Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 5
Slysin eru ekki lengi að gerast. Það sannaðist á
dögunum er söngvarinn heimsþekkti, Michael
Jackson, stóð í Ijósum logum er eitt atriðið í
auglýsingakvikmynd sem hann lék í mistókst.
Það er því hætt við að einhver frestur verði á
þeim áformum sem hann hafði í huga nú í vor.
Talið er að brunasár hans séu það alvarlegs eðlis
að hann þurfi ró og næði í nokkurn tíma á meðan
hann jafnar sig.
Eitt af því sem Michael Jackson stefnir að, en
hann er nú 24 ára, er að láta að sér kveða á kvik-
myndasviðinu. Þetta vita leikstjórar og hafa sent
honum ótal handrit til að reyna að freista hans.
Hann lék í „The Magician" á móti Diönu Ross,
sem hann segir vera eina af þeim persónum sem
hann dáist mest að. Æðsti draumur hans nú er að
fá að leika í kvikmynd með uppáhaldsleik-
stjóranum sínum, sem er enginn annar en
Steven Spielberg. Áður en Jackson slasaðist var
allt útlit fyrir að þessi draumur myndi rætast og
hann fengi hlutverk í kvikmynd Spielbergs,
Peter Pan. Áður hafði hann unnið við tónlistina í
E.T. og þeim orðið vel til vina. — En nú eru málin
sem sagt í biðstöðu og enginn veit hvað verður
úr kvikmyndadraumum stjörnunnar Michael
Jackson.
Diana Ross og Michael Jackson léku saman í „The
Magician".
Sagan segir að þau Michael Jackson og Brooke
Shields séu að slá sér saman. Hvað verður í framtíð-
inni veit enginn.
15. tbl. Vikan 5