Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 42

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 42
„Vondi gamli pabbi, hvernig gastu farið frá okkur?” eða „Vonda gamla kerling, af hverju heldurðu að þú sért nógu góö til aö búa með pabba okkar? Af hverju færðu að búa með honum en ekki við? Ég hata þig!” Ef þetta hefði gerst hefði telpun- um kannski liðið betur. Reiöi þeirra hefði kannski sprungið og eyðst í stað þess aö brenna stöðugt innra með þeim, minnka smám saman eftir því sem árin liðu en skjótast fram við og viö gegn okkur Charlie. Okkur Charlie hefði kannski líka liðið betur. En við vorum siðmenntuð. Sannleikurinn var hulinn. Ef til vill vorum við ekki annaö en kurteis. Við reyndum okkar besta, samkvæmt verömætamati hvers og eins. Og við vorum ringluð, við vissum hvorki upp né niður. Við elskuöum allar Charlie og við vildum gera hann hamingjusam- an en við þekktum ekki hver aðra. Við elskuðum ekki hver aðra. Við sátum í valtri tilfinningaóreiðu. Og ég held, þegar öllu er á botn- inn hvolft, að okkur hafi tekist nokkuð vel upp. Þegar við áttum aðeins eftir eina viku með telpunum reyndi Charlie að gera hana að afmælis-veislu-kjöt- kveðju-hátíðar-sleikibrjóstsykur- lands-tímabili svo að þær færu aftur til Massachusetts og níu mánaða hjá móöur sinni með góðar, hlýjar, hressandi minning- ar um föður sinn og Kansas City. Hann keypti handa þeim ný skóla- föt — kjóla, skó, kápur — allt saman. Og ég geröi mitt, ég snerti Charlie ekki eða kyssti hann alla vikuna (nema auðvitaö í dásam- legu einrúmi í rúminu okkar). Eg var svo góð og vingjarnleg sem ég gat hugsanlega verið. Daginn sem við fylgdum telpun- um á flugvöllinn enduöum við öll grátandi. Cathy byrjaði og í þetta sinn sá ég að tárin komu ekki úr málmkrönunum hennar. I þetta sinn var hún ekki að reyna að stjórna neinum. I þetta sinn var það satt. „Ég vil ekki fara frá þér, pabbi! ” volaöi hún allt í einu þeg- ar viö stóðum í biðröðinni við hliðið. „Elsku pabbi,” grét hún, „komdu aftur og búöu hjá mömmu og Caroline og mér. Ég vil aftur verða fjölskylda!” Hún hékk um hálsinn á honum og bleytti skyrtukragann hans. „Ég skal koma og heimsækja þig bráðum. Ég skal hringja í þig í kvöld. Ég skal skrifa þér bréf, elskan,” sagði Charlie. Rödd hans var hálfkæfð og hann gat ekki haldiö aftur af tárunum. Caroline stóö og kreisti nýju brúöuna sína og flugtöskuna sína, fulla af sælgæti og teiknimynda- sögum, hélt dauðahaldi um þessar eigur sínar eins og einhver myndi kannski hrifsa þær af henni ef hún væri ekki á varðbergi. Hana langaði líka til að gráta og halda dauðahaldi í fööur sinn en hún var 42 Vikan 33. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.