Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 6

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 6
NÆTURLÍF í Texti: Sigrún Harðardóttir Myndir: Ragnar Th. AMSTERDAM Blikkandi Ijósaskilti, óslitin röð bifreiða sem innihalda óþolinmóða ökumenn sem iáta ekki sitt eftir liggja við að þeyta bílflautuna, helst hærra og óþreyjufyllra en gæinn á tryllitækinu fyrir framan eða aftan — mjakast samt áfram með hálfum hraða gangandi manns þrátt fyrir engu minni troðning fólksfjöldans á gangstéttunum. Ilmurinn af frönskum kartöflum, poppkorni, hamborgurum og öðru matarkyns fær munnvatnskirtlana til að starfa með auknum hraða svo freistingin verður til þess að falla fyrir henni þó að ekkert pláss sé fyrir aukabita eftir kvöldmatinn og franskar kartöflur teljist eiginlega ekki til uppáhaldsrétt- anna. Hlátrasköllin og kliðurinn frá kaffihúsunum og kránum, ómur af dansmúsík, dinnermúsík, jassmúsík, diskómúsík, poppmúsík eða bara gömlum slögurum bland- ast saman í eina allsherjar sinfóníu stórborgarinnar. Við erum ekki lengur stödd í henni Reykjavík eða í litla þorpinu við fjörðinn þó föstudagsumferðin í Reykjavík minni stundum á stórborgaröngþveiti. Nei, við lentum að þessu sinni í Amsterdam þó þessi lýsing gæti allt eins átt við hvaða aðra stórborg sem er nema Osló sem sögð er vera eitt stærsta sveitaþorp í heimi. Rembrantsplein Við stöndum hér á miðju Rembrantsplein og reynum að átta okkur á því að viö erum ekki lengur heima, þar sem við eyðum föstudagskvöldinu í góðum vina- hópi, ef ekki í heimahúsi þá á Oðali eða Sögu, heldur í framandi stórborg meö óendanlegum mögu- leikum til þess að láta sér ekki leiðast eina mínútu. Þetta stóra torg, umlukið kaffihúsum, börum og næturklúbbum, er eitt vinsæl- asta skemmtanasvæði Amster- dam. Áður fyrr var hér markaður með mjólkurafuröum og kjúkling- um en 1876 var styttu af Rembrant komið fyrir á miðju torginu og dregur torgið nafn sitt af henni. Það er ekki úr vegi að bregöa sér inn á einhvern barinn og skola niöur einum bjór á meðan 6 Vikan 15. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.