Vikan


Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 25

Vikan - 05.01.1984, Blaðsíða 25
Umsjón: Jón Ásgeir m Eldhús Vikunnar Baskar eru sérstakur þjóð- flokkur sem lengi hefur lagt áherslu á sjálfstæða menningu og arfleifð. Þetta er upp til hópa gestrisið fólk og kann því vel að handfjatla eldhústólin. Þjóðremba Baskanna lýsir sár meðal annars í sérviskulegri litadýrkun þeirra, raunar eru þjóðarlitirnir rauður, grænn og hvítur. Hús Baskanna eru hvít með rauðu skrauti og þau standa á grasgrænu undirlagi. Þjóð- búningurinn er hvítur með grænum mittislinda og rauðri baskahúfu. Og í matinn nota Baskar rauða og græna papriku, rauða tómata og hvítan lauk. Baska, Baska, bamba Eggjahræra að hætti Baska (Tekur 25 mínútur að laga fyrir 4) 3 stórar grænar eða rauðar paprikur 1/2 lítill rauður pipar 4 matskeiðar ólífuolía 1 stór laukur 1 hvítlauksrif 4 stórir tómatar 1 teskeið thymian 1 lárviðarlauf 6 egg, salt 1—2 matskeiðar steinselja Hitið paprikumar undir ofngrillinu og veltið þeim oft, þar til húðin dökknar og hægt er að rífa hana af. Fjarlægið kjarnana og skerið paprikurnar í lengjur. Hitið þær á pönnu í olíunni. Smásaxið lauk og hvítlauk og bætið saman við. Sjóðið tómatana áður, flysjið þá, sneiðið og bætið saman við grænmetið á pönnunni, ennfremur thymian, lár- viðarlaufi og salti. Látið allt krauma í 5 mínútur — helst ekki lengur svo að það verði ekki að mauki. Þeytið saman egg, salt og steinselju, þar til myndast hefur fínleg froða, og hellið svo yfir grænmetið á pönnunni. Þegar eggin fara að steikjast skal hræra lauslega í þeim meö tréspaða. Takið síðan strax af hellunni og berið á borð. Fjórar íslenskar skinkusneiðar, hitaðar í smjöri, hæfa vel sem meölæti. Einnig franskbrauö. Og hófsamir dreypa kannski á rósavíni. 1. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.