, þó flest það sem
gerist verði að teljast
óvenju hagstætt. Þú þarft
greinilega að vera mjög
skýr í hugsun og gætin til
að halda rétt á spöðunum
og segja mætti að þú þyrftir
á því að halda að vera mjög
skilningsrík en getur hugg-
að þig við að að minnsta
kosti einn aðili málsins sýn-
ir þér mikinn skilning og
stuðning. Þetta gæti verið
stórt tækifæri í lífi þínu og
mjög til farsældar ef þú
heldur rétt á spöðunum.
Að minnsta kosti verður
þetta ekki til neins ills þó
þú ráðir ekki við það.
Draumurinn segir því
miður ekkert um hvernig
þér muni farnast heldur er
hann fyrirboði þess sem
koma skal.
hókí blaðformi
fæstá næsta
blaðsölustað
33. tbl. Vikan 51