Vikan


Vikan - 05.01.1984, Page 25

Vikan - 05.01.1984, Page 25
Umsjón: Jón Ásgeir m Eldhús Vikunnar Baskar eru sérstakur þjóð- flokkur sem lengi hefur lagt áherslu á sjálfstæða menningu og arfleifð. Þetta er upp til hópa gestrisið fólk og kann því vel að handfjatla eldhústólin. Þjóðremba Baskanna lýsir sár meðal annars í sérviskulegri litadýrkun þeirra, raunar eru þjóðarlitirnir rauður, grænn og hvítur. Hús Baskanna eru hvít með rauðu skrauti og þau standa á grasgrænu undirlagi. Þjóð- búningurinn er hvítur með grænum mittislinda og rauðri baskahúfu. Og í matinn nota Baskar rauða og græna papriku, rauða tómata og hvítan lauk. Baska, Baska, bamba Eggjahræra að hætti Baska (Tekur 25 mínútur að laga fyrir 4) 3 stórar grænar eða rauðar paprikur 1/2 lítill rauður pipar 4 matskeiðar ólífuolía 1 stór laukur 1 hvítlauksrif 4 stórir tómatar 1 teskeið thymian 1 lárviðarlauf 6 egg, salt 1—2 matskeiðar steinselja Hitið paprikumar undir ofngrillinu og veltið þeim oft, þar til húðin dökknar og hægt er að rífa hana af. Fjarlægið kjarnana og skerið paprikurnar í lengjur. Hitið þær á pönnu í olíunni. Smásaxið lauk og hvítlauk og bætið saman við. Sjóðið tómatana áður, flysjið þá, sneiðið og bætið saman við grænmetið á pönnunni, ennfremur thymian, lár- viðarlaufi og salti. Látið allt krauma í 5 mínútur — helst ekki lengur svo að það verði ekki að mauki. Þeytið saman egg, salt og steinselju, þar til myndast hefur fínleg froða, og hellið svo yfir grænmetið á pönnunni. Þegar eggin fara að steikjast skal hræra lauslega í þeim meö tréspaða. Takið síðan strax af hellunni og berið á borð. Fjórar íslenskar skinkusneiðar, hitaðar í smjöri, hæfa vel sem meölæti. Einnig franskbrauö. Og hófsamir dreypa kannski á rósavíni. 1. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.