Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 46
FRA MHA LDSSA GA
lætur drauginn láta öllum illum
látum.
I mars 1966, tveimur mánuöum
eftir réttarhöldin, var haldin al-
þjóðleg ráðstefna um mannleg
samskipti. Um það bil sextíu
fræðimenn og sérf ræðingar hópuð-
ust saman til aö eyða fimm dögum
á fyrsta flokks lúxushóteli, héldu
fyrirlestra og hlustuðu hver á
annan. Hvar sem á var litið var
þetta fyrsta flokks framkvæmd.
Ekki var boðið nema bestu
mönnum í hverri sérgrein og
sagnfræðingurinn sem varö fyrir
valinu var Charlie. Charlie tók
mig með sér á ráðstefnuna ein-
faldlega vegna þess að viö vorum
ástfangin og vildum ekki skilja
lengi.
Við flugum til Chicago aðra
vikuna í mars og svo til Boston,
þar sem límúsína frá hótelinu beið
okkar og þriggja annarra þátttak-
enda. Við ókum í nærri því þrjá
tíma upp í hæðirnar í New
Hampshire og Charlie og hinir
mennirnir voru í andlegum tennis
alla leiðina en ég sat lotningarfull
og steinþagöi. Ég var tuttugu og
þriggja ára og nýlega byrjuð að
vinna aö magistersprófi. Eftir
þrjá tíma í límúsínunni var ég að
gráti komin í örvæntingu. Ég fékk
ekki séð að ég myndi nokkru sinni
vita jafnmikið og nokkur þeirra
fjögurra eða geta farið með þá
þekkingu með svona kæruleysis-
legum hrokafullum léttleika.
Rétt áður en við komum á hótel-
ið teygði skeggjaði gamli rafstýri-
tæknirinn fram höndina og klapp-
aði mér á hnéð, strauk það losta-
fullt.
„Guði sé lof fyrir að maðurinn
þinn hafði þig með, elskan,” sagöi
hann. „Þú ert nákvæmlega það
sem við þurfum allir — falleg ung
kona sem kemur blóði okkar til að
ólga svo að við getum haldið
áfram þessu eigingjarna kjaft-
æði.”
Ég brosti til mannsins, var
raunverulega ánægð. Mér fannst
hann vera að gefa mér hlutverk að
leika, ástæðu til að vera þarna. Ég
einsetti mér að vera jafnlagleg og
ég gæti á ráöstefnunni og hlusta
jafnfleöulega og ég gæti.
En ráöstefnan fór framhjá mér í
móðu og það sem ég bar með mér
frá þessari ráöstefnu 1966 var
vissa um að ég gæti ekki ennþá
drukkið í mig, gæti enn ekki notað.
Ég komst að því aö á ráð-
stefnum eru margar tegundir
karlmanna en ekki nema tvær
kvengerðir, ef þjónustustúlkur
hótelsins eru undanskildar. Það
eru þær gáfuðu sem eru þátttak-
endur og þær laglegu sem eru
eiginkonur.
Þegar ég kom fyrst inn í matsal-
inn létti mér að sjá konur hér og
hvar dreifðar milli karlanna.
Heima höfðu ekki verið nema
þrjár konur af tuttugu og tveimur
nemendum við magistersnám.
Hlutföllin hér virtust ósköp ámóta
og það kom mér ekki á óvart. Það
sem kom mér á óvart, það sem
síaöist undrahægt inn í þykka
höfuðskel mína þegar dagarnir
liðu var aö það var enginn kven-
kyns þátttakandi þarna sem ég
hefði viljað vera. Þarna var ljúf,
þreytt, friösælt syrgjandi nunna
sem hét systir Grace Anthony
Morrow og var sérfræðingur í
málvísindum. Þarna var há, breið
kona úr Bandaríkjaher, sem sér-
hæfði sig í utanríkismálum, hún
var fjörutíu og eins árs og ein-
hleyp, notaði þykk gleraugu og
þung, dökk jakkaföt og var með
hárið klippt eins og karlmaöur. Og
þarna var næstum því laglegur
félagsfræöingur, kona sem faldi
sig undir víöum, dökkum fötum og
var með gleraugu sem duttu í sí-
fellu af henni. Hún skalf svo mikið
þegar hún stóð upp til að kynna
erindið sitt að enginn skildi hvað
hún varaðsegja.
Ég komst að því að mér líkaði
vel að vera talin falleg og ég hafði
gaman af því að karlmennirnir
brostu til mín. Mér líkaði vel að
vera kát, hjálpfús og hlýleg. Ef
kona þurfti að glata því öllu til aö
ná hátindi í starfi var ég ekki viss
um að ég vildi leggja á brattann.
Ég býst við að ég hafi í örvænt-
ingu verið að leita mér að fyrir-
mynd. En á ráðstefnunni 1966 fann
ég enga þannig að ég komst ekki
að neinu á ráðstefnunni sem gat
orðið mér að gagni á því tímabili
ævi minnar. Charlie reyndi auð-
vitað alltaf aö verða mér að liði á
sinn óljósa, viöutan hátt, en ég
vissi að hann skildi ekki vandamál
mitt. Það var naumast að ég geröi
mér sjálf grein fyrir því.
Þegar ég byrjaöi að vinna að
magistersprófinu mínu þennan
■
100% bómullarkvenfatnaður
46 Vlkan 33. tbl.