Vikan


Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 7

Vikan - 12.04.1984, Blaðsíða 7
Gleðikonur og gleðihús hafa getið Rauða hverfinu í Amsterdam frægðarorð. kannaðir eru möguleikar kvöldsins. Úr nógu er að velja, kvikmyndahús, kaffihús og barir fyrir þá í rólegu deildinni og er þá úr 10 kvikmyndum í þremur kvik- myndahúsum að velja viö Rembrantsplein. Nú, eða bara kósí kaffihús með píanóleik- aranum sem jassar létt á slag- verkið. Þeir í forvitnu deildinni bregða sér kannski á peep-show sem útleggst á lélegri íslensku gægjusýning, sbr. gluggagæir. Geta þeir sem það vilja borgaö nokkur gyllini fyrir að kíkja í gegnum pínuglugga á fáklæddar eða óklæddar dömur í ýmsum stellingum. Þeir áræðnari skreppa á live-show eða pornó-bíó fyrir andvirði kvöldverðarins og er þá vandi aö velja því af nógu er að taka í þeim bransa hér, enda Amsterdam fræg fyrir gleðikonur og gleöihús sín og þá sérstaklega Rauöa hverfið svokallaða. Rauða hverfið I Rauða hverfinu eru margir góðir veitingastaðir, spænskir, mexíkanskir, ítalskir, indónes- ískir, japanskir og kínverskir svo eitthvað sé nefnt, allt frá matsöluhúsum í ódýrasta klassa og upp í fyrsta flokks veitingahús. Fáklæddar dömur baðaðar rauðu ljósi stunda elstu atvinnugrein mannkynssögunnar, stilla sér upp í öörum hverjum glugga og skuggalegir náungar reyna aö selja vegfarandanum hass eða kókaín sem gæti allt eins reynst skósverta eða þvottaefni. Viö hröðum okkur í rólegra umhverfi og nálægt horninu á Spuistraat og Raamsteeg bregöum viö okkur inn á krá sem hefur marga tugi tegunda af bjór á boðstólum. Jordanhverfið A horninu á Rosengracht og Prinsengracht stendur stærsta kirkja Hollands, Westerkerk, byggð 1620—1638 í endurreisnar- stíl. Auk þess aö vera guðshús er hún töluvert notuð til tónleika- halds og er aögangur oftast ókeypis. Næst kirkjunni er svo nýlegur matsölustaður og bar, Rum Runners, innréttaður í hita- beltisstíl og alltaf yfirfullur, enda fæst þar besta pínacolada bæjarins. Við höldum áfram röltinu inn í Jordanhverfiö sem afmarkast af Prinsengracht, Marnixstraat, Brouwersgracht og Rosengracht og er hverfið nokk- urs konar latínuhverfi Amster- damborgar. Þröngar götur og til- tölulega láreist gömul hús meö kaffihúsum, börum og matsölu- húsum í ódýrari kantinum eru hér á hverju strái og hægt aö fá ljúf- fenga piparsteik eða entrécote á 15. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.