Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 35
~\s Draumar Tákn á himnum Kæri draumráðandi. Þennan skrýtna draum dreymdi mig fyrir nokkru og þar sem mér fannst hann skrýtinn skrifaði ég hann niður því mig hefur aðeins einu sinni áður dreymt svona skýran draum. Núna, tæpu ári seinna, þegar ég var að skrifa þér þennan draum, var hann ennþá svo í skýr í huga mér að ég þurfti ekki að nota minnisblöðin en gat skrifað beint eftir minni og blöðunum bar saman við það á eftir. Nú langar mig að vita hvort þú getur ráðið drauminn fyrir mig. Fyrir utan drauminn sem ég minntist á hér að ofan hef ég ekki get- að munað drauma mína og hugsa ekki svo um þá. Mér fannst ég vera stödd rétt fyrir hádegi inni í eldhúsi hjá mér og svo kallaði S á mig og sagði mér að sjá svolítið. Við fórum saman út t garð og horfðum í vestur og það voru MJÖG sér- kennileg ský á himninum, rauður bjarmi ískýjunum og eins og kviknað vceri íþeim. S bendir og spyr mig hvort ég sjái andlitið sem sé að myndast í skýjunum. Já, segi ég. I því raðast andlitið saman og verðurskýrt og sést vel. Rauði bjarminn var mjög ein- kennilegur. Við vissum báðar að þetta var tákn og var Guð almáttugur og hann fór að tala til okkar um illsku mannanna og við frusum alveg niður. Eg stóð eins og myndastytta og var mjög hrædd en var eins og dáleidd. Svo fór ég að gráta og féll á kné og grét °i irét þegar sýnin eða skýið leystist í sundur og hvarf. Þá sný ég mér í austur, að tröppunum að húsinu. Fyrir neðan tröppurnar voru maður og kona sem virtust vera að bíða eftir mér. Maðurinn brosti hugg- andi til mín. Eg vissi ekki hver konan var en um leið og ég sá manninn (sem var klæddur í venjulegar buxur, jakka og peysu — ekki jakkaföt en föt úr terylene-efm) þá vissi ég að þetta var Jesús Kristur. Eg hljóþ grát- andi til hans og hann tók utan um hendurnar á mér og huggaði mig. Síðan leiddu þau mig á milli sín suður götuna. Jesús spyr mig að einhverju, sem ég man ekki, en ég svara honum að það geti aðeins tveir, guð og hann. Hann brosti lítið eitt og sagði: Já, það mun sennilega vera rétt hjá þér. Mér leið mjög vel í ná- vist hans. Konuna vissi ég ekkert um annað en að hún gekk við hlið mér en sagði ekkert (Jesús gekk hinum megin við mig). Endir. Kona að norðan. PS. Hvaðþýðir að dreyma nafnið X.? Draumanafnið fyrst, þetta nafn merkir í draumi merkan viðburð og farsælan fyrir þig. Þessi draumur er einstaklega góður, en það er í rauninni lítið um hann að segja. Öll tákn draumsins eru mjög heillarík og ekkert skyggir þar á, þetta er mikill gæfudraumur sem tæplega er ætlast til að maður skýri nokkuð frekar. Hestur og eiturslanga Kæri draumráðandil Eg hef aldrei áður sent þér draum og vonast eftir svari. Eg segi hér tvo drauma sem ég tel að séu eitthvað tengdir saman. Eyrri draumurinn erþannig að mér fannst að ég og allir þar sem ég bý, eða að minnsta kosti allt heimilisfólk, eiga t vændum árás býflugna. Við vorum alltaf að bíða eftir stóru, svörtu skýi sem myndi vera býflugur. Eg man ekki eftir neinu fólki í kringum mig meðan við biðum en mér fannst það vera þarna. Við biðum og biðum og ég var orðin alveg óð af hræðslu. Allt í einu er ég komin uþþ á þak í fjárhúsum og er að hugsa um að fela mig í snjónum milli risanna (fynr býflugunum). En svo hugsaði ég sem svo að ég gæti ekki svikið hitt fólkið, ég yrði að þola það sama og það. Eg fór þess vegna aftur heim. Það var langt liðið á kvöld þegar ég var komin út á tún og alltaf hugsaði ég um hvenœr býflugurnar kæmu. Þá allt í einu kemur hestur til mín og segist heita Sörli Nóason og hann spyr hvort hann eigi að hjálpa mér. Eg var að deyja úr hrœðslu. Ég fer heim og segi frá þessu. Svo er orðið aldimmt og ég fer að hugsa út í það hvernig hestur geti hjálpað mér. Þá allt í einu sjáum við Ijós af kyndli uppi ífjalli (við vorum alltaf úti i eldhúsglugga til að athuga hvort við sœjum býflugurnar) og svo fleiri og fleiri. Kyndlarnir fóru allir skáhallt niður eftir fjallinu. Þá vissum við að Sörli og dýrin hans (ég vissi bara að hann hafði dýr til hjálpar) höfðu bjargað okkur frá býflugunum og allir voru glaðir. Seinni draumurinn erþannig: Mig langaði svo í eiturslöngu, gula, hún mátti baravera gul. Eg var alltaf að tala um að mig langaði í gula eiturslöngu. Svo gaf pabbi mér gula eiturslöngu. En ég varð svo hrœdd við hana að ég þorði ekki að snerta hana og óskaði þess að ég hefði aldrei fengið hana. Mér fannst hún ógeðsleg. I báðum þessum draumum var ég mjög hrædd. Eg var til dæmis hálfsmeyk þegar ég vaknaði af seinni draumnum þvímér fannst slangan vera á gólfinu. Með fyrirfram þökk, Magga. Eins og þú getur réttilega til eru þessir draumar samofnir og á hvern veg sem þeir eru ráðnir fara ráðningar þeirra saman. Þessa drauma má taka á tvo vegu: sem tákndrauma og er þá merking þeirra ráðin eftir tákn- unum beint, eða að þeir endur- spegli einhverjar sviptingar í einkalífinu hjá þér, kvíða og vonir. Hér á eftir fer ráðningin út frá hvoru um sig. Táknrænt séð eru draumarnir fyrirboði einhverra umskipta og sviptinga í fjármálum hjá þér og fjölskyldu þinni. Ýmislegt, ef til vill utanaðkomandi aðstæður svo sem veðrátta, ef til vill einhver tímamót, gifting, ferming, skirn eða jafnvel jarðarför (í draumunum eru ekki sorgar- tákn), veldur miklum útgjöldum og sveiflum á fjárhag fjölskyld- unnar. Þarna getur komið inn viss áhætta og jafnvel að einhver í fjölskyldunni sé ekki eins heiðarlegur í peningamálum og æskilegt væri. Draumráðandi telur draum- ana hins vegar mjög lík- lega endurspegla ákveðna þætti í lífi þínu um þessar mund- ir og þá sérstaklega miklar hugleiðingar um strákamál, kyn- líf og ástir. Það er eins og I þér sé viss beygur út af þessum málum en á milli takist þér að herða þig upp og vera ófeimin og eðlileg í framkomu við fólk. Sé hugmynd draumráðanda rétt hugsarðu mjög mikið um þessi mál um þessar mundir og draumar í þessum dúr gætu haldið áfram á næstunni. Ef þér er ami að þessum draumum væri mjög skynsamlegt að reyna að ræða ástarmál og kynlíf hreinskilnis- lega við einhverja góða vinkonu, það eru oft margir á sama báti og maður sjálfur. Á þessu sviði er draumráðandi enginn sér- fræðingur, getur aðeins bent á hugsanlega túlkun á draum- unum og bent á þá skað- lausu lausn að tala um það sem liggur manni á hjarta. Það er vel þekkt að órói í draumum minnkar ef manni tekst að finna út hvað angrar mann í vöku og tala um það við einhvern. En kannski er þetta bara venjulegur tákndraumur, þú munt væntan- lega þekkja einkenni því til stuðnings á hvora skýringuna sem þú veðjar. bók í b/aöform/ fæstá næsta b/aðsö/ustað 15 tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.