Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 35
vikmyndamarkaðurinn er að
verða eins og sjónvarpið — eilífar
framhaldsmyndir. Það er ein af
aðferðum kvikmyndaframleið-
endanna til að lokka fólk í bíó á
tímum versnandi efnahags-
ástands og vídeós að gera fram-
hald af hverri einustu mynd sem
fellur í kramið hjá áhorfendum.
Að baki liggur boðskapur til áhorf-
enda: „Manstu hvað þér fannst
gaman að fyrstu myndinni? Þú
skalt ekki halda aö allt hafi verið
búið þegar ljósin kviknuðu og þú
labbaðir út. Nei, myndin heldur
áfram og þú verður að fara og sjá
framhaldiö.” Þaö var eins gott að
menn þekktu ekki þetta ráð þegar
myndin Á hverfanda hveli var
gerð. Annars væri sjálfsagt verið
aö sýna nú Á hverfanda hveli
XXXVI. Myndin Superman III
hefur verið frumsýnd en hver
Superman-mynd endar á loforði
um að sú næsta sé væntanleg
bráðum. í Bretlandi og Bandaríkj-
unum eru hafnar sýningar á
þriðju Stjörnustríðsmyndinni, en
upphaflega var áætlað að hafa
þær sjö. Þriðja Rocky-myndin
hefur undanfarið verið til sýning-
ar í Reykjavík. Síðasta myndin
verður frumsýnd árið 2020 og
segir frá viðureign Stallone við fé-
laga sína á dvalarheimili aldraðra
hnefaleikara.
Fyrr á árinu var frumsýnd kvik-
myndin Pscycho II með Anthony
Perkins í hlutverki geðsjúklings-
ins eða mömmu hans og gerist 20
árum eftir moröin í sturtunni. Þá
er mamma hans dáin úr elli og
þess vegna hægt að láta Perkins
lausan fyrir góða hegðun. En lengi
lifir í gömlum glæðum eins og sagt
er.
I fyrra var það Grease II og nú
er það Stayin’ Alive, framhald af
Saturday Night Fever meö John
Travolta í aðalhlutverkinu. Og nú
tíu árum síðar lítur framhaldið af
hinni óborganlegu kvikmynd Sting
dagsins ljós. Aðalsprauturnar í
Sting, þeir Paul Newman og
Robert Redford, koma að vísu
hvergi nærri þessari mynd sem
gerist 10 árum síöar en Sting.
Aðalleikararnir í Sting II eru Mac
Davis, Jackie Gleason og Oliver
Reed.
Af væntanlegum framhalds-
myndum eru helstar Kramer gegn
Kramer II og The Graduate II
(það er að segja ef Dustin
Hoffman fær aö leika frú
Robinson).
Framha/dskvikmyndir
33. tbl. Vikan 35