Vikan - 18.08.1983, Blaðsíða 26
Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: RagnarTh.
Nokkur umfjöllun um vín og
vínmennt hefur átt sér stað í ís-
lenskum blöðum og tímaritum
síðustu ár og nú þegar hafa
nokkrir mætir menn skapað sér
sess sem allsherjardrottnar land-
ans í þessum efnum. Umfjöllun-
in hefur þó verið talsvert tak-
mörkuð og sleggjudómakennd,
að mínu mati. Mér dettur til
dæmis í hug í þessu sambandi að
einhver þeirra nefndi amerískt
vín sem kallað er Chablis og fæst
hér í ÁTVR. Þessi maður sagði
þetta vín hið mesta ágæti, sem
ég lái honum ekki, en hann
bætti því við að það gæfi hinu
franska Chablis ekkert eftir.
Þessi orð þóttu mér bera vott um
þekkingarleysi og vera, vægast
sagt, móðgun við eðalvín, sem er
og verður einstætt fyrir margra
hluta sakir.
En ekki er allt alvont sem
skrifað hefur verið um vín í hér-
lendum blöðum. Ég minnist til
dæmis ágætrar og fróðlegrar
greinar sem birtist í Vikunni síð-
astliðið sumar.
Það er ekki aðeins hér á landi
að vín hafa hlotið aukna athygli.
Sömu sögu er að segja úr ná-
grannalöndum okkar og víðar.
Fyrr á tímum voru Bretar helstu
njótendur og sérfræðingar í vín-
mennt. í heimalandi þeirra er
hvað mest úrval eðalvína heims-
ins. Nú munu sjálfsagt margir
reka upp stór augu, rengja orð
mín og segja sem svo að það
hljóti að vera Frakkar, þeir fram-
leiði öll fremstu vín í heimi. En
almenningur í Frakklandi veit
ótrúlega lítið um vínin sem
framleidd em í landinu. Frakkar
drekka að vísu mikið magn vína
daglega og kunna að meðhöndla
þau, en þekking þeirra nær oft á
tíðum lítið út fyrir heimabyggð-
ina.
Bresk yfirstétt og mennta-
mannastétt er sá hópur manna
sem best þekkir og mest veit um
vínin sem framleidd em í suður-
hluta Evrópu. Það er frá þeim
sem vínmenntin hefur breiðst út
um heiminn og til dæmis em
flestar bestu vínbækur, sem fá-
anlegar em, skrifaðar af Bretum.
En þessi áhugi á vínum hefur
breiðst út með ótrúlegum hraða
síðustu árin. Eftirspurn eftir eð-
alvínum hefur margfaldast og
leitt af sér mikla verðhækkun á
þeim. Til dæmis var leikur einn
að gera reyfarakaup í vínbúðum í
London fyrir um það bil ríu ár-
um. Nú er það mun erfiðara og
ekki skal ég halda því fram að
vínmennt sé ódýrt áhugamál.
í Noregi og á íslandi em
áfengisútsölur ríkisreknar. Á
26 Vikan 33. tbl.