Vikan


Vikan - 18.08.1983, Síða 40

Vikan - 18.08.1983, Síða 40
Lögreglan í Senswall í New Mexico hélt að einfalt mál hefði borist upp í hendurnar á henni þegar svokallað Kendruff-mál kom upp í ágúst 1982. Málið átti þó eftir að valda lögreglunni þar, og loks alríkislögreglunni, meiri heilabrotum en flest önnur mál sem upp komu um svipað leyti. Ung kona, Alice Kendruff, hringdi snemma kvölds á laugar- degi í lögregluna og tilkynnti að maðurinn hennar lægi örendur á gólfinu heima hjá þeim. Hún hafði reynt lífgunartilraunir en árangurslaust. Eiginkonan unga virtist frem- ur róleg og yfirveguð og greindi fúslega frá því sem hún vissi við fyrstu yfirheyrslur. Saga hennar var ákaflega einföld: maðurinn hennar hafði fengið sér einfaldan asna eftir kvöldmatinn, gengið um gólf meðan hann hlustaði á fréttirnar í sjónvarpinu og horfði með öðru auganu á það sem vakti athygli hans þar. Hún hafði líka gefið fréttunum auga en annars verið niðursokkin í bók og ekki tekið eftir miklu í kring- um sig fyrr en maður hennar hneig niður fyrir framan hana og ísmolarnir úr glasinu dreifðust yfir gólfið. Hún hafði verið starfandi hjúkrunarkona áður en hún gift- ist Kendruff yfirlækni og reyndi því lífgunartilraunir en árangurs- laust. Pleyton lögregluforingi hafði á tilfinningunni að konan væri að segja satt þegar hún rakti þessa sögu. Frúin greindi frá því að læknirinn hefði orðið uppvís að alvarlegri vanrækslu í starfi og bandarísku læknasamtökin hefðu ekki treyst sér til að standa með honum í því máli, maður- inn hennar hefði verið mjög þunglyndur eftir að hann missti atvinnu við virt sjúkrahús í New Mexico, drukkið stíft og litla til- burði sýnt til að takast á við vandamálið. Hann hefði lokað sig inni, orðið mjög upptekinn af útliti sínu og fylgst með um- heiminum gegnum sjónvarpið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.