Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 28
Slúður
Dóttir móður sin
eignaðist dóttur á dögunum
„Eftir andlát móöur minnar ákvað ég aö
fjölskyldan skyldi ganga fyrir ölluJtftt-
ir mín veróur aö koma í staö mó%ir
minnar og þess vegna ber hún hennar,.
nafn líka. En í raun og veru getur samt
enginn komió algerlega í hennar staó og
þess vegha á ég ennþá erfitt með aó
kalla litlu dóttur mína Ingrid."
I 5. tölublaði 1984 greindi frá
heimsókn Vikunnar í höfuðstöðvar
Lancomeveldisins í París og þess
þá jafnframt getið aö sýningar-
stúlkan Isabella Rossellini hefði
gert samning við fyrirtækið um að
verða tákn snyrtivara þess næstu
árin. Hún getur varla talist ein af
konunum í láglaunaflokknum því
sagt er að hún fái 216.000 íslenskar
krónur fyrir dagsverkið og enginn
veit hvað samningurinn við
Lancome gaf af sér í tölustöfum.
En þetta eru ekki fyrstu kynni
lesenda Vikunnar við Isabellu
Rossellini. I 46. tbl. árið 1982
sögðum við ítarlega frá henni og
fyrstu geislum frægðarsólarinnar.
Þar kom fram að hún er dóttir
þeirrar frægu Ingrid Bergman og
Roberto Rossellinis. Tvíburasyst-
ir hennar heitir Isotta og býr á
Italíu ásamt eiginmanni, arki-
tektinum Alberto Accarito. Isa-
bella sjálf var hins vegar gift leik-
stjóranum Martin Scorsese og bjó
í Bandaríkjunum. Síðan er nokk-
urt vatn til sjávar runnið og
leikstjórinn ekki lengur efstur á
blaði því nýr maður, ný gifting og
splunkunýtt bam eru nú það sem á
hugann allan. Nýi maðurinn heitir
Jonathan Wiederman og bamið er
dóttir, fædd 25. júlí á síöasta ári.
Og eitthvað hefur það vafist fyrir
okkar bandarísku bræðrum að for-
eldramir gengu ekki í hjónaband
fyrr en í febrúar fyrr á því sama
ári. Fannst nóg um hirðuleysi
móðurinnar, Ingrid Bergman,
sem gekk ekki í hjónaband með
bamsföðumum fyrr en löngu
eftir fæðingu sonarins — Robertin-
os — enda erfitt viðureignar þar
sem hún var þá stundina gift
öðrum.
En sem sagt — núna býr Isa-
bella með Jónatan sínum og litlu
dótturinni, Electra Ingrid, og
hefur það að sögn harla gott.
Nafnið Ingrid er að sjálfsögðu frá
hinni frægu móðurömmu en
Electra er eftir föðurömmu Isa-
bellu sem bjó hjá tvíburasystrun-
um til átta ára aldurs þeirra.
Verst finnst Isabellu að Ingrid
skyldi ekki lifa það að sjá nöfnu
28 Vlkan xs. tbl.