Vikan


Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 34

Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 34
in fárra breskra kvikmynda sem hlotið hefur nær einróma lof gagnrýnenda í ár er Educating Rita eftir Lewis Gilbert sem bæði er leikstjóri og framleiðandi. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Willy Russel sem frumsýnt var hjá Royal Shakespeare Company árið 1980. Það var sýnt í tvö ár í London við mjög mikla að- sókn og var valið besta gaman- leikrit ársins 1980. Með annað aðalhlutverkiö í myndinni, hárgreiðslukonuna Ritu, fer Julie Walters, sú sama og lék hlutverkið í leikritinu en þetta var fyrsta stóra hlutverk hennar. Fyrir túlkun sína á Ritu var hún útnefnd besta byrjandaleikkonan 1980 og efnilegasti sviðslista- maðurinn. Rita er fyrsta kvik- myndahlutverk hennar. Mót- leikari hennar í myndinni, Michael Caine, er öllu frægari og reyndari. Myndin segir frá háskóla- kennaranum dr. Frank Bryant, sem kominn er á miðjan aldur og er alldrykkfelldur, og nemanda, sem hann hálfpartinn neyðist til að gerast leiöbeinandi, hár- greiðslukonunni Ritu. Sögu- þráðurinn endurómar leikrit Shaw, Pygmalion,(sem síðan var fært í söngleikjaform undir nafn- inu My Fair Lady) um samskipti menntamannsins og alþýðu- stúlkunnar. Rita er á margan hátt einföld og barnaleg og talar með sterkum lágstéttarhreim. En á ýmsum öðrum sviðum er hún vel að sér og lífsreynd. Hún hefur þurft að sjá sjálfri sér farboröa með þreytandi og tilbreytingar- litlu starfi. Eiginmaður hennar hefur varla áhuga á öðru en aö hitta strákana á pöbbnum. Rita klæðir sig, talar og hegðar sér allt öðruvísi en hinir nemendurnir. En hún elur í brjósti sér ríka þrá eftir að afla sér meiri þekkingar og aö kynnast lífinu frá nýjum sjónar- hóli. Hún lætur innritast í Opna háskólann sem krefst engra inn- tökuskilyrða og námið fer að mestu fram í gegnum útvarp, sjónvarp, bréfaskóla og í stað- bundnum námshópum og sumar- námskeiðum. Dr. Frank Bryant er ekki sérlega hrifinn af þessum nemanda sínum sem skjögrar um á háum hælum og litar hárið ljóst í dag og rautt á morgun. En það tekst með þeim sérstæð vinátta. Rita er áhugasamur námsmaður og auk þess lærir hún ýmsar lífs- reglur og tekur upp breytta háttu. Hún lærir að meta bókmenntir og listir og auk þess lærir hún að klæða sig á nýjan hátt, að meta „réttu” leikritin, lesa „réttu” bækurnar og að þekkja vín og mat. Hún skilur líka við manninn sinn sem brenndi skólabækurnar hennar og skilur ekki breyttan lífsstíl hennar. Sá sem hefur kennt Ritu mest er Frank Bryant. Hann er miðaldra, fráskilinn, óánægður og lífsþreyttur. Hann dreymdi um að verða ljóöskáld en varð aldrei annaö en kennari. Hann drekkur of mikið og það bitnar á starfinu. Kynni hans af Ritu eru honum ekki síður dýrmæt. Fyrir hennar tilstuðlan lærir hann einnig að líta á sjálfan sig og lífið í nýju ljósi. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki gott aö segja hvort hefur kennt hinu meira og hvort er dýr- mætara. Menntunin sjálf er einskis viröi ef hún hefur ekki í för með sér dýpri skilning á mann- eskjunni sjálfri og umhverfinu, menntunin er heldur ekki mark- mið í sjálfu sér heldur opnar hún leiðir í ýmsar áttir. 1 lok myndarinnar halda þau Rita og Frank hvort í sína áttina. Vegna drykkjuskapar er Frank sendur í tveggja ára „leyfi” til Ástralíu. Rita fylgir honum á flug- völlinn en á leiðinni fær hún að vita að hún hefur staðist prófiö. Julie Walters er tvímælalaust „stjarna” myndarinnar. Hún leikur hlutverk sitt af alúö og sannfæringarkrafti og gerir því frábær skil. Samstarf þeirra Michael Caine og Julie Walters var með eindæmum gott og þau hafa keppst við að lofa hvort annað í viðtölum. Michael Caine á að baki um fimmtíu kvikmyndir og miðlaði Julie Walters kennara- lega af reynslu sinni. Á sama hátt hafði leikgleði og einlægni Julie Walters jákvæð áhrif á Michael Caine. Hann kenndi henni sitt af hverju, hún kenndi honum sitt af hverju. Julie Walters var ekki með öllu óþekkt nafn í Bretlandi áður en hún lék í þessari kvikmynd. Eins og áöur sagði fékk hún mikið lof og viðurkenningu fyrir frammistöðu sína á leiksviðinu. Hún hefur leikið í föstum sjónvarpsþáttum og ýmsum sjónvarpsþáttum og myndum. En nú er henni spáð mikilli frægð og frama. Það var kvikmyndin Alfie sem gerði Michael Caine frægan og því er spáð að Educating Rita eigi eftir að hafa svipuð áhrif fyrir Julie Walters. 34 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.